Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.06.1993, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 03.06.1993, Blaðsíða 8
8 3. JUNI 1993 Ví kurfróttir Heiðarlegir sjómenn Þcir voru heiðarlegir sjó- mennirnir á Sæborgu GK frá Grindavík í síðustu viku. Hálf átta að morgni hringdu þeir í lögregluna og gerðu viðvart um pilta sem gerðu sig líklega til að stela bifreiðum á svokölluðum Miðgarði við Grindavíkurhöfn. Laganna verðir voru fljótir á staðinn og gripu piltana glóðvolga þar sem þeir voru að reyna að stela bifreið. Fótbrot ó miðunum Islenskir og færeyskir sjómenn hafa verið að fótbrjóta sig á mið- unum við Reykjanes á undan- förnum dögunt. Færeyskur fiski- bátur kom með sjómann að landi í Njarðvík á sunnudag sem hafði fótbrotnað út af Garðskaga. Sá var fluttur á Brogarspítalann. Þá kom Una í Garði með fótbrotinn mann til Grindavíkur aðfaranótt þriðju- dags. Hann var steyptur í gips í Kellavík og liggur nú heirna hjá sér og les blöð og býður eftir bata. mola m grín ■ gagnrýnl ^ ■ vangaveltur ■ umsjón: emil páll* 5 Hafnahreppur auglýsir eftirtaldar, almennar og félagslegar íbúðirtil sölu og leigu ásamt fiskverkunarhúsi: 1. Djúpivogur 5, einbýlishús 2. Djúpivogur 7, parhús 3. Djúpivogur 11, parhús 4. Djúpivogur 13, parhús 5. Djúpivogur 12, einbýlishús 6. Djúpivogur 22, einbýlishús 7. Réttarvegur 10, einbýlishús, frjáls markaður. 8. Seljavogur 1, einbýlishús 9. Seljavogur 14, fiskverkunarhús. Umsóknir sendist til Húsnæðisnefndar Hafna- hrepps, Réttarveg 10, 233, Hafnir. Upplýsingar gefur oddviti Hafnahrepps alla virka daga frá kl. 17 til 19 í síma 92-16930. Umsóknarfrestur er til 15. júní 1993. Oddviti Hafnahrepps Slappir eigeitdur... Mikil hörmung er að sjá við- skilnað sumra þeirra aðila sem hafa hafið byggingu húss, en stoppað eftir að sökkull er kom- inn upp. Sumir þeirra virðast alls ekki liafa rænu á að ganga þannig frá verki að ekki hljóti af slysa- hætta, sjá má steypustyrktarjárn standa upp í loftið eða aðra hættu og oft einnig timbur eins og hrá- við út um allt og annan sóðaskap sem því fylgir. ...vörn fyrir börn... Skýtur þetta nokkuð skökku við hvað Keflavík og Njarðvík varð- ar. því bæði þessi bæjarfélög hafa fengið viðurkenningu fyrir það hvernig þau stóðu að átakinu Vörn fyrir böm. Betur má þó ef duga skal, eins og sést á áð- ursögðu og þar verða aðilar að taka sanian höndum. ...eða lélegt bygg- ingaeftirlit? Þá er það einnig spuming hvort byggingaeftirlitið t.d. í Keflavík sé ekki of slappt í þessu. Hér þýða ekki nein vettlingatök, taka verð- ur á aðilum með hörku annað gengur ekki. Staðreyndimar sýna að það dugar ekki endalaust jag og nudd, það verður að láta fram- kvæma lagfæringar á hlutunum svo þau séu í lagi. Igulkeraverksiitiðjuiiiti lokað Þar sem ástand ígulkera er yf- irleitt mun lakara yfir sum- artímann en yfir vetrarmánuðina. hefur verksmiðjunni í Njarðvík nú verið lokað a.m.k. í nokkra Sjómenn og aðrir Suð- urnesjamenn athugið! Sjómannamessan er í Ytri-Njarðvíkurkirkju á sjómannadaginn kl. 10. Skemmtisigling verður kl. 12:30 í Keflavík og Njarðvík. Hefðbundin dagskrá verður við höfnina í Keflavík og hefst kl. 14:00. mánuði. Virðist sem lokunin haft borið fremur snöggt að og komið fremur illa við í atvinnuleysinu. Vegagerðin á rangri hilltt Miklar umræður og gagnrýni var á Vegagerð ríkisins, á fundi bæj- arstjórnar Keflavtkur í fytxadag. Enda