Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.06.1993, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 03.06.1993, Blaðsíða 4
3. JUNI 1993 VÍkurfréttir Fastcigna þjónusta Suðumesja K FASTEIGNA-& SKIPASALA Vatnsnesvegi 14 - Keflavík - Sími 13722 Greniteigur 18, Keflavík Rúmgott einbýlishús á tveimur hæðum. 4 svefnh. Skipti möguleg. 8.500.000,- Suðurgata 31, e.h. Sandgerði Um 225 fer. efri hæð í tvíbýlishúsi með bílskúr. Mjög rúmgott. 4 svefnh. Skipti möguleg. Tilboð. Suðurgata 48, Keflavík Um 140 ferm. parhús á tveimur hæðum. 4 svefnh. Hagstæð lán áhvílandi. 8.000.000.- Hringbraut 66, e.h. Keflavík Mjög rúmgóð 5 herbergja efri hæð ásamt bílskúr. Mikið endurnýjað, m.a. lagnir, ofnar, gluggar, gler og rafmagn. Tilboð. Heiðarholt 13 Rúmlega 100 ferm. parhús ásamt 29 ferm. bílskúr. Parket, við- arinnréttingar og skápar. Skipti á eign í Sandgerði möguleg. “ 9.700.000.- Tjarnargata 9, e.h. Sandgerði Eldra einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Mikið endumýjað, m.a. rafmagn, skólp og gluggar. 7.000.000.- Hringbraut 65, Keflavík Um 175 ferm. mið- og efri hæð á- samt 38 ferm. bílskúr. Eignin hefur öll verið endurbyggð. Skipti möguleg. 10.500.000.- Brekkustígur 8, Njarðvík Um 115 ferm. einbýlishús ásamt 30 ferm. bílskúr. Mikið endurnýjað. Skipti möguleg á ódýrari eign. 9.300.000.- Holtsgata 26, Njarðvík Eldra einbýlishús á góðum stað. Þarfnast lagfæringar. 3.500.000.- Hringbraut 83, n.h. Keflavík Um 60 ferm. 2ja herbergja íbúð á neðri hæð í tvíbýli. 3.800.000.- Suðurgata 38, e.h. Sandgerði 4ra herbergja íbúð á efri hæð. Áhvílandi byggsj. 2.400.000. 5.300.000.- Brekkustígur 33a Njarðvík Um 74 ferm. 3ja herbergja íbúð á annari hæð. Áhvílandi byggsj. ca. 4.000.000.- 5.900.000.- Keflavík: Útitónleikar með Gunnari Þórðarsyni Björk Guðjónsdóttir, bæjar- fulltrúi og formaður menning- arnefndar Keflavíkur lagði fram tillögu á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag um afhjúpun á lista- verki Erlings Jónssonar sem sett hefur verið upp í skrúðgarði Keflvíkinga. Leggur Björk til að afhjúpunin fari fram miðviku- daginn 16. júní kl. 20. Var Menningarnefndinni falið að finna tíma til þess verks og er þetta niðurstaða málsins. Kom frant hjá Björk að Gunnar Þórð- arson. listamaður Ketlavíkur 1992 byðist til að halda útitón- leika á staðnum eftir afhjúp- unina. Samþykkti bæjarstjórn Kefla- víkur tillöguna samhljóða. Kom frant hjá bæjarfulltrúum að ef veður leyfði gæti útitónleikarnir haft mikið aðdráttarafl í mið- bæinn þessa kvöldstund. Bæjarstjórn Keflavíkur: Meirihlutinn þoldi illa óbendingu Nokkuð sérstakt og skemmti- legt andrúmsloft skapaðist á fundi bæjarstjómar Keflavíkur við síð- ari umræöu um ársreikninga bæj- arsjóðs á bæjarstjórnarfundi síð- asta þriðjudag. Þar llutti minnihluti bæjarstjórnarinnar bókun. sem varð til þess að meirihlutinn varð í fyrstu óviss hvemig taka átti á málum. Eftir nokkuð karp milli manna, sáu menn að hér var fremur um á- bendingu að ræða en gagnrýni. Bókunin var svohljóðandi: „Við undirritaðir bæjarfulltrúar Alþýðuflokks bendum á eft- irfarandi staðreyndir við af- greiðslu ársreikninga Kefla- víkurbæjar fyrir árið 1992: 1. Skuldir milli áranna 1991- 1992 hækka um 22 milljónir. 2. Skuldir frá árslokum 1989 hafa hækkað úr 521 milljón í 574 milljónir samkvæmt fyr- irliggjandi reikningum eða um 53 milljónir. 3. Skuldaaukning á hvern íbúa milli ára er hækkun úr 74 þús- undum í 77 þúsund á árinu 1992. 4. Skatttekjur milli áranna 1991-1992 hafa aukist um 28 milljónir. 5. Skatttekjur milli áranna 1989-1992 hafa aukist um 105 milljónir. 6. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur gefið Keflavíkurbæ tekjur sem nemur 90 milljónum króna á árinu 1992. 7. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur gefið Keflavíkurbæ 225 milljónir í tekjur sl. þrjú ár. 8. Tekjur í reikningunum undir liðnum önnur mál, eru frá Vatns- veitu og Helguvík upp á 90 millj- ónir króna. Með hliðsjón að framansögðu er ljóst að meirihluta Bæj- arstjórnar Kefiavíkur, þ.e. full- trúum Sjálfstæðis- og fram- sóknarmanna, hefur ekki tekist að ná þeim markmiöum sínum sem þeir settu sér í upphafi kjör- tímabils að lækka skuldir bæj- arfélagsins. Aformin voru þau að greiðaniðurskuldirum 10% á ári. þannig að skuldastaða ætti að vera 380 milljónir árið 1992, en er 574 milljónir. Þrátt fyrir að allar ytri að- stæður væru núverandi meirihluta í hag á þessu þriggja ára stjórn- unarskeiði, þar sem verðbólga var lægri en á nokkru öðru tímabili. engar launadeilur né þensla á vinnumarkaði, nafnvextir með lægsta móti, fastgengisstefna ráðandi og stöðugleiki á l'jár- málamarkaði hefur honum enn ekki tekist ætlunarverkið. A sama tíma hefur meiri- hlutinn notið ákvarðana Al- þýðuflokksmanna frá fyrra kjör- tímabili, bæði hvað varðar rekstur og nýframkvæmdir. Akvarðanir sem honum voru ekki að skapi en hafa greinilega fleytt honum yfir erfiðasta hjallann í rekstri bæj- arfélagsins miðað við tvo síðustu ársreikninga og hjálpað til að endar næðu saman. Akvörðun um útsvarsprósentu eða samningar unt Vatnsveitu og Höfnina í Helguvík eru allt verk Al- þýðuflokksmanna. Hvað varðar nýframkvæmdir Itefur meiri- hlutinn lítið gert annað en að vfgja þau mannvirki sem Al- þýðuflokksmenn voru langt komnir nteð á síðasta kjör- tímabili. Undirritaðir bæjarfulltrúar Al- þýðuflokks þakka fagmannlega unnin ársreikning. sem erglöggur og greinargóður og gefur rétta mynd af afkomu bæjarsjóðs árið 1992. Guðfinnur Sigurvinsson, Anna Margrét Guðmundsdóttir, Krist- ján Gunnarsson, Vilhjálmur Ket- ilsson." Eftir að bókunin var lögð fram mótmæltu Ellert Eiríksson og Drífa Sigfúsdóttur því að lofað hafi verið greiðslu skulda upp á 10%. Þau hafi verið 4%, síðan hafi fallið á bæjarsjóð bæj- arábyrgð frá fyrri meirihluta vegna Jöfurs KE upp á 30 millj- ónir og keyptur hafi verið 42 milljóna kr. hlutur í Stakksvík, svo eitthvað sé nefnt. Þá sögðu þau ýrnsar aðrar villur vera í biikuninni sem svarað yrði á næsta bæjarstjórnarfundi. Nánar er fjallað um málið í MOLUM í dag. ♦ Við opnun Hæfingarstöðvarinnar f.v. Anna Margrét Guðmundsdóttir, fuiltrúi í Stjórnarncfnd uni málefni fatlaðra; Sigríður Daníelsdóttir, forstöðumaður Hæfingarstöðvarinnar; Þór Þórarinsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi; Eiríkur Hilmarsson, formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum; Margrét Magnúsdóttir, deildarstjóri Félagsmálaráðuneytis; og Arnþór Helgason, formaður Öryrkjabandalags íslands. Mvnd: epj. Hæfingastöð fatlaða opnuð Langþráður draumur að veruleika Það var stór stund varðandi málefni fatlaða á föstudag er Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra opnaði nýja hæfingastöð að Hafn- argötu 90 í Keflavík. Þar er boðið upp á daglega iiðju fyrir fatlaða Suðurnejabúa sem ekki eru í stakk búnir til amennrar atvinnu. Starfsemin miðaf að því að auka haæfni fatlaðra til sjálfs- bjargar og virkrar þátttöku í sam- félaginu í lífi og starfi. Gert er ráð fyrir að hæfingarstöðin geti verið áfangi á leið fatlaðra til atvinnu á almennum vinnumarkaði. Auk hæl'ingarstöðvarinnar verður í hinum nýju húsakynnum starfækt alhliða þjónustumiðstöð fyrir fatlaða á Suðurnesjum. Þar verður Suðurnesjaútibú Svæð- isskrifstofunnar staðsett og sér- fræðingar Svæðisskrifstofu með fasta viðveru. Forstöðumaður Hæfingar- stöðvarinnar. er Sigríður Dan- íelsdóttir. sem áður veitti leik- fangasafni Þroskahjálpar á Suð- urnesjum forstöðu. Verktaki við hæfingastöðina var Trésmíða- verkstæði Stefáns og Ara og hlaut mikið lof fyrir eindæma góðan frágang og vinnu við verkið.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.