Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.06.1993, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 03.06.1993, Blaðsíða 14
14 3. JÚNí 1993 Víkurfréttir Um áhugamál Víkurfrétta Ritstjórar Víkurfrétta. Eg sendi ykkur þetta bréf sem Suðurnesjamaður. Eg sendi ykkur þetta bréf vegna þess að mér ofbýður ritstjórnastefna ykkar. I sjálfu sér kemur mér ekki við hvaða stefnu þið fylgir - og þó. Blað ykkar er lesið um öll Suðumes. Það berst líka víða um land. Sumir halda því fram að menningarstig þjóðar megi greina af skrifum fréttablaða - þau séu nokkurs konar þjóð- arsál. Hafandi flett Vík- urfréttum síðustu mánuði mætti því ætla að menningarstig Suð- urnesja væri bundið við ungar stúlkur á sundbolum eða hálf- gagnsæjum nærfötum. Nú hafa ugglaust margir gaman af öllum þessum kroppasýningum sem Víkurfréttum sinna af jafn mik- illi alúð og raun ber vitni. Eg leyfi mér samt að fullyrða að á- hugi Suðurnesjabúa nær til mun fleiri sviða. Þess vegna harma ég að þau svið skuli ekki eiga upp á pallborð Víkurfrétta. Eg fullyrði að ríkjandi stjórn- arstefna endurspeglar á engan hátt þá atburði er gerast hér suður með sjó. Af þeim sökum finnst mér blaðið bregðast hlut- verki sínu sem „Fréttablað Suð- urnesja". A síðustu mánuðum hafa ungar stúlkur, allt niður á grunnskólaaldur, átt drýgsta at- hygli ykkar fyrir það eitt að hafa spókað sig opinberlega létt- klæddar. Aðrir atburðir, af ó- líkum toga, hafa hins vegar ekki hlotið náð fyrir fréttamati ykkar. Einn þeirra er t.d. brautskráning 76 nemenda frá Fjölbrautaskóla Suð- urnesja. Þeir tæplega 600 gestir, er voru viðstaddir þá hátíðlegu at- höfn, virðast á öðru rnáli en þið. Þá hefur ekki staðið á ykkur að birta fréttir af fegurðarsamkeppni Njarðvíkurskóla. Færra heyrist þó af annari starfsemi í þeim mæta skóla, rétt eins og starf hans snúist bara um fegurð kroppsins. Víkurfréttir og aðrir I fyrsta sinn frá því bréfritari hóf stöf við FS er ekki misst einu orði á brautskráningu nemenda í „Blaði Suðurnesjamanna". Hins vegar er miðopna blaðsins helguð rétt einni ungmeyjasýningunni, svona til viðbótar við allar hinar er blaðið hefur haldið að lesendum sínum síðustu mánuði. Sama dag og um- rætt tölublað kom út sá ég hér- aðsblað Skagfiröinga, Feyki. Að vanda var þar fjallað um braut- skráningu nemenda Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra. Mér er kunnugt um það að flest héraðsblöð hafa sama hátt á og birta ávallt fréttir af skólaslitum. Þau hafa m.