Morgunblaðið - 26.02.2016, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2016
✝ Barði Árnasonfæddist í Haf-
liðakoti á Stokks-
eyri 25. febrúar
1932. Barði lést í
faðmi fjölskyldu
sinnar á Hjúkr-
unarheimilinu Eir í
Grafarvogi 23. jan-
úar 2016.
Foreldrar Barða
voru Árni Jóhann-
esson frá Sveins-
strönd í Mývatnssveit, f. 19. nóv-
ember 1890, d. 17. júní 1973, og
Rebekka Jónsdóttir frá Víðikeri
í Bárðardal, Bárðdælahreppi, f.
21. september 1890, d. 11. júlí
1962.
Systkini Barða Árnasonar
voru Ásta Árnadóttir, f. 1918, d.
1991, Vikar Árnason, f. 1921, d.
1993, Atli Árnason, f. 1923, d.
1982, Þráinn Árnason, f. 1926, d.
2014, og Birgir Árnason, f. 1930.
Birgir býr erlendis.
Fyrrverandi eiginkona Barða
er Ingrid Maria Paulsen, f. 4.
nóvember í Döubern í Þýska-
landi 1936. Þau skildu 1999.
Foreldrar hennar voru doktor
Jes Paulsen, f. 1897, d. 1983, og
Helene Engel, f. 1905, d. 1937.
Börn Barða og Ingrid eru:
Birgir Martin, f. 1961 og Heimir,
f. 1963. Kona Birgis Martins er
Marina Shulmina.
Börn þeirra eru
Tamara og Jakob.
Kona Heimis er
Sigríður Jónsdóttir.
Börn þeirra eru
Kolka og Urður.
Barði tók saman
við Ethel M Bjarna-
sen árið 2000 en Et-
hel féll mjög svip-
lega frá 29.
desember 2001.
Barði útskrifaðist sem stúdent
frá Menntaskólanum í Reykjavík
1952 með afbragðseinkunn og
fékk námsstyrk til háskólanáms
í þýsku.
Í fríum frá háskólanum í
Hamborg vann Barði á sumrin
sem handlangari í múraravinnu
hjá Atla bróður sínum og einnig
í póstdeildinni í Landsbanka Ís-
lands.
Barði var aðstoðarbanka-
stjóri alþjóðasviðs Landsbank-
ans eftir að hafa stofnað deildina
erlend viðskipti í Landsbank-
anum 1975. Barði starfaði í
bankanum allan sinn starfs-
aldur, í 42 ár.
Barði var einn af stofnendum
Wagner-félagsins á Íslandi.
Útför Barða fór fram í kyrr-
þey að hans ósk 5. febrúar 2016.
Meira: mbl.is/minningar
Barði Árnason
✝ GuðmundurGunnar Einars-
son fæddist í
Reykjavík 11. októ-
ber 1931. Hann lést
20. febrúar 2016.
Foreldrar hans
voru Þórunn
Bjarnadóttir, f. 3.4.
1891, d. 29.6. 1980,
og Einar Eiríksson,
f. 9.6. 1893, d. 17.8.
1972. Guðmundur
Gunnar var yngstur fjögurra
systkina; Guðbjörg, f. 17.4. 1919,
d. 6.11. 1992, Kristinn, f. 16.9.
1921, d. 1.9. 1985, og Bjarni
10.7. 1925, d. 18.10. 2015.
Guðmundur kvæntist 15.4.
1954 eftirlifandi eiginkonu
sinni, Margréti Ámundadóttur .
Börn þeirra eru Nanna María, f.
1954, maki Hörður Adólfsson,
Þórunn Svava 1957, maki Bjarni
Bjarnason, Gunnar Örn, f. 1960,
og Ingigerður Helga f. 1968,
maki Sveinn
Sveinsson.
Guðmundur og
Margrét eiga níu
barnabörn: Mar-
gréti Rós, Hörpu
Hlín, Nönnu Björk,
Helgu Katrínu,
Ástu Maríu, Ragn-
hildi, Guðmund
Gunnar, Aron Inga
og Ragnheiði Millu.
Þau eiga fimm
barnabarnabörn.
Guðmundur Gunnar var
málarameistari og vann við fag
sitt alla ævi. Hann var skáti,
mikill útivistarmaður og kynnt-
ist Margréti í skátahreyfing-
unni. Guðmundur Gunnar var
virkur í málarameistarafélaginu
og var Oddfellowi í 50 ár.
Útför Guðmundar Gunnars
fer fram frá Fossvogskirkju í
dag, 26. febrúar 2016, og hefst
athöfnin klukkan 13.
Elskulegi pabbi minn, þá er
komið að kveðjustund.
