Morgunblaðið - 26.02.2016, Page 27
lauk þaðan stúdentsprófi 1986. Þá
stundaði hann nám við Myndlista-
og handíðaskóla Íslands og út-
skrifaðist þaðan af málaradeild
1990, stundaði nám við Ecole des
Arts Decoratifs í Strassbourg í
Frakklandi 1991-94 og útskrifaðist
úr Multi-Media-deild skólans með
D.N.S.E.P.-gráðu.
Sigtryggur hefur starfað sem
myndlistarmaður frá námslokum.
Hann hefur haldið yfir 30 einka-
sýningar hérlendis og erlendis en
meðfram störfum að list sinni hef-
ur hann kennt, einkum við Mynd-
listaskólann í Reykjavík.
Sigtryggur sat í stjórn Mynd-
listaskólans í Reykjavík um árabil,
sat í Safnráði Listasafns Íslands
og innkaupanefnd um þriggja ára
skeið fyrir hönd Sambands ís-
lenskra myndlistarmanna.
Verk Sigtryggs er að finna í öll-
um helstu söfnum landsins. Þau
prýða ýmsar opinberar byggingar,
svo sem hús Hæstaréttar Íslands,
aðalbyggingu Háskóla Íslands og
byggingar Ríkisspítalanna.
Ferðalög og stangveiði
Sigtryggur hefur haft áhuga á
stangveiði frá því hann man eftir
sér: „Ég get nú ekki sagt að ég
eyði miklum tíma í veiðiferðir. En
ég hef mikla unun af því að veiða í
góðri á þegar ég er kominn á stað-
inn. Þá nýt ég hvers augnabliks.
Ég held t.d. mikið upp á Miðfjarð-
ará og skrapp þangað í fyrra.
Við hjónin ferðumst alltaf tölu-
vert mikið hér innanlands og eig-
um part úr fjallajörðinni Möðru-
vellir í Héðinsfirði, ásamt
mágkonu minni og svila. Þar er
skemmtileg silungsá sem gaman
er að renna í. Jörðin stendur
u.þ.b. tvo kílómetra fyrir ofan veg-
inn sem nú er kominn eftir að
göngin voru gerð, en þetta er
samt ennþá magnaður staður sem
við hjónin erum afar hrifin af.
Þarna er gott að koma, slaka á,
endurnærast og sækja innblástur
og hugmyndir í gróðurinn, náttúr-
una og formin í þessum magnaða
firði.“
Fjölskylda
Kona Sigtryggs er Tinna Gunn-
arsdóttir, f. 11.5. 1968, hönnuður.
Foreldrar hennar eru Gunnar
Magnússon, f. 4.8. 1933, hönnuður
í Reykjavík, og Guðrún Hrönn
Hilmarsdóttir, f. 21.3. 1934,
hússtjórnarkennari í Reykjavík.
Börn Sigtryggs og Tinnu eru
Hallbjörg Embla Sigtryggsdóttir,
f. 7.5. 1998; Tryggvi Kolviður Sig-
tryggsson, f. 25.10. 1999, og Bald-
vin Hrannar Sigtryggsson, f. 21.7.
2007.
Systkini Sigtryggs eru Jóhanna
Baldvinsdóttir, f. 21.9. 1961, lyfja-
fræðingur á Akureyri; Sigríður
Bjarney Baldvinsdóttir, f. 2.12.
1973, fiðluleikari í Stuttgart í
Þýskalandi.
Foreldrar Sigtryggs eru Bald-
vin Jóhannes Bjarnason, f. 22.4.
1940, kennari og fyrrv. skólastjóri
við Gagnfræðaskóla Akureyrar og
aðstoðarskólameistari við Verk-
menntaskólann á Akureyri, og
Róshildur Sigtryggsdóttir, f.
7.8. 1940, kennari. Þau eru búsett
á Akureyri.
