Morgunblaðið - 26.02.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.02.2016, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nú er svokomið aðtíðir neyð- arfundir Evrópu- sambandsins duga ekki til að ræða fólksflutninga- vandann sem sambandið hefur árangurslaust glímt við. Að mati Austurríkis og nokkurra ríkja á Balkanskaga var nauð- synlegt að boða til sérstaks fundar í Vín í fyrradag til að ræða hvernig þessi ríki ættu að taka á vandanum, en um þessi ríki liggur straumur fólks sem búið er að fá nóg af ástandinu í Sýrlandi, Írak, Afganistan og fleiri löndum. Athygli vakti, en litla ham- ingju í löndunum tveimur, að fundurinn var haldinn án Grikklands, sem hefur verið inngöngustaður langflestra aðkomumannanna, og Þýska- lands, sem flestir þeirra hafa viljað leggja leið sína til. Og Evrópusambandinu sjálfu var ekki heldur boðið að senda fulltrúa. Þetta er vitaskuld engin tilviljun. Grikkland hef- ur sætt harðri gagnrýni fyrir að verja ekki ytri landamæri Schengen-svæðisins, Þýska- land hefur verið tvístígandi í afstöðu sinni til þessara miklu og stjórnlausu fólksflutninga og ESB hefur engum árangri náð. Framan af gerði Angela Merkel kanslari ekkert til að draga úr vandanum þegar hún talaði eins og Þýskaland og Evrópusambandið gætu tekið endalaust við þeim sem þang- að vildu. Síðan hefur tónninn breyst nokkuð en er enn nægi- lega óljós til að fólksflutning- arnir halda óhikað áfram. Til marks um þetta sýnir ný spá þýskra stjórnvalda að til og með árinu 2020 verði 3,6 millj- ónir flóttamanna komnar til landsins. Nú þegar er talan komin yfir eina milljón. Þegar yfirlýsing landanna sem ræddu málin í Vín er lesin sést að þau gera ekki óhófleg- ar eða óeðlilegar kröfur. Þau vilja í meginatriðum að reglum Schengen-svæðisins sé fylgt og að ytri landamærin séu ekki galopin hverjum þeim sem vill leggja leið sína inn á svæðið. Um leið vilja þau að flótta- mönnum sé hjálpað sem næst heimaslóðum og að Evrópu- sambandið sendi út skýr skila- boð um að þangað geti ekki hver sem er flutt og fengið þá aðstoð sem hann óskar. Þá benda þau á þá hættu á „glæp- um, ofbeldisfullum öfgum og hryðjuverkum, sem kunni að breiðast út vegna stjórnlausra fólksflutninga“. Sumt af þessu eru viðkvæm mál sem margir vilja helst ekki ræða og Evrópusambandið hefur ekki getað tekið á þó að lengi hafi verið ljóst að ytri landa- mærin séu fallin og fólksflutn- ingavandinn sé veruleg ógn við sambandið. Því miður er það svo að Evr- ópusambandið er í þessu eins og mörgu öðru ófært um að leysa stór og flókin vandamál. Fundahöld sambandsins munu halda áfram en lausnin lætur á sér standa því að forsprakk- arnir leggja ofuráherslu á að breyta aðildarríkjunum í evr- ópskt stórríki. Þess vegna hef- ur allt verið lagt í sölurnar til að verja evruna þó að það kosti stóran hluta íbúa sambandsins gríðarlegar fórnir og valdi miklu atvinnuleysi með þeirri ólgu í samfélaginu sem slíku fylgir. Sú hætta dugar ekki til að ráðandi öfl innan sambands- ins falli frá evrunni, ekki frek- ar en stjórnlausir fólksflutn- ingar sem valda miklum óróleika innan sambandsins og ógna þar stöðugleika hafa fengið ráðamenn til að viður- kenna fall Schengen. En staðreyndin er sú að þeir sem mestu ráða í stofnunum Evrópusambandsins geta ekki stjórnað því með fundum og yfirlýsingum, sem enginn gerir neitt með, hvort hugmyndin um Schengen-svæðið er enn í samræmi við raunveruleikann. Ríkin sem hittust í Vín vilja fullt eftirlit á ytri landamærum svæðisins en hyggjast bregð- ast við skorti á því með því að herða eftirlitið á eigin landa- mærum og hafa þegar gert það að hluta til. Mörg önnur ríki Schengen-svæðisins hafa einn- ig tekið upp landamæraeftirlit, nú síðast Belgía, sem sér sig knúna til að bregðast