Ég kveð þig, elsku pabbi, með
trega enda ertu búinn að vera
stoð mín og stytta frá því ég
fæddist. Sem betur fer á ég og
fjölskylda mín margar góðar
minningar sem hjálpa okkur og
ylja um hjartarætur um ókomna
tíð.
Þegar ég lít yfir farinn veg
koma margar yndislegar minn-
ingar upp í huga mér, öll ferða-
lögin, matarboðin og óteljandi
samtöl sem við áttum saman. Þú
þreyttist aldrei á að sýna áhuga á
því sem ég tók mér fyrir hendur
og gafst mér ráð þegar þú taldir
þörf á því.
Eitt af því sem þú kenndir mér
var að sjá aldrei eftir ákvörðun
sem ég var búin að taka. Þú lagð-
ir áherslu á að áður en ég eyddi
peningum ætti ég að velta
ákvörðuninni vel fyrir mér, velta
peningunum í sitthvora höndina
og setja þá svo aftur í vasann áð-
ur en endanleg ákvörðun væri
tekin. Ef ég vildi enn eyða þeim
þá væri það rétt ákvörðun. Þú
lagðir áherslu á að við Svenni
værum alltaf með áætlanir um
framkvæmdir fyrir framtíðina
enda var það þín trú að annars
gerði maður ekki það sem mann
langaði til.
Pabbi minn, við áttum líka
margar erfiðar stundir saman í
gegnum árin, þar kom í ljós
hversu góður og ábyrgur maður
þú varst. Þrátt fyrir þessar
stundir hvarf brosið í augunum
þínum aldrei þegar við börnin
þín, tengdabörn og barnabörn
birtumst.
Veikindi þín hafa verið þér erf-
ið síðustu ár en með þau eins og
með svo margt annað sýndir þú
æðruleysi, tókst einn dag í einu
og brostir þó að við hin ættum
erfitt með að brosa.
Takk fyrir allt, pabbi minn.
Minningin um góðan mann mun
lifa.
Þín
Ingigerður (Inga).
Gunni, Gunni, Gunni. Gunni
hinn góði hefðir þú verið nefndur
á tímum Íslendingasagna, og trú-
lega muntu vera kallaður það
framvegis, enda fádæma góður
maður sem hugsaði engum illt,
gafst vinnu þína frekar en að
rukka að fullu, ræddir málin en
skammaðist ekki. Skáti út í gegn,
blótaðir aldrei og síbrosandi með
augunum þannig að erfitt var að
sjá hvort þau væru opin eða lok-
uð. Þú varst alveg pollrólegur,
enginn æsingur þótt við tækjum
dætur þínar í burtu af heimili
þínu hverja á fætur annarri.
Stofnuðum heimili, þar sem þú
hjálpaðir til og hvattir okkur til
að framkvæma hlutina. Gafst
okkur trú á eigin getu, kenndir
okkur að standa við þær ákvarð-
anir sem maður tók, og svo vissi
maður að þú varst til taks ef eitt-
hvað bjátaði á. Við fengum allir
vinnu hjá þér við að mála, og kom
það sér vel að læra handbragðið.
Ótrúlega naskur varstu að
blanda réttu litina þegar þurfti
að mála einstaka fleti, og það var
varla til sú bygging í Reykjavík
sem þú hafðir ekki málað.
Við eigum eftir að sakna þín,
tengdapabbi, og hugsum um og
gleðjumst yfir því sem við gerð-
um saman, eins og að vera hjá
þér og tengdamömmu í sumarbú-
staðnum ykkar yndislega. Marg-
ar ferðir á golfvöllinn, í veiðiferð-
ir og í ferðum til útlanda. Til
dæmis þegar 50 ára brúðkaups-
afmælið ykkar var haldið og þið
buðuð fjölskyldunni út til Kanarí.
Vá, það var svo gaman, algjört
Brekkugerðisbrjálæði, enda
Brekkugerðisættin sem þú ert
ættfaðir af glimrandi skemmtileg
eins og þú skapaðir. Þú og
Madda voruð svo glæsileg, og nú
áttu þér svo sannarlega eilíft líf,
með yndislegum börnum þínum,
barnabörnum og barnabarna-
börnum. Við sjáum blikið í aug-
unum þínum í augum barna
þinna og góðmennskusvipurinn
erfist alla leið um ókomna tíð.
Elsku Gunni, takk fyrir allt.
Sveinn Sveinsson,
Hörður Adólfsson,
Bjarni Bjarnason.
