Morgunblaðið - 26.02.2016, Side 36
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 57. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
1. Alvarlegt slys í Gufunesi
2. Þungt haldinn á gjörgæslu
3. Virtist vera sokkin til botns
4. Grunaður um árás í Hafnarfirði
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Íslenski flautukórinn flytur 18. ald-
ar tónlist á upprunaleg barokkhljóð-
færi í Listasafni Íslands í dag kl.
12.10. Leikið verður á efri hæð safns-
ins þar sem sýningin Udstilling af is-
landsk kunst – upphaf kynningar á
íslenskri myndlist í Kaupmannahöfn
stendur yfir. Aðgangur er ókeypis.
Íslenski flautukórinn
með hádegistónleika
Í tilefni vetrarfrís
skólabarna bjóða
Bíó Paradís og
Stockfish upp á frí-
ar barnakvik-
myndasýningar. Í
dag verður kvik-
myndin Skýjahöllin
sýnd kl. 10 og
myndin Stikkfrí kl. 12. Báðar myndir
eru leyfðar öllum aldurshópum og er
frítt inn og allir velkomnir, svo lengi
sem húsrúm leyfir.
Bíó Paradís býður í
bíó í vetrarfríinu
Rúnar Þórisson heldur tónleika á
Græna hattinum í kvöld. Þar leikur
hann ásamt hljómsveit lög frá sóló-
ferli sínum auk þess sem nokkur
Grafíklög fá að hljóma. Í hljómsveit
Rúnars eru tvær dætur hans, Lára
og Margrét, sem
syngja, radda og spila
á hljómborð, Arnar
Þór Gíslason á
trommur,
Birkir
Rafn
Gíslason
á gítar og
Guðni
Finnsson á
bassa.
Rúnar Þórisson á
Græna hattinum
Á laugardag Hæg breytileg átt, léttskýjað og víða talsvert frost í
innsveitum, en þykknar upp um landið sunnanvert og dálítil él við
suðurströndina þegar kemur fram á daginn.
Á sunnudag Gengur í hvassa suðaustanátt. Hlýnandi veður.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Léttir til víðast hvar á landinu. Kaldast í inn-
sveitum norðaustanlands, en hiti kringum frostmark sunnanlands.
VEÐUR
Það verða Grótta og
Stjarnan sem mætast í úr-
slitaleiknum í bikarkeppni
kvenna í handknattleik í
Laugardalshöllinni á
morgun. Grótta vann
Hauka í æsispennandi og
tvíframlengdum leik,
30:29, en Stjarnan lagði
Fylki að velli, 26:21. Í
kvöld eru svo undan-
úrslitin í karlaflokki á dag-
skrá í Laugardalshöllinni.
»2-3
Grótta og Stjarn-
an í úrslitaleik
„Þetta er tvímælalaust stærsti sigur
íslenska kvennalandsliðsins í körfu-
knattleik fram til þessa.
Mér líður hrikalega vel
þrátt fyrir að vera lurk-
um lamin eftir þennan
leik. Ég er bara svo
glöð að allt annað
hverfur í skuggann
fyrir gleðinni,“ segir
Pálína Gunnlaugs-
dóttir, landsliðskona í
körfuknattleik, um
frækinn sigur Íslands á
Ungverjalandi í fyrra-
kvöld. »4
Allt annað hverfur í
skuggann fyrir gleðinni
Höttur eygir enn von um að halda
sæti sínu í Dominos-deild karla í
körfuknattleik eftir stórsigur á ÍR,
93:70, á Egilsstöðum í gærkvöld. KR
er einum sigri frá deildarmeistaratitl-
inum eftir að hafa lagt Grindavík með
nítján stiga mun. Snæfell vann yf-
irburðasigur á FSu og Stjarnan sigr-
aði Njarðvík í háspennuleik suður
með sjó. »2-3
Höttur eygir enn von um
að halda sér uppi
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Erla María Markúsdóttir
erla@mbl.is
Rannsókn Jóhönnu Katrínar Frið-
riksdóttur, doktors í miðaldafræð-
um, á eigendasögu handrita Kon-
ungs skuggsjár hér á landi leiddi
hana að óvæntum vísbendingum
um hlutverk kvenna í bókmenningu
og menntun.