Úr frændgarði Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar
Sigtryggur Bjarni
Baldvinsson
Róshildur Jónsdóttir
húsfr. á Akureyri
Jóhann Jóhannsson
sjóm. í Mjóafirði í S-Múlasýslu
Jóhanna Jóhannsdóttir
húsfr. á Akureyri
Sigtryggur Júlíusson
rakarameistari á Akureyri
Róshildur Sigtryggsdóttir
kennari á Akureyri
Margrét Sigtryggsdóttir
húsfr. á Akureyri
Júlíus Júlíusson
rafvélavörður á Akureyri
Freysteinn Bjarnason
verksmiðjustj. hjá Síldar-
vinnslunni á Neskaupstað
Margrét Sigtryggsdóttir
fyrrv. vígslubiskupsritari á Hólum
Aðalsteinn Júlíusson
vitamálastjóri
Bjarni Bjarnason
útgerðarm. og skipstj. á Súlunni á Akureyri
Árni Bjarnason
forseti Farmanna- og
fiskimannasambands Íslands
Jóhannes Gunnar Bjarnason
fyrrv. handboltakempa hjá KA, íþrótta-
kennari og fyrrv. bæjarfulltr. á Akureyri
Guðlaug María Bjarnadóttir
leikkona í Rvík
Sigríður Bjarnadóttir
kennari á Akureyri
Guðlaug Dagbjört Pétursdóttir
húsfreyja á Akureyri
Freysteinn Sigtryggur
Sigurðsson
verkam. á Akureyri
Sigríður Freysteinsdóttir
húsfreyja á Akureyri
Bjarni Jóhannesson
skipstj. og framkvstj. á Akureyri
Baldvin Jóhannes Bjarnason
skólastjóri á Akureyri
María Gunnarsdóttir
húsfr. í Flatey á Skjálfanda
Baldvin Jóhannes Bjarnason
hreppstj., kennari og vitavörður
í Flatey á Skjálfanda
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2016
Guðmundur Eggert fæddist íMiðgörðum í Grímsey 26.2.1909 og ólst þar upp. For-
eldrar hans voru Matthías Eggerts-
son, prestur í Grímsey, og Mundíana
Guðný Guðmundsdóttir, húsfreyja og
yfirsetukona, en þau eignuðust 14
börn. Prestsheimilið var gestkvæmt
menningarsetur þar sem fram fór
uppfræðsla, hjúkrun, sálusorgun og
læknastörf.
Matthías var sonur Eggerts Joch-
umssonar, skólastjóra í Hnífsdal,
bróður Matthíasar skálds sem ól
nafna sinn upp.
Eiginkona Guðmundar var Helga
Jónsdóttir, kennari og ritari, frá
Möðruvöllum í Hörgárdal og eign-
uðust þau dæturnar Maríu, hjúkr-
unarfræðing og tónlistarkennara,
Guðnýju, fiðluleikara og fyrrv.
konsertmeistara Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands, Rannveigu, félags- og
fjölskylduráðgjafa, og Björgu snyrti-
fræðing.
Guðmundur fékk ungur tilsögn í
orgel- og píanóleik hjá föður sínum,
var við tónlistarnám á Akureyri og
síðar hjá Páli Ísólfssyni organista.
Hann stundaði síðan nám í orgelleik
og tónlistarsögu í Berlín, Leipzig,
Köln og víðar í Þýskalandi í um sex
ár, en fór heim í millitíðinni, las til
stúdentsprófs á um einu og hálfu ári
og lauk stúdentsprófum frá MA.
Á framhaldsnámsárum Guð-
mundar var uppgangur nasismans í
algleymingi og þó Guðmundur væri
langt kominn í doktorsnámi, kaus
hann að halda heimleiðis, komst til
Danmerkur 31.8. 1939, daginn fyrir
innrás Þjóðverja í Pólland, og þaðan
heim til Íslands.
Guðmundur sem hafði m.a. lokið
prófi í uppeldisfræðí í Þýskalandi, hóf
tónlistar- og söngkennslu við KÍ, auk
þess að kenna þar þýsku og frönsku.
Auk þess kenndi hann tónlistarsögu
við Tónlistarskólann í Reykjavík um
skeið, sat í stjórn Félags íslenskra
tónlistarmanna og var formaður þess
og sá um tónlistarþátt í Ríkisútvarp-
inu sem hét Þetta vil ég heyra.
Guðmundur varð fyrsti organisti
og söngstjóri við Kópavogssöfnuð er
hann var stofnaður 1952.
Hann lést 17.7. 1982.
