Víkurfréttir - 25.11.1993, Blaðsíða 6
6
25. NÓVEMBER 1993
VlffURFRÉTTIR
F R E T T I R
Útgefandi: Víkurfréttir hf.
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15, símar 14717,
15717. Box 125,230 Keflavík. Póstfax nr. 12777. - Ritstjóri og
ábm.: Páll Ketilsson, heimas. 13707. • Fréttastjóri: Hilmar Bragi
Bárðarson, heimas. 27064 bílas. 985-33717. - Auglýsingastjóri:
Sigríður Gunnarsdóttir - Upplag: 6400 eintök sem dreift er
ókeypis um öll Suðurnes. - Fréttaþjónusta fyrir Stöð 2 og Bylgjuna.
- Aðili að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. - Eftirprentun,
hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt
nema heimildar sé getið.
Umbrot, filmuvinna og prentun: Grágás hf., Keflavík
Leiðari:
64 Garðmenn og
14 Vognbúar
Það vantaði ekki nema 14 Vogabúa og 64 Garðmenn
til þess að fimm sveitarfélög á Suðurnesjum yrðu
sameinuð - og það án annarra kosninga. Sameining var
samþykkt með yfirburðum í Keflavík, Njarðvík og
Höfnum og ætti því að liggja beint fyrir að sameina þau
þrjú sveitarfélög. En með tilliti til úrslita í Vogum og
Garði er full ástæða fyrir stjórnendur þessara sveit-
arfélaga að skoða úrslitin í ljósi þess að mjög lítið
vantað upp á til þess að JÁ-in yrðu fleiri en NEI-in.
Einnig ber að hafa það í huga að margir gengu í kjör-
klefann vitandi að íbúar Grindavíkur og Sandgerðis
voru mjög á móti sameiningu. En því var ekki fagna í
Garði og Vogum. Það sést á úrslitunum. Og komi upp
önnur tillaga, þ.e. að sameina Keflavík, Njarðvík,
Garð,Voga og Hafnir í kosningum eftir áramót má
segja fyrir víst að kjósendur í þessum byggðarlögum
geta farið að kjörborðinu með meiri vissu en þegar
kosið var um sameiningu allra sveitarfélaganna á Suð-
urnesjum, - því vitað var um hina miklu andstöðu í
Grindavík og Sandgerði.
Helstu rök NEI-kjósenda í Garði og Vogum voru þau
að það væri of mikil óvissa um framtíðina. „Rödd
Garðmanna mun ekki heyrast í stóru sveitarfélagi",
„hvernig eigum við að koma að manni í stóra bæj-
arstjórn?", og sama sögðu andstæðingar sameiningar í
Vogum.
Þetta eru óþarfa áhyggjur. Og það vita íbúar þessara
sveitarfélaga. Auðvitað munu „raddir“ þeirra heyrast.
Nærtækasta dæmið er Hitaveita Suðurnesja. Þegar raf-
vejtur sveitarfélaganna á Suðurnesjum voru sam-
einaðar þurfti svo sannarlega að taka til hendinni í
minni sveitarfélögunum og hvað var gert? Því er
fljótsvarað! Það var byrjað á þeim stöðum! Og þetta
með að minni staðirnir komi ekki fulltrúum að í stóru
bæjarfélagi er því til að svara að auðvitað er það rangt.
Frambærilegir fulltrúar komast alltaf að.
Sýnum nú samstöðu Suðurnesjamenn. Með „litlu“
átaki verður hægt að sameina fimrn sveitarfélög með
um 12 þúsund íbúa. Kjósum um það í næstu kosningum
eftir áramót og sýnum skynsemi. Samstarfið er búið að
vera mjög gott í 15 ár og það er engin spurning að
minni sveitarfélögin hafa hagnast á því. Með sam-
einingu á stórt og öflugt bæjarfélag, sem yrði meðal
fimm stærstu á landinu verður hægt að taka á móti öll-
um þeim verkefnum sem okkur bjóðast frá ríkinu,
halda uppi góðri þjónustu á öðrum sviðum, s.s. fyrir
aldraða, sjúka, fatlaða og fleira mætti nefna. Og senni-
lega stærsta atriðið: á sviði atvinnumála.
Þetta er ekki spurning lengur. Stillum saman strengi
í sterku sveitarfélagi og horfum til framtíðar.
Páll Ketilsson
WLmsí8mg,«Ji« tískuþáttur
FYRIRSÆTA: ingibjörg bergmi!
LJOSM: oddgeir karlsson
FÖRÐUN: nýtt útlit-gloría
HÁRGREIÐSLA: elegans
n magnúsdóttir
öbruvísi húsgögn
Iðavöllwn 14b (i Gœðakjorsliúsiittt) Keflavík
Brvndís Líndal
Arnbjörnsdóttir,
Fegurðarsdrottning
Suðurnesja 199.L
Ábendingar óskast
Undirbúningur fyrir Feg-
urðarsamkeppni Suðumesja er
hafin. Keppnin verður haldin í
febrúar. Leit að þátttakendum
stendur nú yfir og er fólk beðið
að koina ábendingum á framfæri
til Ágústu Jónsdóttur í síma
16021 eða til Páls Ketilssonar á
Víkurfréttum í síma 14717. Þær
stúlkur sem hafa áhuga á að ger-
ast þátttakendur geta komið á
skrifstofu Víkurfrétta og fengið
þar sérstakt eyðublað til þess.
Hólmgarðsjól
íÞotunni
I kvöld verða Hólmgarðsjól
í Þotunni. Það eru verslanir í
Hólmgarði 2 í Keflavík sem
standa að skemmtuninni. Á
boðstólum eru tískusýningar,
kökukynningar, skemmti-
kraftar og kaffi fyrir gesti.
Boðsmiðar liggja frammi í
öllum Hólmsgarðsverslunum.
DAGB0K
o
SÍMI15717
Fundaherferðin um
kynlífið:
í Njarðvík á
þriðjudaginn
Ottar Guðmundsson, læknir,
heldurfundaherferð sinni um
kynlífið áfram í Njarðvík á
þriðjudaginn, 30. nóvember. Þá
er stúlkum og mæðrum þeirra
boðið til fundar í Grunnskóla
Njarðvíkur kl. 20:15. Firnmtu-
daginn 2. desember eiga síðan
strákarnir að draga pabba sína á
fund með Ottari og það er einnig
í Grunnskóla Njarðvíkur kl.
20:15