Elsku afi, þú hefur alltaf verið
stór hluti af lífi okkar og við eig-
um svo margar góðar minningar
um þig. Við viljum með þessum
orðum þakka þér fyrir allt sem
þú gerðir fyrir okkur. Þú varst
alltaf til staðar og sagði aldrei
nei, t.d. þegar við báðum þig að
keyra okkur, hvort sem var á æf-
ingar eða eitthvað annað. Þú
kenndir okkur svo margt, að
spila golf, spila á spil, borða há-
karl og humar og svo margt
fleira. Við hefðum ekki getað
hugsað okkur betri afa og við eig-
um eftir að sakna þín mikið. Þeg-
ar við hugsum til baka munum
við eftir mörgum skemmtilegum
stundum með þér og ömmu. Öll-
um ævintýrunum sem við áttum í
sumarbústaðnum ykkar. Ótrú-
legt hvað þú gast borðað margar
moldarkökur og leyfðir okkur að
kveikja varðeld svo við gætum
grillað sykurpúða eða banana
með súkkulaði.
Við vorum líka mjög glöð þeg-
ar þið amma fluttuð í hverfið
okkar því þá gátum við komið
eftir fótboltaæfingar og fengið
eitthvað gott í svanginn. Þú
sýndir okkur alltaf mikinn áhuga
og gafst þér alltaf tíma til að
hlusta.
Afi, þú hafðir þann einstaka
hæfileika að vera alltaf brosandi
og við munum svo sannarlega
sakna þess að sjá ekki brosið þitt
aftur. Afi, ekki hafa áhyggjur af
ömmu því við lofum að hugsa vel
um hana.
Í hjarta mínu
blómstrar þú
og ávallt munt gera
ég mun aldrei gleyma þér
og því
sem þú hefur kennt mér
(Aron Ingi Sveinsson)
Takk fyrir allt, elsku afi.
Guðmundur Gunnar
og Aron Ingi.
Elsku afi minn, takk fyrir að
kenna mér svo margt. Á hverjum
jólum mun ég borða humar, bara
fyrir þig. Það verður skrýtið að
hafa þig ekki hjá okkur. Þú munt
alltaf eiga stærsta partinn í
hjarta mínu og ég mun aldrei
gleyma þér.
Þú varst besti og brosmildasti
maður sem ég hef kynnst og ég
mun aldrei gleyma hlátrinum
þínum og brosinu þínu. Þú lést
alla hlæja þegar þú hlóst.
Það skemmtilegasta sem ég
gerði var að koma í heimsókn til
þín. Það var svo gaman að fara í
sumarbústaðinn með þér. Þar
reyndum við að veiða mýs með
osti og þú hjálpaðir mér að finna
fallegustu blómin til að skreyta
drullukökurnar mínar.
Ég á svo margar minningar
um þig. Þegar ég kom til þín í
Seljahlíð tókst þú alltaf á móti
mér með fallega brosinu þínu.
Elska þig meira en allt annað.
Elska þig frá himni og til jarðar.
Þú og þitt fallega bros megi hvíla
í friði. Elska þig, afi minn.
Þín
Milla.
Elsku afi, nú ertu opinberlega
orðinn engill. Þú varst og ert mín
stoð og stytta, alltaf þegar ég
klúðraði stórt, þá varstu kominn
um hæl. Sem betur fer, því ég
klúðraði oft og oft þannig að ég
hringdi fyrst í þig og þú hringdir
svo í mömmu og pabba eftir á.
Þú varstu líka bara svo
skemmtilegur og svo mikill vit-
leysingur, oftast hlóstu svo mikið
að flestar myndir sem ég á af þér
eru ekki einu sinni í fókus. En
mikið er það dásamlegt! Kannski
prenta ég bara út heilan vegg
með hreyfðum myndum af þér,
það væri góð hugmynd.
Ég átti aldrei idol langt í
burtu, eins og t.d. Michael Jack-
son eða Madonnu. Mín idol hef ég
fundið í raunveruleikanum sem
eru nærri mér og þar hefur þú
alltaf verið efstur á lista. Þú ert
mín fyrirmynd. Fyrirmynd mín í
því hvernig maður kemur fram
við fólk og fyrirmynd mín í því
hvernig maður elskar. Því ef
maður elskar einhvern mikið þá
segir maður honum sannleikann,
þannig kenndir þú mér mest. Þú
skammaðir mig ekki, nei þú
hjálpaðir mér að sjá hvað ég var
að gera vitlaust, án þess að dæma
og á uppbyggilegan hátt. Fyrir
utan að ég veit að þú varst og ert
minn helsti stuðningsmaður og
auðvitað leyfðir þú mér að heyra
það. Síðustu ár hefur þú átt svo
erfitt með að tala, sérstaklega í
margmenni, þess vegna var ég
alltaf að reyna að ná á þig einan.
Þú varst nefnilega mikill visku-
brunnur og allt fram á okkar síð-
ustu stundu gátum við hlegið og
grátið saman. Elsku afi, þú varst
góð og stór manneskja.