Merkir Íslendingar
Guðmundur E. Matthíasson
85 ára
Engilráð Óskarsdóttir
Erla Rebekka
Guðmundsdóttir
Ingibjörg Þórðardóttir
Sigríður Eiríksdóttir
Werner Ívan Rasmusson
80 ára
Guðni Ólafur Guðnason
Kristinn Sigurjón
Antonsson
75 ára
Jónas Skaftason
Margrét Stefánsdóttir
70 ára
Ásta Arnmundsdóttir
Erna Gunnarsdóttir
Karl Haraldsson
Ólafur Grétar
Guðmundsson
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Sigríður Björg Gísladóttir
Þorsteinn Þorsteinsson
Þuríður Jóhannsdóttir
60 ára
Andrés Hugo de Maaker
Anna Jóna Arnbjörnsdóttir
Elín Þóra Eiríksdóttir
Guðmundur Daði
Ágústsson
Hrafnhildur Sigurðardóttir
Jón Hallgrímur Sigurðsson
Kristín Guðbjörg
Guðnadóttir
Soffía Pétursdóttir
50 ára
Anna Magdalena Sívertsen
Birgir Kristjánsson
Björk Árnadóttir
Gyða Ólafsdóttir
Kristín Helga Pétursdóttir
Ólafur Jens Daðason
Petrea Emilía Pétursdóttir
Ragnar M. Kristjánsson
Roman Wieslaw Putyra
Sigríður Sigurðardóttir
Sigríður Þ. Þorsteinsdóttir
Sigrún Jóna Sigmarsdóttir
Sigtryggur Bjarni
Baldvinsson
Sæbjörg D. Kristjánsdóttir
40 ára
Arnór Guðni Kristinsson
Atli Már Daðason
Ásta Margrét
Benediktsdóttir
Elsa María Þór
Ester Ottesen Hauksdóttir
Ingi Örn Guðmundsson
Jenna Huld Eysteinsdóttir
Kristján Arnar Ingason
Rakel Sævarsdóttir
Stefán Birnir Sverrisson
Yngvi Jósef Yngvason
Örlygur Benediktsson
Örn Elvar Thorleifsson
30 ára
Alexandra Durand
Artur Miroslaw Gajek
Birgir Magnús Björnsson
Emilia Maria Mrugala
Gunnhildur Gísladóttir
Jón Ævar Tómasson
Karol Jan Fabrycki
Matthías Hjartarson
Michelle Alig
Olga Romanovna
Druzhinina
Tomasz Borkowski
Til hamingju með daginn
30 ára Matthías ólst upp
í Grafarvogi en býr í Kópa-
vogi og er í B.Sc-námi í
hátækniverkfræði við HR.
Maki: Eva Sjöfn Helga-
dóttir, f. 1987, M.Sc-nemi
í klínískri sálfræði við HR.
Dætur: Yasmin Ísold
Rósa Rodigues, f. 2002,
og Jökla Sól Matthías-
dóttir, f. 2015.
Foreldrar: Birgitta Lára
Matthíasdóttir, f. 1958, og
Hjörtur Hjartarson, f.
1957.
Matthías
Hjartarson
30 ára Gunnhildur ólst
upp í Álftagerði, býr á
Syðri-Hofdölum, lauk
prófum í grafískri miðlun
og ljósmyndun og er sjálf-
stæður ljósmyndari.
Maki: Trausti Valur
Traustason, f. 1983, bygg-
ingatæknifræðingur.
Synir: Gísli Frank, f.
2010, og Hrólfur Leví, f.
2012.
Foreldrar: Gísli Péturs-
son, f. 1951, og Ingibjörg
Sigfúsdóttir, f. 1953.
Gunnhildur
Gísladóttir
40 ára Örlygur ólst upp á
Bergsstöðum í Aðaldal,
býr á Eyrarbakka, lauk
lokaprófum frá Tónlistar-
háskólanum í St. Péturs-
borg og sinnir tónlistar-
kennslu og tónsmíðum.
Maki: Rebekka Þráins-
dóttir, f. 1968, aðjúnkt í
rússnesku við HÍ.
Foreldrar: Benedikt Arn-
björnsson, f. 1951, bóndi á
Bergsstöðum, og Ásdís
Þórsdóttir, f. 1954, ís-
lenskufræðingur.
Örlygur
Benediktsson
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Breiðumörk 1c, 810 Hveragerði / s. 483 4700 / info@hotelork.is / www.hotelork.is
Á Hótel Örk finnur þú fyrirtaks aðstöðu fyrir ráðstefnur, fundi, árshátíðir og aðra
mannfögnuði, fjarri skarkala borgarinnar. Á hótelinu eru sjö fundarsalir, allir útbúnir fullkomnum
búnaði. Salirnir taka frá 10 til 300 manns í sæti og því möguleiki á ýmsum útfærslum.
Fundir, ráðstefnur og árshátíðir