Morgunblaðið - 26.02.2016, Page 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2016
Ég sat nýlega ráð-
stefnu Íslandsstofu og
beið eftir að heyra um
nýjustu markaðsher-
ferð hennar. Hvernig
Íslandsstofa hygðist ná
enn fleiri ferðamönn-
um inn í landið og
hvert skyldi senda þá
núna. Þá sá ég flenni-
stóra mynd af húsum
Samúels Jónssonar í
Selárdal á Vestfjörðum
og saup hveljur „Á nú að fara að
fylla Selárdal af túristum?!“ Ég náði
ekki að dvelja í áhyggjum mínum
lengi því umræðan fór fljótlega yfir í
umhverfisvernd, ég deildi sömu
áhyggjum og síðasti ræðumaður, við
yrðum að hafa gætur á náttúrunni
þegar ferðamaðurinn færi nú að
ganga um mosagróin svæði. En þá
kom yfir mig, eins og heilagur andi,
sannleikurinn um ferðamennina. Í
æðum mér rennur nefnilega töluvert
vestfirskt blóð og ennþá svæfi ég
börnin mín með sögum frá lífi mínu
þegar ég bjó með Sigurjóni Jónas-
syni, bónda í Lokinhömrum í Arnar-
firði. Lokinhamradalur var að vísu
ekki fjölmennur í minni tíð, en fyrir
minn tíma bjó tugur fólks í firðinum
og þar var líf, svo mikið líf að í firð-
inum sást ekki mosi í túnunum, held-
ur ekki sina og reyndar engin lúpína
heldur. En nú er sagan önnur, þar
vex nú mosi á túnum og á gömlum
útihúsum sem tíminn hefur bugað og
beygt, og það var þá, þegar allt þetta
flaug í gegnum höfuðið á mér, sem
heilagur andi, eða andi ferðamann-
anna eða andi liðinna tíma kom yfir
mig. Er það skylda okkar Íslendinga
að verja mosann? Ég sá nú að mos-
inn er ekkert annað en einmanaleiki
dalanna sem áður iðuðu af lífi. Það
var þá sem ég fór að hugsa um allt
það góða sem tilkoma milljóna ferða-
manna hefur haft á eyj-
una okkar.
Í dag starfa ég á
ferðamannasýningu úti
á Granda í Reykjavík.
Sýningin heitir Whales
of Iceland, sem út-
leggst Hvalasýningin,
hvalir Íslands. Hvala-
sýningin er sýning 23
hvalamódela, öll mód-
elin eru í raunstærð
þeirra 23 hvalategunda
sem fundist hafa í ís-
lensku hafi. Hvalasýn-
ingin er stærsta sýning
sinnar tegundar í Evrópu og líklega
í heiminum, sýningin er varanleg og
opin allt árið. Hana hafa nú þegar
sótt um 60.000 gestir. Ferðamenn!
En hvernig ætla ég nú að tengja
mosa, ferðamenn og stærstu hvala-
sýningu Evrópu saman? Ekki flókið,
þetta birtist mér þegar ég sat á ráð-
stefnunni. Nú streyma ferðamenn
inn í löngu gleymda firði og ganga á
ný niður mosann, sem við heima-
menn höfðum gefist upp á að gera.
En ferðamenn gera meira, vegna til-
komu þeirra hefur nú Hvalasýningin
tekið á móti um 3.000 námsmönnum
og frætt þá um lífríki sjávar. Vegna
áhuga ferðamanna á Íslandi fáum
við heimamenn nú í auknum mæli ný
verkfæri til eigin nota, þetta er bara
spurning hvernig á hlutina er litið.