ö.o. aðra skoðun en Víkurfréttir á því hvað teljast tíð- indi. Þá virðast blöð eins og Feykir fremur leita að hinu jákvæða og gleðilega í Skagafirði fremur en að hamast að mestu á hinu neikvæða, svo ekki sé misst á persónulegar ofsóknir á hendur einstaklingum. Hvað er frétt? Tilefni þessa bréfs er sú stað- reynd að Víkurfréttir kusu að þegja þunnu hljóði um skólaslit FS að H jálmar Árnason þessu sinni. Segja má að það sé kornið sem l'yllti mælinn og leiðir hugann að almennu fréttamati blaðsins. Reynslan sýnir að rit- stjórar þess kjósa jafnan að eiga síðasta orðið þegar þeir verða fyrir gagnrýni. Því skal fram tekið að efna þessa bréfs hefur ekkert með persónuna Hjálmar Árnason að gera, ekki skólameistarann né heldur Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Málið snýst um það hvort unnt sé að viðurkenna það sem jákvæða frétt að 76 nemendur útskrifuðust - hvort svæðinu sé það einhver vegsauki. Þó ritstjórar séu þeirrar skoðunar að svo sé ekki þá er tjöldi annarra því mati ósammála. Nú bið ég ritstjóra að skjóta sér ekki á bak við það að þeim hafi ekki verið kunnugt um skólaslitin. Það bæri vott um lélegt fréttanef. Auk þess hafið þið ávallt verið látnir vita en ekki hirt urn að senda fréttamann. Gleði nemendanna 76 og að- standenda þeirra yfir útskriftinni er frétt í sjálfu sér - ekki síður en á- ægja ykkar yfir þátttöku rúmlega 10 ungmeyja í fyrrgreindri keppni. Við skólaslit má einnig finna margar jákvæðar fréttir, sé vilji fyrir hendi. Gæti verið fréttaefni að heyra viðhorf skiptinema frá Þýskalandi eða Venezuela eftir eins árs búsetu á Suðurnesjum? Gæti verið frétt að ræða að Daníel Guðbjartsson um þátttöku í Olympíulandsliði Islands í stærð- fræði öðru sinni? Eða allan þann aragrúa verðlauna sem hann sóp- aði til sín? Gæti verið frétt að Rúnar Valdimarsson útskrifaðist með 220 einingar og setti þannig nýtt met? Gæti verið fréttamynd þegar Ragnhildur Guðmunds- dóttir. gengin rúma átta mánuði með barni, tók við prófskírteini? Og þannig mætti áfram telja. Eg trúi því að margir telja slíka at- burði til jákvæðra og skemmtilegra frétta - ekkert síður en enn ein opna ykkar af fegurðarkeppni. Eg neita að trúa því að útskirftar-hópurinn þurfi að koma fram á sundfötum til að ná athygli ykkar. Ágætu ritstjórar. Þið hafið verið boðberar þess að Suð- urnesjabúar versluðu og aug- lýstu „heima". En þá nokkuð ó- sanngjörn krafa á hendur ykkur að þið í staðinn greinduð frá helstu atburðum er gerast heima og látið ráða fremur al- mannaheill en stöðugt vaxandi áhuga ykkar á ungmeyjum? Suðurnesjum í maílok 1993 H jálmar Árnason Fró ritstj. Við þökkum Hjálmari Árna- syni fyrir þessi skrif. því hvað er blaði eins og „Blaði Suð- urnesjamanna", meira virði en að fólkið sem les það láti í Ijós skoðun sína á innihaldinu. Betra væri að fleiri gerðu slíkt. Varðandi fréttaflutninginn af brautskráningunni í FS viljum við harma það að atburðurinn lór þó furðulegt sé alveg fram hjá fréttamöiinum blaðsins. Það má vel vera að fréttanefið sé eitthvað orðið lasið, en vonandi hressist það þá fljótt á ný. Með kveðju Ritstj. