Víkurfréttir - 25.11.1993, Side 14
14
25. NOVEMBER 1993
WffUÆFRÉTTIR
Ellert Eiríksson, Keflavík:
Samstarfíð verður
endurskoðað
„Niðurstaðan í þessum kosn-
ingum er alveg samkvæmt þeirri
spá sem ég liafði gcrt fyrir kosn-
ingarnar og ég þóttist sjá þetta
fyrir," sagði Ellert Eiríksson, bæj-
arstjóri í Keflavík, í samtali við
blaðið. Hann sagði að í kjölfarið á
þessum kosningum verði allt sam-
starf sveitarfélaganna á Suð-
urnesjum endurskoðað.
Varðandi sameiningu Kefla-
víkur, Njarðvíkur og Hafna, sagði
Ellert að það væri Umdæma-
ncfndarinnar að hafa frumkvæði í
málinu og Keflvíkingar bíða eftir
tillögum nefndarinnar. Ellert
sagðist hins vegar heyra það á
íbúum t' Njarðvík að þeir vilja að
þetta gerist strax, en verði ekki
dregið í nokkur ár. Best væri ef
hægt væri að kjósa í nýja bæj-
arstjóm þann 28. maí á næsta ári,
þó svo ný bæjarstjórn tæki ekki við
fyrren um áramótin 1994-95. Ell-
ert vill sjá nýja tillögu frá um-
dæmanefndinni fyrir jól og það
verði kosið um hana mán-
aðarmólin janúar-febrúar 1994.
i Jón Gunnarsson, Vogum:
¥
Urslit sem ég átti von á
Úrslit eftir bókinni:
78 atkvæði vantaði
upp á til að sameina
flmm sveitarfélög
„Þelta voru úrslit sem ég átti von
á, að það væri naumur meirihluti
fyrir því að sameina ekki. Við vor-
um ekki með neina skipulagða
starfsemi í Vogunum með eða á móti
þessu. Eg lýsti minni skoðun, sem
allir vita liver er. Eg er ekkert hissa
á því að þetta skiptist nokkurn veg-
inntil helminga. Þaðeruekki margir
á kjörskrá í Vogum og því hefðu 30
atkvæði til eða frá getað breytt úr-
slitunum mikið," scgir Jón Gunn-
arsson, oddviti Vatnsleysustrandar-
hrepps. í samtali við blaðið.
-Hvetur staða Itreppsins
íhúana ekki til að vera með í
„Það er aðeins meira en að segja
það að ætla láta Vogamenn sækja
þjónustu til Keflavíkur og Njarð-
víkur, þar sem Vogamir eru fjar-
Iægir þessum kjarna. Við höfum
nefnt dæmi hér í byggðarlaginu um
þjónustu sern Vogamönnum hefur
boðist í Keflavík og Njarðvík, en
þeir hafa ekki nýtt sér hana sökum
fjarlægðar", sagði Jón Gunnarsson.
Hann sagði að næsta skref væri
að halda fund með Vogamönnum til
að kanna hug íbúanna til einhverrar
annarar sameiningar og í framhaldi
af því myndu Vogamenn taka næsta
skref með umdæmanefndinni, hvort
sem það væri til einhverrar sam-
einingar eða ekki.
Keflvíkingar, Njarðvíkingar og
Hafnamenn samþykktu sam-
einingu en í hinum sveitarfélögin
Qórum á Suðurnesjum, Gerða-
hreppi, Sandgerði, Grindavík og
Vatnsleysustrandarhreppi var
meirihluti gegn sameiningu.
Þátttaka var mjög góð á Suð-
urnesjum. 68% íbúa tóku þátt og
var mest í Grindavík 78,5%.
Mestur var vilji til sameiningar
í Höfnum, 98%, í Keflavík 89% og
Njarðvík 68%. Mest var and-
„Úrslitin í kosningunum
koma mér ekki á óvart. Grind-
vt'kingar liafa ekki séð hagræðið
í því að sameinast öðrum sveit-
arfélögum á Suðurnesjum. Þeg-
ar það liggur fyrir hvaða verk-
efnum sveitarfélögin taka við af
ríkinu gæti komið upp sá tíma-
punktur að Grindvíkingar sam-
einist öðru sveitarfélagi, en það
er ekki fyrr en eftir einhver ár.