Annan hvern morgun stend ég nú í
sal Hvalasýningarinnar með leik-
skólabörnum úr Marbakkanum,
grunnskólabörnum úr Melaskóla,
námsmönnum úr Menntaskólanum í
Kópavogi og háskólafólki á lista-
braut HÍ og fer með þeim yfir þjóð-
sögur um hvali, hópeðli háhyrninga
og þyngd steypireyðarinnar. Þegar
ég spyr krakkana hvert sé uppá-
haldsdýrið þeirra, svara þau ekki
lengur ljón. Þau vita nú um háhyrn-
inga, sandlægju og sléttbaka. Með
tilkomu milljóna ferðamanna til Ís-
lands tókst loks að útvíkka landhelg-
ina í 200 mílur í hugum íslenskra
barna og náttúra Íslands er sífellt að
stækka. Náttúran og dýralíf lands-
ins er partur af sjálfsmynd okkar Ís-
lendinga. Hvalasýningin hefði aldrei
verið reist án fjölda ferðamanna sem
nú streyma inn í landið, þessir ferða-
menn niðurgreiða og efla menntun
íslenskra barna! Þetta er ómetanleg-
ur árangur ómengaðrar virkjunar.
Ég hvet samlanda mína til að sjá
orkuna sem fylgir slíkri jákvæðri
virkjun. Ég hvet bæjarfélögin til að
sjá hag sinn í að nýta þekkingu
ferðaþjónustuaðila í náttúruvernd til
að efla nálgun við kennslu og ég hvet
ríkið til að styðja við og undirbúa
jarðveginn fyrir hugmyndir sem efla
íslenskt samfélag og ganga niður
mosann í Selárdal. Hvalasýningin
Whales of Iceland stendur nú á
tímamótum, hún fagnar eins árs af-
mæli, laugardaginn 27. febrúar, með
glæsilegri veislu úti á Fiskislóð 23. Á
næsta ári ætlum við að taka á móti
6.000 námsmönnum og nú streyma
námsmenn frá Skandinavíu, Bret-
landi og Bandaríkjunum til að hljóta
náttúrufræðikennslu á heimsvísu.
Ég spyr, ætlum við að bölva því að
fullt sé af ferðamönnum á kaffi-
húsum borgarinnar eða ætla íslensk-
ar námsstofnanir að nýta þau öflugu
verkfæri sem þeim nú bjóðast til að
efla komandi kynslóðir?
Ferðamenn niðurgreiða og
efla menntun íslenskra barna
Eftir Marinó Mugg
Þorbjarnarson »Með tilkomu ferða-
manna til Íslands
tókst loks að útvíkka
landhelgina í 200 mílur
í hugum íslenskra barna
og náttúra Íslands er
sífellt að stækka
Marinó Muggur
Þorbjarnarson
Höfundur er annar tveggja
fræðslustjóra Hvalasýningarinnar
Whales of Iceland.
Tveir reiknimeist-
arar hafa verið með
greinar í Morg-
unblaðinu og fjallað þar
um lánakjör á Íslandi.
Þeir hafa borið saman
verðtryggð lán ann-
arsvegar og lán með
breytilegum vöxtum
hinsvegar og báðir
komist að þeirri nið-
urstöðu að lítill eða
enginn munur sé þar á. Þorbjörn
Guðjónsson, cand oecon, segir í Mbl.-
grein þann 10. febrúar sl.: „Þessi nið-
urstaða, þ.e. lántaka og raunar lán-
veitanda má vera sama hvort lán sé
verðtryggt eða óverðtryggt…“ Vil-
hjálmur Bjarnason, alþingismaður,
segir í Morgunblaðsgrein sinni þann
12. febrúar sl.: „Verðtryggt lán til 25
ára og 40 ára með sömu vöxtum eru
jafn dýr.“ Einnig: „Óverðtryggt lán
til 25 ára og með 8,94% vöxtum er
með 54% hærri greiðslubyrði en 25
ára lán með 3,75% vöxtum og 5%
verðbótum, á fyrsta ári. Lánin eru
jafndýr, með sömu ávöxtunarkröfu.“
Ég ætla mér ekki að vefengja þess-
ar reiknikúnstir. Ég vil hinsvegar
benda á aðra og að mínu viti miklu
skynsamlegri leið að réttlátum við-
skiptum milli aðila, þ.e. lánveitenda
annarsvegar og lántaka hinsvegar.
