Morgunblaðið - 03.03.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.03.2016, Blaðsíða 16
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidskipti@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar Sími 5691111, augl@mbl.is. Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTA VIÐSKIPTI Á MBL.IS Uppsagnir hjá NOVA 94 milljóna gjaldþrot Laundromat Gylfi með 1,5 milljónir á dag Höfnuðu hærra tilboði í Fáfni Dýru hverfin hækka ekki mest Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Samið hefur verið við bandarísku verslanakeðjuna Hot Topic, sem rekur hátt í 700 verslanir víða um Bandaríkin, um dreifingu á leik- fangalínu frá Tulipop. Tulipop var stofnað árið 2010 af Signýju Kolbeinsdóttur, vöruhönn- uði og teiknara, og Helgu Árnadótt- ur, tölvunarfræðingi og MBA. Vörur félagsins hafa verið seldar í versl- unum á Íslandi og í fjórtán löndum utan Íslands, auk þess að vera seldar á eigin vefsíðu. Helga segir að ný lína af Tulipop- leikföngum hafi verið frumsýnd á sýningunni New York Toy Fair í febrúar. Sú vörulína hafi verið af- rakstur samstarfs Tulipop við bandaríska leikfangaframleiðand- ann Toynami, sem Tulipop samdi við í fyrra. Mun vörulínan jafnframt fara í dreifingu í gegnum dreifingar- aðila Toynami á 17 mörkuðum, auk þess að fara í sölu á Íslandi. Helga segir vörulínuna afrakstur 9 mánaða samstarfs Tulipop við hönnunarteymi Toynami. Til að byrja með nær vörulínan til ríflega 20 vörutegunda. Fyrst koma á markað Tulipop-bangsar sem dreift verður í verslanir í sumar og í haust bætast við vínylfígúrur með Tuli- pop-karakterum, auk fleiri nýjunga. „Þetta er svokallaður nytjaleyfis- samningur. Toynami-leikfangafram- leiðandinn sér um hönnun, vöruþró- un, sölu og markaðssetningu á línunni. Við fáum höfundarréttar- greiðslur sem eru prósenta af verð- mæti sölunnar. Signý, yfirhönnuður hjá okkur, vinnur náið með hönn- unarteymi Toynami,“ segir Helga. Ljósmynd/Tulipop/Birt með leyfi Mark Freedman frá Surge Licensing, umboðsaðila Tulipop í N-Ameríku, George Sohn frá Toynami, Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir. Tulipop dreift í 700 verslanir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vörulína frá íslenska leik- fangafyrirtækinu Tulipop er að fara í dreifingu í verslanir um gervöll Bandaríkin. Hún verður í sölu víða um heim. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Ríkið fékk margar verðmætareignir í fangið í formi stöð- ugleikaframlags frá slitabúum föllnu bankanna. Vissulega hefur eignarhluturinn í Íslandsbanka vakið mesta athygli en þær eru sannarlega miklu fleiri. Í fyrstu var lagt upp með að þessar eignir yrðu færðar í félag í eigu Seðlabanka Ís- lands. Nú hefur meirihluti efna- hags- og viðskiptanefndar hins veg- ar lýst þeirri skoðun sinni að það sé ekki heppileg ráðstöfun og það er óhætt að taka undir með nefnd- inni. Seðlabankinn á ekki að vasast með þessar eignir og sagan af Hildu ehf. var eflaust vítið sem varast vann. En nefndin fyrrnefnda leggur tilað eignirnar verði fluttar í einkahlutafélag sem heyra mun undir fjármála- og efnahagsráðu- neytið. Mun ráðherra skipa stjórn félagsins. Í nefndarálitinu eru mörg orðhöfð um sjálfsagða hluti og virð- ist sem höfundar þess telji að með því verði öllu réttlæti fullnægt. Þar má þó greina eitt ágætt orð sem öllu skiptir og yfirskyggir mik- ilvægi allra annarra. Gagnsæi. Þegar eignirnar verða komnar íhið nýstofnaða félag er von- andi að menn beri gæfu til að aug- lýsa þær til sölu á opinberum vett- vangi þar sem allir munu hafa kost á því að bjóða í þær. Hæsta verðið muni svo ráða úrslitum. Sú aðferð hefur að geyma einu „armslengd- arsjónarmiðin“ sem tjáir að nefna. Hitt eru bara orð sem engu skipta þegar upp er staðið. Armslengd og gagnsæiEinhver langvinnasta vinnudeilaí manna minnum stendur nú yfir í Straumsvík, þar sem hálf- gerðu ekki-verkfalli er beitt gegn möguleikum til útskipunar þeirra verðmæta sem framleidd eru í verksmiðjunni. Deilan sú hefur tekið á sig ýmsar myndir og nú hefur Sýslumaðurinn á Höfuð- borgarsvæðinu kveðið upp úr- skurð þess efnis að forstjóri fyr- irtækisins, framkvæmdastjórar, starfsmannastjóri og stjórn- armenn megi taka til óspilltra málana og lesta flutningaskip af hinum verðmæta en fislétta málmi. Fyrirtækið hafði óskað eftir þvíað 34 starfsmenn fengju heimild til að bretta upp ermarnar en á lista sýslumannsins eru 15 manns í hinum útvalda hópi. Í gær var svo hluti hans að störfum á kajanum í Straumsvík. Deilan er orðin farsakennd ogþeir sem ekki eiga aðild að henni hljóta, rétt eins og þeir sem það gera, að velta fyrir sér hversu lengi þetta geti staðið með þessum hætti. Ljóst er að stjórnendur og stjórnarmenn munu ekki til lang- frama sinna hinum verklegu þátt- um. Auk þess má gera ráð fyrir því að ef mótleikur þeirra í vinnu- stöðvuninni haldi áfram og heppn- ist muni viðsemjendur þeirra grípa til annarra ekki-verkfalla. Hversu mikið lýsi sem stjórn-endurnir innbyrða er engin leið fyrir þá að ganga í öll þau störf sem mögulegt er að leggja niður með einum eða öðrum hætti í álverinu. Allt ál í stál í Straumsvík Morgunblaðið/Golli Stjórn og yfirmenn Rio Tinto Alcan ferma skip í Straumsvíkurhöfn. Á hlaupársdegi voru skráðar 36 ferðir frá Keflavíkurflugvelli. Þær koma til viðbótar hinum hefðbundnu dögum. Hlaupárið hafði áhrif á flugferðir 1 2 3 4 5 Í áratugi höfum við safnað saman mikilli reynslu með vinnu við ýmsar aðstæður og við margar mismunandi gerðir hitakerfa. Þess vegna getum við boðið réttu tengigrindalausnina fyrir þitt hitakerfi. Lausn sem byggir á áratuga reynslu við val á stjórnbúnaði fyrir íslenskar hitaveituaðstæður. Danfoss hf. • Skútuvogi 6, • 104 Reykjavík. • Sími: 510 4100 Danfoss tengigrindur fyrir hitakerfi að þínum óskum fyrir allt að 25MW afl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.