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Vatnsnesvegi 33, Keflavík, fimmtudaginn 10. júní 1993 kl. 10:00, áeftirfarandi eignum: Austurvegur 8, Grindavík, þingl. eig. Hólmfríður Friðsteinsdóttir, gerðarbeiðandi Bæjarsjóður Grindavíkur. Borgarhraun 8, Grindavík, þingl. eig. Einar Bjami Bjarnason, gerð- arbeiðandi Bæjarsjóður Grinda- víkur. Brekkustígur 15, efri hæð, Njarðvík, þingl. eig. Ástríður Guð- mundsdóttir, gerðarbciðendur Gjaldheimta Suðumesja, Ásdís Friðriksdóttir og Islandsbanki hf. Kellavík. Eldhamar GK-13, skipaskránr. 1115, þingl. eig. Eldhamar hf., gerðarbeiðendur Dröfn hf, Lands- banki Islands Isafírði, Landsbanki Islands, Sparisjóður Norðljarðar, Sýslumaðurinn í Keflavík og Vari hf. Faxabraul 27e, Kcllavík. þingl. eig. Torfi H. Sigurðsson, Ragn- heiður Sigurðardóttir og Gréta Sig- urðardóttir, gerðarbeiðandi Veð- deild Islandsbanka hf. Framnesvegur 11, Keflavík, ás. vélum og tækjum og öllu sem fylg- ir, þingl. eig. Örn Erlingsson, Þor- steinn Erlingsson og Jökulhamrar hf„ gerðarbeiðendur Gjaldheimta Suðurnesja og Landsbanki Islands. Gerðavegur 32, Garði, þingl. eig. Nesfiskur hf, gerðarbeiðandi Gjaldheimta Suðurnesja. Gónhóll 18, Njarðvík, þingl. eig. Hilmar Hafsteinsson, Sigurvin Æ. Sigurvinsson. og Bergþóra Sig- urjónsdóttir, gerðarbeiðendur Hús- næðisstofnun ríkisins og Líf- eyrissjóður verslunarmanna. Grófin 13c, Keflavík, þingl. eig. Guðmundur Björgvinsson, gerð- arbeiðandi Ragnar Brynjar Hjelni. Grófin 5, iðnaðarhús, Kefiavík, þingl. eig. Trésmiðja Þ. Guð- jónsson hf„ gerðarbeiðendur Gjaldheimta Suðurnesja og Sýslu- maðurinn í Kefiavík. Heiðargerði 19, Vogum. þingl. eig. Lífeyrissjóður Suðurnesja, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Jóhanna Jóhannsdóttir. Holtsgata 24, Sandgerði. þingl. eig. Júlíus Helgi Einarsson og Sveinbjörg Eiríksdóttir. gerðar- beiðandi Gjaldheimta Suðurnesja. Hraðfrystihús og útgerðarst. ás. vélum, tækjum og áhöldum, Njarð- vík, þingl. eig. Þrotabú Brynjólfur hf, gerðarbeiðendur Fisk- veiðasjóður Islands og Landsbanki Islands. Hraðfrystihús Þórkötlustaða. á- samt vélum og tækjum, Grindavík, þingl. eig. Þórkötlustaðir hf„ gerð- arbeiðendur Fiskveiðasjóður Is- lands, Grindavíkurbær og Verk- tækni hf. Hrauntún 12, Kefiavík, þingl. eig. Einar Sigurbjöm Leifsson. gerðarbciðandi Innheimtumaður ríkissjóðs. Iðavellir 3, bil 3. Kefiavík, þingl. eig. Þorsteinn Sigurðsson, gerð- arbeiðandi Iðnlánasjóður. Silfurtún 14c, Garði, þingl. eig. Þorsteinn Jóhannsson., gerðar- beiðandi Gjaldheimta Suðurnesja. Stafholt.Grindavík., þingl. eig. Pálína Valsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, hús- bréfadeild Húsnæðisstofnunar, Samvinnusjóður Islands hf„ Vélorka hf. og Ábyrgð hf. Vallargata 30, Sandgerði. þingl. eig. Hjörtur Vignir Jóhannsson og Hlynur Jóhannsson. gerð- arbeiðendur Byggingarsjóður rík- isins, Húsnæðisstofnun ríkisins og Vátryggingafélag Islands. Vatnsnesvegur 20, ris, Keflavík, þingl. eig. Oddgeir Gestsson, gerð- arbeiðandi Kreditkort hf. Vesturbraut 9. efri hæð, Kefia- vík. þingl. eig. Anton