Víkurfréttir - 15.06.1994, Page 8
8
15. JÚNÍ 1994
WKURFRÉTTIR
Mikið eignatjón í stærsta bruna sögunnar í
fjölbýlishúsi á íslandi:
• Fjórtán á
aukavakt
• Reykjarlyktin
barst víða
Reykjarlyktin frá brunanum við Sól-
vallagötu og Faxabraul barst víða.
Reykinn lagði yfir byggðina í Keflavík
og einnig fannst sterk reykjarlykt út í
Garði, í um 10 km. fjarlægð frá bruna-
stað.
Það var mikið að gera hjá Lögreglunni í Kefla-
vík í tengslum við brunann í Stóru blokkinni.
Þegar útkallið barst voru t'imm á vakt, en
vegna brunans voru fjórtán lögregluþjónar
kallaðir á aukavakt. Þá var einnig fenginn liðs-
auki frá Lögreglunni á Keflavíkurflugvelli, sex
menn.
♦ l’að var engu líkara eu slökkviliBsmenn vxru að bcrjast á máti stórluið
þegar léttvatnsfroðau úðaðist ijfir allt.
♦ Þessi iiiynd var tekiu á því auguabliki þegar eláuriun braust upp ígegn-
um þak hússins.
♦ Slökkviliðsmenn BS berjast við eldinn við eitm stigaganginn. Léttvatn
bargóðan árangur.
Tilkynning uin eldinn í
Stóru blokkinni við Sólvalla-
götu og Faxabraut í Keflavík
barst kl. 23:05 á fimmtu-
dagskvöld. Vegfarendur unt
Hringbraut urðu varir við
reyk frá húsinu og gerðu
lögreglu viðvart. Lögregla
og slökkvilið fóru strax á
vettvang, enda aðeins nokkra
tugi metra frá húsinu. Þegar
fyrstu menn höfðu skoðað
aðstæður glumdi í talstöð-
inni: „Við ráðum ekkert við
þetta - sendið allt tiltækt
slökkvilið á staðinn“.
Það voru um 70-80
slökkviliðsmenn af Suður-
nesjum sem börðust við eld-
inn. Tuttugu og fimm lög-
reglumenn voru við störf á
vettvangi eða í stjómstöð og
fjölmargir björgunarsveitar-
menn, einhverjir tugir, úr
Björgunarsveitinni Suðurnes
og Björgunarsveitinni Sigur-
von aðstoðuðu á brunastað
og í næsta nágrenni.
Strax var lögð áhersla á að
koma öllum íbúunum út úr
Garðaúðun Sturlaugs Ólafssonar
Úða gegn roðamaur og óþrifum á plöntum.
Nýtt: Blanda lífrænum áburði i alla úðun.
í áburði þessum hafa greinst u.þ.b. 70 bætiefni sem
styrkja gróður og verja hann gegn sjúkdómum.
Eyði mosa og iligresi úr grasflötum.
Nota eins hættulítil efni og unnt er.
Leiðandi þjónusta. Upplýsingar i síma 12794 og 985-37145
Plöntusalan
Drangavöllum 3
Fjölbreytt úrval af garðplöntum.
Mold, áburður, blómaker, pottaro.fi.
Cróðursetjum í ker og potta
fyrir einstaklinga og fyrirtæki. kurlum afklippur.
Opið virka daga frá kl. 13-22 og um heigarfrá kl. 10-17.
Upplýsingar i sima 15248 og 12794.
húsinu. Það tókst fljótt og
vel. Síðustu íbúamir þurftu
að vaða þykkan reyk í stiga-
göngunum til að komast út.
Ungur drengur var fluttur á
sjúkrahús með reykeitrun.
Hann fékk að fara heim að
lokinni skoðun.
Þremur mínútum eftir að
slökkvilið Brunavarna Suð-
urnesja kom á vettvang varð
sprenging í risinu og þakið
varð alelda á nokkrum ntín-
útum.
Slökkvilið Brunavarna
Suðurnesja hefur ekki yfir
neinum stigabíl að ráða og
því var í fyrstu barist við
eldinn í gegnum stigaganga
fjölbýlishússins. Þegar menn
gerðu sér grein fyrir hversu
alvarlegt ástandið væri, var
strax kallað eftir aðstoð frá
slökkviliðinu á Keflavíkur-
flugvelli og frá Slökkviliði
Sandgerðis.
Sú ákvörðun slökkviliðs-
manna af Keflavíkurflugvelli
að kalla til tvo risavaxna
slökkvibíla, eina þá kraft-
mestu á landinu, sern búnir
eru vatnsbyssum og léttvatni
skipti sköpum um að ekki
fór verr. Bílarnir dæla vel á
annað þúsund lítrum af vatni
á mínútu.
Þrentur tímum eftir að út-
kallið barst höfðu slökkvi-
liðsmenn náð tökum á eldin-
um, en þá á var allt þakið á
blokkinni Sólvallagötumegin
ónýtt og bróðurparturinn af
þakinu Faxabrautarmegin
brunninn eða mikið
skemmdur. Ætlunarverkið,
að bjarga íbúðunum í húsinu
frá eldi tókst.