Morgunblaðið - 26.02.2016, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 26.02.2016, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2016 Sex mánaða gamall húnn hjúfrar sig að mömmu sinni, risapöndunni Liang Liang, á dýragarði í Kuala Lump- ur. Liang og faðir húnsins, Xing Xing, komu til Malasíu 21. maí 2014 þegar dýragarðurinn fékk pöndurnar að láni í tíu ár. Húnninn fæddist 18. ágúst og getur aðeins verið í Malasíu í tvö ár samkvæmt samningi um lánið. AFP Lánið frá Kína bar góðan ávöxt Innanríkisráðherrar ríkja Evrópusambandsins komu saman í Brussel í gær til að reyna að leysa harkalega deilu sem hefur orðið til þess að sam- eiginleg stefna þeirra í málefnum flótta- og far- andmanna er í algjöru uppnámi. Ríkisstjórn Grikklands hefur mótmælt harð- lega áformum stjórnvalda í Austurríki og átta Balkanlöndum, m.a. Serbíu og Makedóníu, um að gera ráðstafanir til þess að stemma stigu við straumi farandmanna sem hafa viðkomu í Grikk- landi. Ríkin ætla m.a. að taka fingraför farand- manna, senda þá til Grikklands ef þeir eru ekki með vegabréf eða framvísa fölsuðum skilríkjum og aðeins taka á móti flóttafólki sem þarfnist vernd- ar. Stjórnvöld í nokkrum öðrum ríkjum telja að Balkanlöndin og Austurríki hyggist aðeins taka við fólki frá Sýrlandi og Írak, en ekki löndum á borð við Afganistan. Um 100.000 farandmenn hafa farið yfir Mið- jarðarhafið til Evrópu það sem af er árinu og um 1,1 milljón á síðasta ári. Grikkland er fyrsta ESB- ríkið sem flestir þeirra komu til og Grikkir óttast að áform Balkanlandanna og Austurríkis verði til þess land þeirra sitji uppi með tugi eða hundruð þúsunda farandmanna. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hefur hótað að hindra hvers konar samninga um aðgerðir í málefnum farandamanna á leiðtoga- fundi ESB í næsta mánuði ef aðildarríkin sam- þykkja ekki flóttamannakvóta til að létta byrðinni af Grikklandi. „Við látum það ekki viðgangast að landið okkar verði að geymslustað fyrir fólk,“ hef- ur fréttaveitan AFP eftir Tsipras. Segja framtíð ESB í hættu Stjórnvöld í Austurríki hafa varað við því að framtíð Evrópusambandsins sé í hættu vegna flóttamannavandans. Dimitis Avramopoulos, sem fer með málefni farandmanna í framkvæmda- stjórn ESB, hvatti ráðherrana til að leysa deiluna og sagði „einingu Evrópusambandsins“ og líf flóttafólks í húfi. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, hefur einnig varað við því að fari tilraunirnar til að leysa vandann út um þúfur geti það aukið líkurnar á því að Bretar samþykki úrsögn úr sambandinu í þjóðaratkvæði 23. júní. bogi@mbl.is Flóttamannastefnan í uppnámi  Segja einingu Evrópusambandsins og líf flóttafólks í húfi í deilu um farandmenn „Við látum það ekki viðgangast að landið verði að geymslustað fyrir fólk.“ Alexis Tsipras Peking er nú með fleiri auðkýfinga en New York-borg og telst því „höfuðborg milljarðamæringa heimsins“, að sögn Hurun Report, tímarits sem birtir árlega lista yfir auðugustu menn Kína. Hundrað milljarðamæringar búa nú í Peking og þeim fjölgaði um 32 í fyrra en í New York fjölgaði þeim um fjóra, í 95, ef marka má könnun tímarits- ins. Það telur að í Kína séu nú 568 milljarðamæringar og 535 í Banda- ríkjunum. Peking höfuðborg auðkýfinganna KÍNA Rannsókn á kynferðisbrotum bresku sjónvarpsstjörnunnar Jimmy Savile hefur leitt í ljós að djúp virðing samstarfsmanna hans fyrir frægu fólki og ótti við að missa vinnuna hjá BBC hafi stuðlað að því að hann komst upp með að beita börn kynferðis- legu ofbeldi í áratugi. Savile var einn af frægustu mönnum Bretlands frá sjöunda ára- tug aldarinnar sem leið og þar til hann dó 2011, 84 ára að aldri. Janet Smith, fyrrverandi dómari, segir