Þá er ekkert víst að hér verði eitt
sveitarfélag. Þau gætu verið tvö
eða þrjú," sagði Eðvarð Júl-
íusson, bæjarfulltrúi í Grindavík
staðan í Grindavík 90% og Sand-
gerði 78%. I Garði vildi 61% íbúa
ekki sameiningu og í Vogum var
minnsti munurinn, 54% sögðu nei
en 45% já.
Umdæmanefnd mun í Ijósi
þessara úrslita ræða næsta
möguleika og lcggja til nýja til-
lögu fyrir 15. jan. 1994. Ekki er
ólíklegt að tillaga þess efnis að
sameina Keflavík, Njarðvík og
Hafnir verði sterklega inn í
myndinni og einnig hugsanlega
í samtali við blaðið. Eðvarð á
sæti í Utndæmanefnd fyrir hönd
Grindvíkinga.
„Mér hefur alltaf fundist
hálfgerður numbrugangur í
kringum þessar sameiningar-
hugmyndir. Það hefði átt að
liggja betur fyrir hvaða verkefni
ríkið setti á sveitarfélögin og
tekjustofna með. Úrslitin í
kosningunum voru afgerandi og
Grindvíkingar hafa sagt sitt orð
í sameiningarhugmyndum i
bili,“ sagði Eðvarð Júlíusson.
með Vatnsleysustrandarhreppi,
þar sem munurinn var minnstur.
I Gerðahreppi hefði aðeins þurft
64 íbúa til að setja við já í stað nei
og aðeins 14 í Vatnsleysu-
strandarheppi til að ná í gegn
sameiningu með 2/3 reglunni. Það
hefði þýtt að fimm sveitarfélög á
Suðurnesjum, öll nema Sandgerði
og Grindavík hefðu getað sam-
einast án þess að til annarra
kosninga hefði þurft að konia.
• Björgvin Lúthersson,
Höfnum:
Mjög ánægður
„Eg er mjög ánægður með 72%
kjörsókn í Höfnum og að tæp 98%
kjósenda segi já við þeirri sam-
einingarhugmynd að öll sveit-
arfélögin á Suðurnesjum fari saman
í eitt." sagði Björgvin Lúthersson,
oddviti Hafnahrepps, í samtali við
blaðið á laugardagskvöldið.
Björgvin sagði að þessi mikli
sameiningarvilji íHöfnum kæmi sér
ekki á óvart. Hafnamenn héldu
borgarafund í síðustu viku um sam-
einingarmálið, þar sem lagðir voru
fram pappírar um stöðu Hafna-
hrepps í dag og hvernig hún yrði
eftir sameiningu sveitarfélaganna á
Suðurnesjum.
• Finnbogi Björnsson,
Garði:
Garðmenn
breyttu rétt
„Eg er sáttur við niðurstöður
kosningana og er sannfærður um að
Garðmenn breyttu rétt," sagði
Finnbogi Björnnson, oddviti í
Garði, í samtali við blaðið.
Finnbogi sagðist ekki sjá nein
teikn um það að Garðmenn verði
með í annari umferð umdæmis-
nefndar, þar sem úrslit í Garðinum
hafi verið mjög skýr. Ef Garðmenn
vilji sameinast öðru byggðarlagi sé
hægt að taka upp viðræður, en ekki
þurfi kosningar.
• Sigurður Jóhannsson,
Sandgerði:
Framhaldið
ekki verið
rætt
„Urslitin í kosningunum voru
alveg eftir bókinni. Eg hafði spáð að
um 75% Sandgerðinga yrðu á móti
sameiningu," sagði Sigurður Jó-
hannsson. bæjarfulltrúi í Sandgerði
í samtali við blaðið.