Hjaltason. gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Lífeyrissj. sjómanna og Lífeyrissj. starfsm. ríkisins og Tryggingastofnun Ríkisins. Vitabraut 1. landspilda undir sjóefnavinnslu ásamt mannvirkjum á Reykjanesi. Höfnum, þingl. eig. Undirbúningsfélag Saltverksmiðju, gerðarbeiöandi Gjaldheimta Suð- umesja. Vitabraut 3, Hafnir. þingl. eig. Sæsteinn hf„ gerðarbeiðendur Fiskveiðasjóður Islands og Gjald- heimta Suðurnesja. Víkurbraut 29. lóð. Keflavík, þingl. eig. Þorsteinn Hákonarson., gerðarbeiðandi Gjaldheimta Suð- umesja Víkurbraut 6, Keflavík., þingl. eig. Jóhannes G. Jóhannesson. gerðarbeiðandi Veðdeild Is- landsbanka hf. Ægisgata 39, Vogum, þingl. eig. Pétur Pétursson., gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Gjald- heirnta Suðurnesja, Húsasmiðjan hf. og Lífeyrissjóður Suðumesja. Sýsluinaðurinn í Keflavík 1. júní 1993 UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Faxabraut 33a, Kefiavík, þingl. eig. Elínrós Eyfjörð Eiríksdóttir. gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Gjaldheimta Suðumesja oa Lífeyrissjóður Verslunarmanna, 9. júní 1993 kl. 10:30. Faxabraut 34b. efri hæð, Kefia- vík, þingl. eig. Berglind Rafns- dóttir, gerðarbeiðandi Gjaldheimta Suðumesja, 9. júní 1993 kl. 10:45. Hafnargata 1, Vogum, þingl. eig. Birgir Reynisson, gerðarbeiðendur Alhliða pípulagnir sf„ Björgun hf„ Búnaðarbanki Islands, Fjarðarplast sf„ Gjaldheimta Suðumesja, Spari- sjóður Kópavogs Austurbær og þ.b. Os húseiningar hf„ 9. júní 1993 kl. 13:30. Hafnargata 34, Kefiavík, þingl. eig. Sigrún Helgadóttir. gerð- arbeiðendur Gjaldheimta Suð- umesja, Islandsbanki hf„ Lækj- argötu 12, Reykjavík og íslandsbanki hf„ 9. júní 1993 kl. 11:15. Hafnargata 73, 0201, Kefiavík. þingl. eig. Edda Sólrún Einarsdóttir og Viðar Oddgeirsson, gerð- arbeiðendur Gjaldheimta Suð- urnesja. Kefiavíkurbær og Spari- sjóðurinn í Keflavík, 9. júní 1993 kl. 11:30. Heiðarhorn 14, Kefiavík, þingl. eig. Ingólfur Falsson og Elínborg Einarsdóttir, gerðarbeiðendur El- ínborg Einarsdóttir til slita á sam- eign og Gjaldheimta Suðurnesja, 9. júní 1993 kl. 10:00. Iöavellir 14B, eignarhluti LKefiavík, þingl. eig. Hauður hf. (nú Klapp hf.), gerðarbeiðendur Sparisjóðurinn í Keflavík og Is- lenskur Markaður hf„ 9. júní 1993 kl. 11:45. Skólatún II, Vogar, þingl. eig. Hrafnhiidur Þórarinsdóttir, gerð- arbeiðendur Landsbanki Islands, Austurstræti 11, Reykjavík og Landsbanki Islands Leifsstöð, 9. júní 1993 kl. 13:45. Sunnubraut 6, neðri hæð. Kefia- vík. þingl. eig. Halldór Rúnar Þor- kelsson og Ólöf Sigurvinsdóttir. gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Byggingarsjóður ríkisins, húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, Gjaldheimla Suðumesja og Vá- tryggingafélag íslands,9. júní 1993 kl.1l :00. Sýslumaðurinn í Keflavík l.júní 1993

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.