„Ég hef áhuga á síðmiðöldum og
sérstaklega á ólíkri menningu milli
landsvæða og að fólk hafi verið að
lesa mismunandi sögur og texta á
ólíkum stöðum,“ segir Jóhanna.
Með því að skoða eigendasögu
handrita er hægt að komast að
ýmsu um handritin sjálf og í hvaða
tilgangi þau voru notuð. „Ég vissi
af hópi handrita frá Möðruvöllum
og þar leyndust 14 handrit af Kon-
ungs skuggsjá, inn á milli Íslend-
ingasagna og riddarasagna,“ segir
Jóhanna.
Mest lesið af konum í Eyjafirði
Konungs skuggsjá er norskt rit
sem samið var um miðja 13. öld við
hirð Hákonar Hákonarsonar kon-
ungs. Í ritinu er að finna ráðlegg-
ingar til kaupmanna, hirðmanna og
konunga. Jóhanna rakti eigenda-
sögu nokkurra af þeim 14 hand-
ritum sem hún fann og það kom
henni mikið á óvart að meirihluti
eigendanna var
konur. „Einn eig-
andinn var kona
úr Eyjafirði og ég
komst að því að
hún er skyld sama
fólki og hafði búið
til annað handrit
af Konungs
skuggsjá. Ég gat
hins vegar ekki
sannað það og
skoðaði því nafn
konu sem krotað hafði verið í hand-
ritin og gat einnig rekið hennar
ættir til Eyjafjarðar.“
Jóhanna starfar hjá Stofnun
Árna Magnússonar þar sem hún er
Marie Curie-styrkþegi og stundar
rannsóknir á bókmenntum og
handritamenningu síðmiðalda. Að-
spurð af hverju miðaldafræði urðu
fyrir valinu sem fræðigrein segir
hún: „Mér finnst heillandi að kom-
ast í snertingu við þennan tíma í
gegnum handritin. Sú staðreynd að
það var einhvern tímann fólk sem
hélt á þeim og las og lagði mikinn
kostnað í að búa þau til er einnig
heillandi.“ Jóhanna segir að það sé
margt í síðmiðaldafræðunum sem
eigi eftir að skilja betur og hyggst
hún rannsaka það. „Að mörgu leyti
er erfiðara að finna heimildir frá
þessum tíma. En þegar maður fer
að skoða þetta kemur í ljós mikil
dramatík, átök og valdabarátta,
sem gerir þetta svo skemmtilegt.“
Fjöldi kvennanna kom á óvart
Jóhanna rann-
sakaði eigendur
Konungs skuggsjár
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Miðaldir Jóhanna Katrín Friðriksdóttir, doktor í miðaldafræðum, komst að því að hópur íslenskra kvenna las Kon-
ungs skuggsjá. Áður var einungis talið að karlmenn hefðu lesið ritið, sem fjallar um ráð til kaupmanna og konunga.
Meðal þeirra 14 handrita af Konungs skuggsjá sem
Jóhanna skoðaði vakti eitt þeirra athygli hennar
sérstaklega. Handrit sem er merkt Halldóru Sig-
urðardóttur. „Ég hélt að handritið hefði bara verið
ætlað yfirstéttarkörlum. Hennar handrit var lítið
og fallegt og greinilega útbúið sérstaklega fyrir
hana. Mér fannst sérstakt að einhver skyldi velja
akkúrat þennan texta til að láta dóttur sína lesa,“
segir Jóhanna, sem hafði tengt textann við karla-
menningu. „Textinn er skrifaður fyrir son kon-
ungsins og í honum er einnig að finna leiðbein-
ingar um hirðsiði. Þetta er mjög karllægur heimur sem er
dreginn upp í textanum. Þess vegna kom mér á óvart að finna allar
þessar konur.“
KONUNGS SKUGGSJÁ Í EIGU KVENNA
Merkt Nafn Halldóru
má sjá neðst í ha
ndritinu.
Ekki bara fyrir yfirstéttarkarla