í 793 síðna skýrslu sem birt var í gær að Savile hafi framið kynferðisbrot gegn 72 manns í tengslum við störf hans fyrir BBC og nauðgað átta þeirra. Tæpur helmingur fórnar- lambanna hafi verið undir sextán ára aldri og yngsta barnið átta ára. Flest barnanna voru stúlkur en á meðal þeirra voru einnig drengir. Óttuðust að missa vinnuna Smith segir að nokkrir sam- starfsmenn Savile hafi gert sér grein fyrir kynferðisbrotum hans en ekki skýrt stjórnendum BBC frá þeim og hún rekur það meðal ann- ars til stjörnudýrkunar. „Menn báru djúpa virðingu fyrir þeim og óttuðust að ef þeir reittu stjörnu til reiði kynnu þeir að fara frá BBC.“ Smith rannsakaði málið í þrjú ár og kvaðst ekki hafa fundið neinar vísbendingar um að æðstu stjórn- endur BBC hefðu vitað af framferði Savile. Tony Hall, sem var skipaður æðsti yfirmaður BBC árið 2012, kvaðst samþykkja allar niðurstöður skýrslunnar og ætla að hefja endur- skoðun á starfsreglum til að auka líkurnar á því að starfsfólk tilkynni það ef grunsemdir vakna um barna- níð innan stofnunarinnar. Vissu af barnaníði Savile Jimmy Savile  Stjörnudýrkun hjálpaði honum Vinstriflokkarnir í Danmörku hafa óskað eftir því að tillaga um van- traust á Evu Kjer Hansen, umhverf- is- og matvælaráðherra, verði borin undir atkvæði á þinginu eftir að Íhaldsflokkurinn lýsti því yfir að hann treysti henni ekki lengur til að gegna emb- ættinu. Samkvæmt reglum þingsins getur atkvæða- greiðslan ekki farið fram fyrr en á miðvikudaginn kemur. Søren Pape Poulsen, formaður Íhaldsflokksins, eins flokkanna sem styðja minni- hlutastjórn mið- og hægriflokksins Venstre, áréttaði að þingmenn flokksins myndu greiða atkvæði með vantrauststillögunni. Hann tók þó fram að margt gæti breyst þar til á miðvikudag og viðræðum mið- og hægriflokkanna um málið yrði haldið áfram næstu daga. Fréttavefur Politiken hefur eftir Mai Mercado, talsmanni Íhalds- flokksins, að þingmenn hans vilji að Hansen segi af sér, ella greiði þeir atkvæði með vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Sagður hunsa meirihlutann Lars Løkke Rasmussen, forsætis- ráðherra og leiðtogi Venstre, árétt- aði að hann bæri enn fullt traust til umhverfisráðherrans. Hann sagði það líklegra að hann boðaði til þing- kosninga en að hann viki Hansen úr ráðherraembættinu, að sögn fréttavefjar danska ríkisútvarpsins. Nicolai Wammen, talsmaður Jafn- aðarmannaflokksins, sagði að tillag- an um vantraust hefði verið lögð fram vegna þess að ljóst væri að um- hverfis- og matvælaráðherrann nyti ekki lengur meirihlutastuðnings á þinginu. „Yfirleitt fer forsætisráð- herra eftir slíku og skipar nýjan ráð- herra en nú hefur Lars Løkke Ra- mussen valið að hunsa meirihlutann á þinginu sem ber ekki lengur traust til Evu Kjer Hansen sem ráðherra,“ hefur Politiken eftir Wammen. Íhaldsflokkurinn og stjórnarand- staðan saka Hansen um að hafa veitt danska þinginu rangar upplýsingar í umræðu um landbúnaðarfrumvarp stjórnarinnar. Íhaldsflokkurinn studdi þó frumvarpið þegar þingið samþykkti það í gær. bogi@mbl.is Segir kosningar líklegri kost  Løkke hyggst ekki víkja Hansen frá Lars Løkke Rasmussen Gufulestin fræga Skotinn fljúgandi hélt í fyrstu ferð sína í tíu ár frá King’s Cross-lestarstöðinni í Lond- on í gær. Henni er lýst sem einu helsta djásni breskrar iðnaðarsögu en hún var smíðuð fyrir rúmum níutíu árum og var fyrsta gufulest- in til að ná hundrað mílna hraða á klukkustund (160 km/klst.). Fyrstu ferðinni lauk í York og þaðan fór Skotinn til breska lestarsafnsins þar sem hann verður geymdur þar til í mars. Nota á lestina í ferðir fyr- ir ferðamenn og sýningar. BRETLAND Skotinn flýgur á ný

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.