Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.11.1993, Síða 13

Víkurfréttir - 25.11.1993, Síða 13
yfffUHFRÉTTIR 25. NÓVEMBER 1993 13 Sandgeröi: Heildar■ aflinn aðeins 81 tonn Heildaraflinn í Sandgerði í síðustu viku var aðeins 81 tonn. Annað eins gæftaleysi hafa nienn þar á bæ ekki komist í kynni við í háa herrans tíð. Sveinn Jónsson landaði 14 tonnum í síðustu viku og Sænes landaði 12 tonnum, en það er á trolli. Dragnótabáturinn Benni Sæm GK landaði 16.1 tonni úr einni sjóferð í síðustu viku. en heild- araflinn í dragnótina í síðustu viku var 28 tonn. Sigþór var afla- hæstur stærri línubáta með 5 tonn. en heildarafli þeirra var 11,5 tonn. Vala var aflahæst netabáta með 3,5 tonn í þremur róðrum, en heildarnetaaflinn í Sandgerði í síðustu viku var 7,6 tonn. • Sægarparnir á Skarfakletti GK: Á ÞRIDJA TONN AF VÆNNI ÝSU • Gunnar Pór Grétarsson inetí tvær vænar ýsur úr aflanuin. I'ær voru flestar af þessari stærðargráðu. Mvnd: Hilmar Bragi Gunnar Þór Grétarsson og Al- bert Einvarðsson gerðu það gott á línuna úti fyrir Garðskaga á mánudagsmorguninn. Þá fengu þeir vel á þriðja tonn af vænni ýsu á línuna. Aflanum lönduðu þeir í Keflavík um kaffileitið á mánu- dag. Þeir Gunnar og Albert róa á Skarfakletti GK. Síðustu daga hafa þeir landað í Keflavík, þar sem erfitt hefur verið að komast inn á Sandgerði. Aflann á niánu- daginn fengu þeir á 24 bala, allt væna ýsu. Þeir hafa verið fisknir á Skarfakletti GK síðustu vik- urnar og oft eru þeir aflahæstir línubáta yfir vikuna. enda oft sagt að þeir fiski sern róa. Það er á fleiri stöðum en úti fyrir Garðskaga sem ýsan er að fást, því Jónas Arnason á Gamla Valda fékk svipaðan afla úti fyrir Keilisnesi á mánudaginn. Hann gerði betur, því á einn krókinn kom patróna af gömlu vélbyssu- skoti úr flugvél. Keflavík: Togarinn Olafur Jónsson með 174 tonn af síld Togarinn Ólafur Jónsson GK úr Sandgerði landaði sam- tals 174 tonnum af síld í Njarðvík í síðustu viku úr sinni fyrstu veiöiferð á síld. Var það nijög góð síld, sem var geymd ísuð í körum í lest skipsins, en síldina veiddi Ólafur Jónsson GK fyrir austurlandi. Haförn var aflahæstur drag- nótabáta í Keflavík í síðustu viku, með samtals 17.4 tonn. Stafnes var aflahæst netabáta með 27 tonn og Þuríður Hall- dórsdóttir landaði 36,1 tonni, en hún er á trolli. Þrjátíu og fimm smábátar lönduðu 23,3 tonnum í síðustu viku í 68 löndunum. í þessari viku ber það liæst að Happasæll KE var með 10 tonn í netin á mánudag og Á- gúst Guðmundsson GK 8.3 tonn. Smábátamir fengu einnig ýsuskot á mánudaginn, en lítil veiði hefur verið í snurvoðina. AFGRCIÐSLUTÍMI VERSLANA í DCSCMBCR 4. desember laugardagur til kl. 16:00 11. desember laugardagur til kl. 18:00 12. desember sunnudagur kl. 13:00-17:00 18. desember laugardagur til kl. 22:00 19. desember sunnudagur kl. 13:00-17:00 21. desember þriöjudagur til kl. 19:00 22. desember miðvikudagur til kl. 22:00 23. desember fimmtudagur til kl. 23:00 24. desember Aöfangadagur kl. 09:00-12:00 27. desember flestar verslanir veröa lokaöar 31. desember Gamlársdagur kl. 09:00-12:00 fi FEB - FRÉT7IR Gömlu dansarnir fyrir alla aldurshópa Starf félagsins er nú kontið í fullan gang. Næsta verkefni þess er að mynda hóp innan félagsins sem setur eldri dansana framar en flestar aðrar skemmtanir. Stofn- fundur þessa félags verður á dansleiknum í Þotunni á föstu- dagskvöldið, en þá þarf að finna því nafn. Margar tillögur hafa borist, t.d. Danssporið. Gamlar glæður. Ung í anda. Gæðingur. ðli Skans og Nátthrafnar. Það er okkar von. að fólk sem er yngra en við, komi til móts við okkur og verði með. Dansstjóri verður Ragnar Jónasson. Tveir dans- leikir í Þotunni eru í okkar dag- skrá, en ef vel tekst til á föstu- dagskvöldið getum við fjölgað þeim og tekið upp samskipti við önnur félög sem starfa á þessum nótum. Segja má að hauststarf okkar hafi byrjað með eins dags ferð 26. ágúst. Þátttakendur voru á annað hundrað. Farið var um Hvolsvöll. Fljótshlíð og stansað í Hlíð- arendakoti. en síðan farið niður Landeyjar og Landeyjarkirkja skoðuð. Kór FEB starfar af krafti en vantar ennþá fleira fólk. eink- um karlmenn. BOCCIA er íþrótt sem byrjað var að æfa í okkar félagi í haust. Aðsókn hefur verið misjöfn, en þetta er boltaleikur sem allir geta iðkað, eins þótt setið sé á stól. Boccia er mikið spilað í ná- grannalöndum okkar og víða hér á landi. Vonandi getum við síðar keppt í Boccia við önnur félög eldri borgara sem spila þetta nú af miklum krafti. 19. okt. vorurn við með ferða- myndir og dans í Þotunni. en 24. fóru rúmlega 40 félagsmenn á skemmtikvöld á Hótel Sögu. I tilefni af opnun Bókasafns Keflavíkur í nýju og glæsilegu húsnæði hafa eldri borgarar Iesið í nokkur skipti fyrir grunn- skólabörn í safninu. en 6. nóv. var farið í Ásbæjarsafn og fleiri staði í Reykjavík. 14. nóv. var svo Ijóðakvöld félagins þar sem lesin voru ljóð höfuðsnillinga okkar, en auk þess Ijóð eftir Suðurnesjamenn. Þessi kvöldvaka var mjög vel sótt. sem auk ljóðalesturs bauð upp á söng eldri borgara. Sigfús Kristjánsson L. F JOLVARP - oslitid fjölskyldusjónvarp Sökum mikillar eftirspurnar eftir loftnetsuppsetningum vegna Fjölvarpsins, viljum við benda viðskipta- vinum á að panta uppsetningar í tíma ísíma 15991. i8dB loftnet með Converter kf. 19.800. 24dB loftnet með converter og innbyggðum radarfilter kr. 28.900. ATH: Verðin eru án uppsetningar RAD/O- KJALLAfí/m Hafnargötu 39 - Keflavík Sími: 15991

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.