við vanda sem steðjar að landinu vegna stórra flóttamannabúða í Cala- is í Frakklandi, rétt við landa- mæri Belgíu og þar sem styst er yfir Ermarsundið til Bret- lands. Ísland tekur þátt í fjölda funda ESB vegna landamæra- vandans, enda er Ísland þátt- takandi í vandanum í gegnum Schengen-samstarfið. Óút- skýrt er hvers vegna sú þátt- taka heldur áfram þrátt fyrir fall Schengen-svæðisins og upptöku innri landamæra víða á svæðinu. Ísland gerir engum gagn, nema síður sé, með því að láta eins og Schengen- svæðið sé enn raunveruleiki eða að það eigi sér einhverja framtíð. Nú er svo komið að ESB ríki sem gefist hafa upp á ESB halda prívatfundi} Neyðarfundir ESB nægja ekki lengur H vort Bretland verður áfram hluti Evrópusambandsins eða ekki skýrist 23. júní í sumar þegar brezkir kjósendur ganga að kjörborðinu og kjósa um veru landsins í sambandinu. Þjóðaratkvæðið kemur í kjölfar viðræðna brezkra stjórnvalda við Evrópusambandið um breyttar forsendur fyrir áframhaldandi veru Bretlands í sam- bandinu. Valkostirnir verða þeir að vera áfram innan Evrópusambandsins á grundvelli þess samkomulags sem viðræðurnar skiluðu eða að yfirgefa sambandið. Fróðlegt hefur verið fyrir okkur Íslendinga að fylgjast með þróun mála í Bretlandi í þess- um efnum. Viðræður brezkra stjórnvalda við Evrópusambandið snerust enda um það á hvaða forsendum ríkjum stendur til boða að vera innan sambandsins. David Cameron, forsætisráð- herra Bretlands, kynnti upphaflega nokkuð metnaðarfull áform í þessum efnum. Meginmarkmiðið var að end- urheimta hluta af þeim völdum sem brezkir ráðamenn hafa framselt til Evrópusambandsins í gegnum tíðina. Skemmzt er hins vegar frá því að segja að sam- komulag Camerons við Evrópusambandið hefur engar grundvallarbreytingar í för með sér á tengslum Bret- lands við sambandið. Engar breytingar verða þannig gerðar á valdahlutföllunum þar á milli sem eru niður- negld í Lissabon-sáttmálann og engin völd verða fyrir vikið endurheimt. Fyrir okkur Íslendinga er kannski einna athyglisverðast að þrátt fyrir áskoranir meðal ann- ars frá áhrifafólki innan Íhaldsflokksins um að reyna að semja Bretland undan yfirstjórn Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum kaus Cameron að láta ekki einu sinni á það reyna. Þetta hefur ítrekað gerzt þegar ríki hafa sótt um inngöngu í Evrópusambandið. Var- anlegar undanþágur frá yfirstjórn sambands- ins hafa ekki verið í boði. Aðeins tímabundinn aðlögunartími og svonefndar sérlausnir sem fela aðeins í sér afmarkaðar stjórnsýslubreyt- ingar sem breyta engu um yfirstjórnina. Þetta reyndu til að mynda norsk stjórnvöld síðast þegar Noregur sótti um inngöngu í sambandið fyrir rúmum tveimur áratugum. Ætlunin var að halda eftir yfirstjórn sjávar- útvegsmála í norskri lögsögu norðan 62. norð- lægrar breiddargráðu. Rökin voru kunn- ugleg. Þar væru fiskistofnar sem Norðmenn deildu ekki með Evrópusambandinu og byggðarlög sem ættu allt sitt undir fiskveiðum. Svar Evrópusambandsins við hug- myndum Norðmanna var einfalt: Nei. Það sem Norðmönnum stóð til boða var aðeins tíma- bundinn aðlögunartími í fáein ár. Að honum liðnum færi norskur sjávarútvegur undir yfirstjórn sambandsins. Þessu og öðru sem fylgdi inngöngu í Evrópusambandið höfnuðu norskir kjósendur. Þeir ráku sig á það sem Bret- ar hafa nú fengið að reyna að þegar gengið er í Evrópu- sambandið er einfaldlega Evrópusambandið í boði. Þannig gerast kaupin einfaldlega á eyrinni innan sam- bandsins. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Kaupin á eyrinni STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Samkeppni er vannýtt viðmeðhöndlun úrgangs, semleiðir til hærri kostnaðar,lakari umhverfisverndar og takmörkunar á nýsköpun. Þetta er mat Samkeppniseft- irlitsins í kjölfar þess að skýrsla norrænu samkeppniseftirlitanna var birt. Þar var staða samkeppni við meðhöndlun úrgangs á Norð- urlöndunum skoðuð með áherslu á sameiginleg vandamál og lausnir. Lagðar eru til úrbætur sem ætlað er að draga úr samkeppnishindr- unum og skapa hagkvæmari mark- að fyrir meðhöndlun úrgangs. „Með birtingu þessarar skýrslu vill Samkeppniseftirlitið taka þátt í umræðu um það hvernig unnt er að nýta samkeppnishvata til að skapa tækifæri til aukinnar verðmæta- sköpunar í meðhöndlun úrgangs,“ sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Hagkerfi hringrásarinnar Meðhöndlun úrgangs er þegar orðin stór atvinnugrein í heiminum en áætlað er að umsvif heimsmark- aðarins hafi numið yfir 60.000. ma.kr. á árinu 2015. Sá hluti atvinnulífsins er snýr að meðhöndlun úrgangs er einnig hluti af hagkerfi hringrásar. Mark- mið þess hagkerfis er að endurnýta eða endurvinna vörur og hráefni til að skapa nýjar vörur og verðmæti. „Menn þurfa að hugsa um úr- gang sem verðmæti. Við höfum hugsað það sem svo að úrgangur sé vandamál sem við þurfum að losna við en það er ekki þannig,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórn- arfræðingur hjá ráðgjafarfyrirtæk- inu Environice í Borgarnesi. Loka þurfi hringrásinni eins og í nátt- úrunni og endurnýta úrganginn. Leysa samkeppni úr læðingi Norrænu samkeppniseftirlitin hafa á síðustu árum skoðað skerta samkeppni á markaði fyrir með- höndlun úrgangs. Þar gætir ágrein- ings á milli einkafyrirtækja, sem sinna meðhöndlun úrgangs og sveitarfélaga eða fyrirtækja á þeirra vegum. Sveitarfélögin og fyrirtækin eru mikilvægir þátttak- endur á sviði meðhöndlunar úr- gangs að mati Samkeppniseftirlits- ins en fjölþætt hlutverk þeirra á þessu sviði geta leitt til hagsmuna- árekstra og óþarfa samkeppn- ishamla gagnvart einkafyr- irtækjum. Sveitarfélög eru því hvött til að beita opinberum útboðum í ríkari mæli og athuga hvort markaðurinn bjóði upp á ódýrari og betri lausnir en þær sem nú standa til boða. „Það má gefa sér það að einka- fyrirtæki hafi meiri hvata til þess en opinberir aðilar að finna við- skiptatækifærin,“ segir Stefán en í skýrslunni segir jafnframt að aukin hagkvæmni, drifkraftur og virkni á markaðnum fengist við aukna sam- keppni ásamt því að kostnaður myndi minnka. Athuganir hafi sýnt að sparnaður með því að viðhafa út- boð á söfnun úrgangs geti numið allt frá 10-47%. Áhættusamt geti verið fyrir sveitarfélög að ráðast í kostn- aðarsamar fjárfestingar á sviði meðhöndlunar úrgangs. Illa ígrund- aðar fjárfestingar geti leitt til auk- ins kostnaðar fyrir íbúa sveitarfé- laga, að mati Samkeppniseftirlitsins. „Fram- angreint á sérstaklega við í dag þegar sveitarfélög standa frammi fyrir því að taka ákvörðun um hvort fjárfesta skuli í nýjum lausnum.“ Úrgangur er verðmæti en ekki vandamál Morgunblaðið/Frikki Sorp Nóg er af rusli og úrgangi á Íslandi og mikið urðað í Álfsnesi. Úrbæturnar sem lagðar eru til í nýútkominni skýrslu norrænu samkeppniseftirlitanna og miða að því að auka hagkvæmni og nýsköpun við meðhöndlun úr- gangs eru margvíslegar. Til dæmis skuli auka notkun á markaðslausnum við meðhöndl- un úrgangs, t.d. útboðum. Skýra þurfi hlutverk og markmið op- inberra aðila ásamt því að auka upplýsingamiðlun til þeirra sem starfa á markaði. Samkeppnislegt jafnræði þeirra sem sinna meðhöndlun á úrgangi verði tryggt, þ.e. á milli opinberra aðila og einkaaðila. Boðnir verði út í formlegu ferli einstaka verkþættir við meðhöndlun úrgangsins, til að auðvelda aðgengi einkafyr- irtækja að markaðnum. Samhæfa á skilgreiningar á hugtökum til að auðvelda sam- anburð á markmiðum og ár- angri. Auka upplýs- ingamiðlun HVAÐ MÁ BÆTA?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.