Víkurfréttir - 07.12.1995, Blaðsíða 2
2
7. DESEMBER 1995
vIiíiirfréttir
Teppahreinsun
Hreingerningar í íbúhum
GLUGGAHREINSUN
riíHl £ /íj i g Alliliða lircwgcrninyar!
Móttaka i w»Jwu
1 Sim 421 2604
Atvinna
Óskum að ráða fólk til starfa á leikskóla
bæjarins frá 1. janúar 1996, um er að
ræða 50 og 100% störf.
Nánari upplýsingar veitir leikskólafulltrúi í
síma 421-6700 milli kl. 13:00 og 14:00
alla virka daga.
Umsóknarfrestur rennur út
15. desember.
Brynja Vermundsdóttir
leikskólafulltrúi í Reykjanesbæ.
Skólamálaskrifstafa
Skólamálaskrifstofa Suð-
urnesja var ofarlega á
baugi á bæjarstjórnarfundi
Reykjanesbæjar sl. þriðju-
dag en þá var skýrsla Helga
Jónassonar, sem í eru drög
að tillögum að skólamála-
skrifstofu, til umfjöllunar.
Til stendur að ráða skóla-
málastjóra nú eftir áramót-
in en skrifstofan, sem gert
er ráð fyrir að verði staðsett
í Reykjanesbæ, mun einnig
sinna nágrannasveitarfélög-
unum með ýmsum hætti.
Tilgangur skrifstofunnar er
að hafa yfirumsjón með öllu
grunnskólastarfi bæjarins
en verkefnafiutningur ríkis-
ins til bæja í skólamálum,
sem áætlaður er þann 1.
ágúst 1996, verður vitanlega
fyrst að koma til áður en
hægt verður að setja hana á
stofn.
Það má þó segja að þessi
skýrsla sé fyrsti prófsteinninn
á verkefnið en skólanefnd
bæjarins hafði einmitt gagn-
rýnt bæjaryfirvöld harðlega á
fundi sínum um miðjan nóv-
ember, fyrir að hafa gengið
fram hjá henni í allri undir-
búningsvinnu.
I umræðum um þessi mál
taldi Jóhann Geirdal að bæta
þyrfti inn í skýrsluna að
skólamálaskrifstofan heyrði
undir bæjarapparatið og þar
með skólanefnd en nauðsyn-
legt yrði að hafa samræmda
skólastefnu sem tæki m.a. til
skiplags og þjálfunar kennara.
Anna Margrét Guðmunds-
dóttir vakti athygli á að þetta
væri einn veigamesti tilflutn-
ingur frá ríki til bæja og
fannst verkefnið mjög spenn-
andi, en tryggja þyrfti að
sveitarfélagið fengi jrað tjár-
magn sem þyrfti til þessara
mála. Hún ítrekaði að það
þyrfti að fá hæfa manneskju
til forstöðu sem hefði bæði
þekkingu og reynslu til starf-
ans og þyrfti háskólaprófið að
fylgja með.
Kjartan Már Kjartansson,
varafulltrúi Framsóknar-
manna, sem sat fund að þessu
sinni í fjarveru Drífu Sigfús-
dóttur, bað um að allri vinnu
við þetta verkefni yrði hraðað
sem mest þvf einungis væru
rúmir átta mánuðir til stefnu
og þeir liðu fljótt. Að vísu
mátti heyra það á Jónínu
Sanders að með ráðningu
skólamálastjórans myndu mál
skipast fjótt og vel enda færi
þá öll vinna í gang um leið.
Einnig var fjallað um fleira
er viðkom skólamálum, s.s.
fíkniefna-, tóbaks- og áfengis-
varnir, sem flestir töldu að
þyrfti að sinna meira og gekk
Sólveig Þórðardóttir þar
fremst í flokki meðal jafn-
ingja.
Hringbraut 78, Keflavík
63 ferm. n.h. ásamt 44 ferm. bílskúr.
Mjög eiguleg íbúð fyrir litla fjöl-
skyldu.