Tíminn áður en þú dóst var
mjög erfiður fyrir mig, af því að
ég var svo langt í burtu með litla
lasna stráka og ég einfaldlega
gat ekki komið fyrr. Svo kom að
því að þú kvaddir þennan heim
og ég ennþá í Berlín þá sagði
hann, Óskar Snorri, 5 ára, það
besta: „Mamma, það er gott að
afi er dáinn, núna er honum ekk-
ert illt meira og loksins er hann
kominn til okkar. Hann var alltaf
svo langt í burtu á Íslandi en nú
er hann komin í hjartað okkar og
á himininn sem er alls staðar.
Það er miklu betra mamma!“
Ég veit ekki hvort það er
betra, en það er allavega líka
gott.
Auðvitað er ég döpur, en samt
er það ekki sterkasta tilfinningin
mín núna. Ég er aðallega glöð og
þakklát. Ég er þakklát að þú
varst afi minn, ég er þakklát fyrir
að hafa átt svona gott samband
við þig, ég er þakklát fyrir þig
sem fyrirmynd og allt það góða
sem þú hefur kennt mér og ég er
þakklát fyrir að þú fékkst að
deyja og ég er þakklát fyrir að
halda áfram út í lífið með þig í
hjartanu og á himninum.
Elsku afi, ég hlakka til að
koma í næsta partí með þér, þar
verða örugglega súkkulaðirúsín-
ur, salthnetur og mjög svo snjáð-
ur spilastokkur.
Koss og knús, þitt barnabarn
og vinur,
Margrét Rós Harðardóttir.
Guðmundur
Gunnar Einarsson
Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka,
HÓLMFRÍÐUR MARGRÉT
INGIBERGSDÓTTIR,
Hraunbæ 103, Reykjavík,
áður Langholtsvegi 155,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
miðvikudaginn 10. febrúar síðastliðinn.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 29.
febrúar kl. 15.
.
Pétur Ingibergsson, Guðfinna Hafsteinsdóttir,
Sólveig Ingibergsdóttir,
Hrefna S. Ingibergsdóttir, Rúnar Jónason
og frændsystkini.
Elsku móðir okkar, tengdamóðir og amma,
MARÍA EYGLÓ NORMANN,
er lést 8. febrúar síðastliðinn, verður
jarðsungin frá Fossvogskapellu
mánudaginn 29. febrúar klukkan 13.
.
Hugrún Ragnarsdóttir,
Hilmar Ragnarsson,
makar og aðrir aðstandendur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi, langafi og langalangafi,
HELGI SIGURJÓNSSON,
fyrrum bóndi, Torfum,
Eyjafjarðarsveit,
lést laugardaginn 20. febrúar
síðastliðinn að dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 29. febrúar
klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
öldrunarheimilin á Akureyri.
.
Sigríður Ketilsdóttir,
Smári Helgason, Anna Jóhannesdóttir,
Ketill Helgason, Anna Gunnbjörnsdóttir,
Sigurjón Helgason, Sólrún Sveinbergsdóttir,
Níels Helgason, Sveinbjörg Helgadóttir,
Jónína Helgadóttir, Kristján Gunnþórsson,
Guðjón Þór Helgason, Erla Halls,
Regína Helgadóttir,
Gunnhildur Helgadóttir,
afabörn, langafabörn og langalangafabörn.
Þökkum auðsýnda alúð og vinarhug við
andlát og útför
SIGRÍÐAR WILLIAMSDÓTTUR,
Hrauntungu 11, Kópavogi.
Sérstakar þakkir færum við sjúkraþjálfurum,
heimahjúkrun Kópavogs og starfsfólki
Lóulundar á Hrafnistu Boðaþingi fyrir
einstaka umönnun og hlýju.
.
Andrés Þ. Guðmundsson og fjölskylda.
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og góðar
kveðjur við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR Þ. STEFÁNSDÓTTUR,
Víðilundi 14c, Akureyri.
.
Auður Eyþórsdóttir,
Eyrún Eyþórsdóttir, Jónas Finnbogason
og fjölskyldur.
Ástkær sonur, bróðir, frændi og vinur,
SIGURBERGUR SVEINSSON,
Kringlumýri 4, Selfossi,
lést miðvikudaginn 17. febrúar 2016. Útför
hans fer fram frá Selfosskirkju mánudaginn
29. febrúar kl. 14.
.
Sveinn Sigurgeir Guðmundsson,
Bjarni Ólafsson, Guðný Ingibjörg Rúnarsdóttir,
Björn Ingi Sveinsson, Linda Ósk Ólafsdóttir
og frændsystkin.