Lánastarfsemi banka, fjár-
málastofnana, lífeyrissjóða og ann-
arra er ekkert annað en viðskipti. Um
er að ræða leigu á fjármunum. And-
lag leiguverðsins er tíminn. Skuld-
arinn er þá fyrst og fremst að borga
fyrir að hafa fjármunina að láni í svo
og svo langan tíma, auk einhverrar
þóknunar vegna áhættu. Eins og
kunnugt ætti að vera, er það meg-
inregla í viðskiptum á
Íslandi að fyrirtæki
skuli vera í samkeppn-
isrekstri. Undantekning
frá þeirri meginreglu er
banka- og fjármála-
starfsemi.
Dæmi a): Verðtrygg-
ing fastsetur vísitöluá-
lag ofan á eftirstöðvar
verðtryggðra lána. Álag
þetta er í raun uppbót á
umsamda upphaflega
vexti með hliðsjón af
verðlagsþróun í landinu.
Vísitölur eru reiknaðar af Hagstofu
Íslands og eru þ.a.l. trygging rík-
isvaldsins gagnvart lánveitanda.
Hann getur ekki tapað á viðskipt-
unum (nema við greiðslufall skuld-
ara). Ríkisforsjá í viðskiptum sam-
ræmist ekki markaðslögmálinu, né
stuðlar að samkeppni.
Dæmi b): Greiðslumiðlun banka-
og fjármálafyrirtækja er miðstýrt
sósíalskt fyrirbæri, þar sem enginn
grundvöllur er fyrir eðlilega sam-
keppni.
Dæmi c): Seðilgjöld eru innheimt,
oft án þess að greiðandi kröfu hafi
samþykkt slíkt fyrirkomulag og tíð-
um án þess að fá reikning vegna við-
skipta.
Bankar og fjármálastofnanir skila
ekki virðisauka fyrir samfélagið, það
gera hinsvegar hin almennu fyrirtæki
landsins í sjávarútvegi, fiskvinnslu,
landbúnaði, verslun, iðnaði og þjón-
ustu ýmiskonar. Hvers vegna ætti
fjármálastarfsemi að hafa undanþágu
frá eðlilegri samkeppni og samkeppn-
islögum? Hin almennu fyrirtæki
landsins, sem skila virðisauka til þjóð-
arbúsins. þurfa að búa við áhættu og
samkeppni. Hafa skal hugfast að pen-
ingarnir eða verðmætin verða ekki til
í bönkunum. Er ekki kominn tími til
að gíra starfsemi banka- og fjármála-
fyrirtækja niður, þannig að hún henti
íslensku viðskiptaumhverfi fyrst og
fremst? Afskrifa þarf allar hugleið-
ingar um að gera Ísland að einhverri
alþjóðlegri fjármálamiðstöð. Brjóta
verður upp miðstýringuna, sam-
starfið og samráðið. Ég vil sjá nýja
hugsun og nýja nálgun, ekki óbreytt
ástand. Ég vil sjá jafnræði ríkja milli
aðila og að almenningur og almenn
fyrirtæki landsins verði ekki lengur
fórnarlömb, sem hægt er að féfletta á
ólöglegan og siðlausan hátt.
Þorbjörn Guðjónsson óttast greini-
lega ójafnræðið milli aðila í fjármála-
viðskiptum. Hann segir: „Það má í
vissum skilningi líkja óverðtryggðu
lausninni við rússneska rúllettu, þar
sem sá sem veitir lánið er væntanlega
í sterkari stöðu en sá sem telur sig
þurfa á láni að halda. Lánveitandi er í
sömu stöðu og croupier í spilavíti.“
Ég spyr: „Úr því lántaka og raunar
lánveitanda má vera sama hvort lán
sé verðtryggt eða óverðtryggt“ er þá
ójafnræðið ekki hið sama í báðum til-
fellum?
Ef samkeppnislög ná ekki yfir
starfsemi banka- og fjármálafyr-
irtækja, þá verður að efla þau.
Ef Samkeppniseftirlitið er ekki
starfi sínu vaxið verður að stokka þar
upp.
Auk þess legg ég til að banka- og
fjármálastarfsemi lúti markaðs-
lögmálinu.