4.500.000,-
Mávabraut 7, Keflavík,(0303)
3ja herbergja ibúð á 3. hæð.
Laus strax. Mjög góðir
greiðsluskilmálar.
hagstætt söluverð
Suðurvellir 3, Keflavík
142 ferm. einbýlishús ásamt 49 ferm.
bílskúr. Húsið er í góðu ástandi. Hag-
stæðir greiðsluskilmálar. Losnar fljót-
lega. Skipti á minni fasteign koma til
greina. 10.900.000.-
Faxabraut 25, Keflavík
4ra herbergja íbúð á 2. hæð. íbúðin er
í góðu ástandi, m.a. ný eldhúsinnrétt-
ing.
Tilboð
Hringbraut 86, Keflavík
77 ferm. n.h. ásamt 41 ferm. bílskúr.
íbúðin er í góðu ástandi. Laus strax.
Hagstæðir greiðsluskilmálar.
Tilboð
Hringbraut 50, Keflavík
3ja herbergja 86 ferm. íbúð með sér-
inngangi. Hagstæð lán áhvílandi.
Losnar fljótlega.
4.700.000,-
Apótek í gömlu
Sölvabúð
- fjögnr apótek í Reykjanesbæ á nýju ári?
Annað tveggja apóteka sem
opna munu í Keflavík í mars á
næsta ári verður að Hringbraut
99 (gömlu Sölvabúð).
Það er Þorvaldur Arnason,
lyfjafræðingur sem starfað hef-
ur í Apóteki Keflavíkur síðustu
fimmtán ár sem hefur ákveðið
að hefja rekstur lyfjaverslunar.
Hann hefur hætt störfum í Apó-
teki Keflavíkur og sagði í sam-
tali við blaðið að undirbúnings-
vinna fyrir opnun apóteksins
væri í fullum gangi. Aðspurður
um það hvort hann teldi grund-
völl fyrir þremur lyfjaverslun-
um á svæðinu utan Grindavík-
ur, sagðist hann telja svo vera.
Markaðurinn ætti vel að þola
það. Þorvaldur sagðist stefna á
opnun apóteksins 15. mars
1996 eða þegar ný lyfjalög taka
gildi.
Eins og við greindum frá í
Víkurfréttum í síðustu viku
hefur Höskuldur Höskuldsson,
lyfjafræðingur einnig ákveðið
að hefja rekstur apóteks í
Keflavík. Það verður staðsett
að Hafnargötu 88 eða þar sem
sem Afengisverslunin var stað-
sett til margra ára. Þá hefur
blaðið öruggar heimildir fyrir
því að þriðja nýja apótekið
muni einnig líta dagsins ljós og
hefur Samkaup verið nefnt sem
hugsanlegur staður fyrir það.
Það stefnir því í fjögur apótek í
Reykjanesbæ á nýju ári.
Með kók í skóhælnum
Tæplega þrítugur íslendingur var handtekinn af tollgæslunni á
Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi með 27 grömm af kókaíni. Fannst
efnið falið í skóhælum mannsins en hann var að koma frá Amster-
dam. Maðurinn hefur aldrei áður komið við sögu hjá lögreglu.
Málið er nú til rannsóknar hjá fíkniefnadeild rannsóknarlögreglu
ríkisins.
Hciðarból 10, Kcflavík
3ja herbergja íbúð á I. hæð. Hagstæð
lán áhvílandi. Góðir greiðsluskilmál-
ar. Skipti á 2ja herbergja íbúð koma
til greina. Losnar fljótlega.
4.900.000.-
Faxabraut 5, Kcflavík
62 ferm. 2ja herbergja íbúð á 1. hæð.
Góður staður. Losnar fljótlega.
3.900.000,-
Sólheimar 7, sandgerði
85 ferm. einbýlishús ásamt 42 ferm.
bílskúr. (3 svefnh., stofa og eldhús.)
4.800.000,-
Hnausþykkt og seðjandi jólablað
í næstu viku. Fullt af spennandi efni.
Víkurfréttir