Sigurður segir of snemmt að
segja til um það hvort Sand-
gerðingar verði með í annari umferð
kosninga. enda haft bæjarfulltrúar
ekki komið saman til að ræða
málið.
sameiningarpakka?
ÍBÚASKRÁ
1. DESEMBER
Þeir sem hafa flutt til bæjarins eöa frá, á árinu,
og hafa enn ekki tilkynnt þaö, eöa munu flytja
fyrir 1. desember n.k. vinsamlegast snúiö
ykkur til bæjarskrifstofu og tilkynnið flutninginn
á þar til gerðum eyöublööum fyrir 1. desember
n.k.
Aö gefnu tilefni skal minnt á skilgreiningu lög-
heimilslaganna á hugtakinu lögheimili. I 1. gr.
laganna segir m.a. aö lögheimili manns sé
sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu.
Föst búseta er síðan útskýrö sem sá staöur þar
sem maður hefur bækistöð sína, dvelst aö
jafnaöi í tómstundum sínum, hefur heim-
ilsmuni sína og svefnstaður hans er.
Veigamesta breyting hér frá skilgreiningu
gömlu lögheimilsslaganna er áskilnaöur um
svefnstað. Þessi breyting þýöir í reynd aö
lögheimili manna skuli jafnan skráö þar sem
þeir búa á hverjum tíma. Lögheimili manna
getur því veriö síbreytilegt ef flutningar eru
tíöir.
Manntal Njarðvíkurbæjar
• Kristján Pálsson, Njarðvík:
j’
Atti von á þessum svörum í
Keflavík, Njarðvík og Höfnum
„Ég bjóst alltaf við því að
það yrði jákvæð niðurstaða í
Keflavík, Njarðvík og Höfn-
um,“ sagði Kristján Pálsson,
bæjarstjóri í Njarðvík og for-
maður umdæmanefndar Suð-
umesja í samtali við Vík-
urfréttir á laugardagskvöldið.
-Hvert er næsta skref?
„Ég vil byrja á að taka það
fram að það vareingöngu verið
að kjósa um sameiningu allra
sjö sveitarfélaganna, þannig að
það var ekki verið að kjósa um
neitt annað. Þessi niðurstaða
þýðir ekki endilega að það sé
vilji fyrir sameiningu þessara
þriggja sveitarfélaga. Það er
ekkert borðliggjandi með það.
Mér finnst þó að þau sveit-
arfélög sem núna sögðu já hafi
meiri áhuga fyrir sameiningu
en hinir".
Það mun að öllum líkindum
skýrast í þessari viku hverjar
hugmyndir umdæmanefndar
eru um næstu tillögu. Hvort
lagt verður til að Keflavík,
Njarðvík og Hafnir ganga í
eina sæng og hvort Garði og
Vogum verði boðið að vera
með í næstu urnferð, þar sem
tiltölulega margir í þeim
byggðarlögum voru á sam-
einingarnótum.
Atkvæðagreiðslan á Suðurnesjum
■ LOKATÖLUR:
Steilarfélaj A kjörskrá Greiddatkv. íí Auðir/óeildir Ö/Á({ JÁ Já<J NEI Neifi
KEFLAVÍK 5.236 3.258 62,22 37 1,14 2909 89,29 312 9,58
NJARÐVÍK 1.635 1.084 66,30 4 0,37 738 58,08 342 31,55
GRINDAVÍK 1.436 1.127 78,48 6 9,32 105 9,32 1.016 90,15
SANDGERÐI 786 600 76,34 3 0,50 127 21,17 470 78,33
GARÐUR 708 542 76,55 4 0,74 206 38,01 332 61.25
VOGAR 451 305 67,63 2 0,66 138 45,25 165 54,10
HAFNAHR. 68 49 72,06 0 0,00 48 97,96 1 2,04
Samtals 10.320 6.965 67,49 56 0,80 4.271 61,32 2.638 37,88
• Eðvarð Júlíusson, Grindavík:
Órslitin koma ekki á óvart