Reiknikúnstir – rangar forsendur
Eftir Sigurð
Lárusson »Ég vil hinsvegar
benda á aðra og að
mínu viti miklu skyn-
samlegri leið að réttlátum
viðskiptum milli aðila ...
Sigurður Lárusson
Höfundur er fyrrverandi kaupmaður.
VINNINGASKRÁ
43. útdráttur 25. febrúar 2016
131 10242 18432 28282 37868 47162 60916 71600
549 10570 18471 28329 38081 47326 61479 71743
1159 11016 18946 28401 39007 47715 61599 72234
1168 11370 19073 28600 39065 48005 61910 72642
1785 11380 19169 28668 39420 48496 62148 72806
2253 11385 19339 28985 39580 48820 62296 72894
2323 11723 19440 29143 39606 48828 62365 72943
2458 11838 19549 29181 39643 48974 62381 73021
2780 11890 19653 29231 39749 48982 62406 73195
3402 12147 20013 29689 39935 49289 62576 73393
3489 12150 20697 29933 41061 49392 63179 73552
3557 12656 20876 30035 41063 49954 63309 73554
3607 12679 21082 30464 41085 50031 63693 73847
3672 12988 21084 30575 41173 50685 64206 73978
3867 13267 21179 30802 41178 50707 64392 74142
3894 13369 22094 30833 41201 50805 64414 74638
3987 13399 22113 31150 41478 51525 64464 74663
4204 13457 22133 31320 41748 51942 65003 74817
4293 13544 22417 31516 41931 51969 65401 74930
4464 13579 22435 31662 41964 52029 65428 75055
4739 14227 22675 31951 42583 52113 65869 75319
4780 14263 23126 32196 42604 52220 66190 75669
4924 14396 23239 32234 42639 52503 66285 75895
5068 14565 23441 32803 42707 53233 66574 75896
5504 14730 23917 32806 42777 54166 66910 75935
5568 15537 23961 32887 42908 54360 67027 75974
5952 15741 23967 32975 43324 54364 67501 76582
5964 15860 24504 33016 43641 54629 67689 76847
5989 16034 24681 34709 43845 54667 67956 76856
6305 16297 25068 34786 43996 54799 68203 77923
6478 16300 25371 34934 44189 55847 68230 78081
6850 16390 25529 35084 44266 56505 68715 78580
7089 16591 25626 35225 44560 57864 68859 78844
7313 16825 25980 35271 44685 57979 68913 78975
7456 16837 26512 35511 44749 58005 68955 79060
7973 17127 26614 36480 44763 58050 69420 79082
8519 17193 27076 36911 44835 58773 69458 79404
8874 17261 27173 36998 46098 59586 69604 79411
9014 17485 27385 37037 46299 60042 69605 79683
9023 17731 27479 37401 46705 60073 69994
9208 17853 27987 37556 46723 60242 70083
9367 17973 28066 37594 46782 60518 70192
9947 18167 28252 37658 47153 60663 70631
251 11362 20442 30881 40517 49835 57771 72275
357 11521 21022 32089 41075 50801 58172 72448
1528 11570 22940 33023 43594 51859 59315 72749
1810 12265 23444 34284 43688 52068 59614 72834
3166 12504 23703 34552 43829 52624 62608 76747
3373 12568 24897 34876 44091 53471 66059 77137
4784 14142 25127 35188 44481 53573 66759 77677
5530 15084 26694 35554 45033 55184 68490 77976
5775 15829 27100 37709 45172 55582 68699 79488
6593 16224 29535 37744 46673 55937 69724
6791 16936 29687 38880 47053 56366 70257
8521 17617 30446 39104 47172 56930 71435
9985 18195 30490 40169 47881 57586 71498
Næstu útdrættir 3. mars, 10. mars, 17. mars, 23. mars og 31. mars 2016
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
4461 14521 66472 69229
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
3240 18036 31428 45250 57570 66178
4749 19207 37737 47147 63196 69146
14671 25172 38437 47656 65412 72563
17610 25729 41833 48306 65492 72645
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
1 8 3
Þjónustuauglýsingar
Fáðu Tilboð hjá söluráðgjafa í síma 569 1100 eða á augl@mbl.is