ekki að lurða þar sem fregnir bárust inn á fundinn um að Vegagerðin hyggðist útbúa rjóður í nágrenni Leifsstöðvar, svo ferðamenn gætu tjaldað þar. Gerist þetta á sama tíma og Kefl- vtkingar og Njarðvíkingar eru nýbúnir að opna eitt besta tjald- stæði Iandsins. Er ekki laust við að sumum ferðamálamanninum hafi orðið bilt við þessar fregnir, enda hefur Vegagerðin verið mótfallin því að Sandgerðingar byggðu skála til að þjóna ferða- niönnum í nágrenni Leifs- stöðvar. Góð Jafnréttisiiefnd A nýafstöðnu jafnréttisþingi sem fram fór á Akureyri kom fram að aðeins væru í raun þrjár virkar jafnréttisnefndir til hér á landi. Ein þeirra og sennilega sú virkasta væri nefndin í Kellavík. Flutti bæjarstjóri mönnum þessi tíðindi á fundi bæjarstjómar Keflavíkur síðasta þriðjudag. Ekki nóg með að nefndin sé góð, heldur duggði það til þess að for- maður hennar, Hjálmey Ein- arsdóttir, hefur nú verið útnefnd sem annar af fulltrúum landsins í landsnefnd vegna Nordisk Forum '94. Fékk nefndin mikið lof á fundi bæjarstjórnar. Pólitíkin t gang... Miklar og skemmtilegar póli- tískar umræður urðu um reikn- inga bæjarsjóðs Kcnavíkur á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Voru umræður mjög líHegar, þó á tímabili mætti finna einhvern trega hjá meirihlutanum með að minnihlutinn skyldi koma með bókun. Hafði Garðar Odd- geirsson úr meirihluta að orði að meirihlutinn hefði farið á taugum vegna bókunar minnihlutans, sent væri þó alls ekki svo slæm. ...og taugaveiklun Itjá.... Taldi Garðar að ekkert væri í bókun minnihlutans sem hefði þurft að orsaka þessa tauga- veiklun. Bókunin væri mun hóg- værari en þær bókanir sem nú- verandi minnihluti þurfti að þola í meirihlutatíð sinni á síðasta kjörtímabili, er reikningar voru til umfjöllunar. ...meirihlutanum... Kom fram hjá Önnu Margréti Guðmundsdóttur úr minni- hlutanum að hér væri fremur um ábendingar að ræða en gagnrýni. Eins kom fram bæði hjá meiri- hlutamönnunum Ellert Eiríkssyni og Jónínu Guðmundsdóttur að skuldastaða bæjarsjóðs Kefla- víkur væri mjög góð miðað við önnur nágrannasveitarfélög. ...allt þó ígóðu Eftir það spurði Vilhjálmur Ket- ilsson, meirihlutann við hvað þau væru feimin. Áður hafði hann strítt þeim með að minnihlutinn væri nú kominn út í pólitík og því væru þetta pólitískar umræður. Hvað um það þetta orsakaði það að fundurinn varð mjög lifandi fyrir áheyrendur. 'srm Fréttaþjónusta á Suðurnesjum Sími14717 Bílas. 985-33717 Heimasímar: 13707 og 27064 Þessar stúlkur héldu nvlega hlutaveltu til styrktar Þroskah jálp á Suð- urnesjum og liafa afhent félaginu ágóðann kr. 2.265. Þær heita f.v. Bóel Itjiirk Jóhannsdóttir, Yrsa Brá Heiðarsdóttir, Sveinbjörg Sævarsdóttir, Irma Rán Heiðarsdóttir. Ilelga Katrín Lmilsdóttir og Sædís Mjöll Þorsteinsdóttir. Mvnd: epj. Bruggað í Sandgerði Lögreglan í Keflavík gerði upptæk bruggtæki í húsi í Sand- gerði ;í föstudaginn. Tækin voru ekki í gangi og við leit fundust nokkrir lítara af heimilisiðnað- arvarningi. Lögregaln grunar eiganda tækjanna um sölu á landa. Skódinn heillaði Gamall Skódi heillaði bíl- þjófa í Njarðvík á dögunum. Þjófamir lögðu .,hnd“ undir fót. því lögreglan í Grindavfk fékk upphringingu. þar sem tilkynnt var um grunsamlega menn hlaupa frá Skódabifreið í Grindavík. Það mun hafa verið bfllinn sem stolið var í Njarðvík. Þjófamir fundust ekki.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.