Morgunblaðið - 03.03.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.03.2016, Blaðsíða 1
ÁSKORUN AÐ NÝTA TÆKIFÆRINFISKUR OG FERÐAMENN Nýr Aston Martin DB11 hefur sportlegt og karlmannlegt útlit. Á Suðureyri gefur fyrirtækið Fisherman erlendum ferðamönnum innsýn í ís- lenskan sjávarútveg og fiskvinnslu. 6 VIÐSKIPTA 4 4 Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar, segir stærstu áskoranirnar í rekstrinum að nýta sem best tækifærin sem gefast á markaðnum. Unnið í samvinnu við FIMMTUDAGUR 3. MARS 2016 Kostnaðarsamir eiginfjáraukar Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að leggja tilgreinda eiginfjárauka á ís- lensk fjármálafyrirtæki en tilkoma þeirra byggist á sameiginlegu reglu- verki Evrópuríkja. Veldur reglu- setningin því að viðskiptabankarnir þrír munu, frá 1. mars 2017, þurfa að mæta eiginfjárauka sem nemur 8,5% af eigin fé þeirra en fram að þeim tíma mun krafan fara hækkandi. Eiginfjáraukarnir koma til við- bótar þeim lágmarks eiginfjár- grunni sem þeim er ætlað að búa yf- ir. Eiginfjáraukunum má aðeins mæta með eiginfjárliðum sem teljast til eiginfjárþáttar A (e. Tier-1). Þeim er skipt niður á fjóra þætti, þá er lúta að kerfisáhættu, kerfislægu mikilvægi og þá eru lagðir á aukar til sveiflujöfnunar og verndunar. Segir FME í rökstuðningi sínum fyrir álagningu eiginfjáraukanna að töluverð kerfisáhætta sé til staðar hérlendis og að það tengist smæð hagkerfsins, samþjöppun atvinnu- greina, breytileika í fjármagnshreyf- ingum og gengissveiflu. Jón Guðni Ómarsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Íslands- banka segir eiginfjáraukana auka kostnað kerfisins. „Hertar eiginfjár- kröfur minnka áhættu í rekstri fjár- málastofnana, en á sama tíma leiða þær til aukins kostnaðar. Til að við- halda arðsemi á eiginfé banka og að því gefnu að ekki sé hægt að ná fram hagræðingu á móti hefur hækkun eiginfjárkrafna um 1 prósentustig þau áhrif að vaxtamunur þarf að aukast um um það bil 0,05%, en fer það þó nokkuð eftir samsetningu eignasafnsins. Það er því mikilvægt að jafnvægis sé gætt í auknum eig- infjárkröfum.“ Stefán Pétursson, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Arion banka, segir að meta þurfi hvort eiginfjár- aukarnir séu of umfangsmiklir. „Við treystum því hins vegar að FME muni taka til endurskoðunar hluta af þeirri eiginfjárbindingu sem hingað til hefur verið gerð krafa um í innra- matsferli bankans. Það virðist sem svo að í innramatsferlinu sé að nokkru leyti horft til sömu áhættu- þátta og eiginfjáraukunum er ætlað að taka til. Þarna á ég einkum við eiginfjárauka vegna kerfisáhættu en gerð er krafa um eiginfjárbindingu vegna ýmissa áhættuþátta í íslenska hagkerfinu bæði í innramatsferlinu og í nýjum eiginfjáraukum.“ Hreiðar Bjarnason, framkvæmda- stjóri fjármála hjá Landsbankanum, segir líkt og Jón Guðni og Stefán að eiginfjáraukarnir komi ekki á óvart en að þeir geti styrkt bankana. „Eiginfjáraukarnir koma okkur ekki á óvart og Landsbankinn er vel í stakk búinn til að mæta þeim kröf- um sem í þeim felast. Það er í sjálfu sér jákvætt að gerðar séu ríkar kröf- ur til bankanna í þessum efnum og þær ættu að öðru óbreyttu að hafa jákvæð áhrif á þau kjör sem bjóðast við lánsfjármögnun bankans.“ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is FME hefur tilkynnt um nýjar eiginfjárkvaðir á fjármála- fyrirtæki sem mun leiða til hærri kostnaðar í kerfinu og þar með fyrir neytendur. 1% 6% 6,75% 7,5% 8,5% Heimild: Fjármálaeftirlitið jan. 2016 apr. 2016 júní 2016 jan. 2017 mars 2017 Þróun eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki 10% 8% 6% 4% 2% 0% Úrvalsvísitalan EUR/ISK 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 02. 09. ‘15 02. 09. ‘15 02. 03. ‘16 02. 03. ‘16 1.891,49 1.579,89 150 148 146 144 142 140 144,8 140,83 Sigrún Ragna Ólafsdóttir segir að á sama tíma og tryggingafélög skilji samfélagslegt mikilvægi sitt og byggi á þeirri hugmyndafræði að deila áhættu og þunganum af því þegar eitthvað bjátar á muni tryggingar í auknum mæli taka mið af þeirri áhættu sem hver og einn tekur. Það mat geti náð til margra ólíkra þátta, til dæmis þegar ökutækjatryggingar eru annars vegar. „Tryggingar verða í ríkara mæli verðlagðar með tilliti til áhættu hvers og eins. Það verður ekki eitt verð á línuna heldur má til dæmis ætla að iðgjöld ökutækjatrygginga geti tekið mið af því hvernig bíl fólk ekur, hvernig hann er á litinn og hversu öruggur hann er.“ Einstaklingsmiðaðri tryggingar Morgunblaðið/Styrmir Kári Sigrún Ragna segir tækifæri til hag- ræðingar í starfsemi tryggingafélaga. Á komandi árum munu ið- gjöld í auknum mæli verða sniðnar að áhættu hvers og eins tryggingataka. 8 Þótt helstu tæknifyrirtæki heimsins keppi nú um foryst- una í þróun sýndarveruleika er enn langt í almenna notkun. Sýnd veiði en ekki gefin 10 BMW, Benz og Audi hafa löngum keppt sín á milli í bún- aði og tækni en nú eru keppi- nautarnir orðnir Google og Apple. Spólað í nýja keppinauta 11 Íslenskur byggingariðnaður, skipulagsmál og mannvirkjagerð Laugardalshöll 3.–6. mars Stórsýningin Verk og vit 2016 PO RT HÖ NN UN www.verkogvit.is Verið velkomin á glæsilega sýningu!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.