Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.12.1995, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 07.12.1995, Blaðsíða 5
ViílflfHFRÉTTIR 7. DESEMBER 1995 5 Lagður í gólfið þegar hann bað um launin -ótrúlegar raunir 18 ára pilts þegar hann hætti störfum í íslenskum ígulkerum íNjarðvík. -Mikið um samskiptavandamál milli eigenda og starfsmanna í fyrirtækinu og höfum fengið margar kvartanir vegna þess segir Guðmundur Finnson hjá Verkalýðsfélagi Keflavíkur og nágrennis s Atján ára piltur lenti í stympingum við forráða- menn Islenskra ígulkera í Njarðvík þegar hann kom til að vitja launa sinna eftir að hafa hætt störfum hjá fyrir- tækinu. Forsaga málsins er sú að pilturinn hóf störf í fyrirtækinu 30. okt. sl. og hætti 10. nóvent- ber án þess að láta forráða- menn fyrirtækisins vita. Hann hóf störf í Byko-Rantma hf. 13. nóvember. Þegar pilturinn fór að sækja laun þau sem hann átti inn eftir tveggja vikna vinnu í ígulkeravinnsl- unni, fimmtudaginn 23. nóv. á skrifstofu fyrirtækisins, lenti hann í ótrúlegum hremming- um. Tveir forrráðamenn ígul- kera áttu sarntal við drenginn sem snerist m.a. um það hvort það hafi verið rétt hjá honum að hætta án þess að tilkynna það og viðurkenndi pilturinn að það hefði verið rangt. Að sögn piltsins lásu þeir yfir hon- um og hótuðu að hringja á nýja vinnustað hans, og tilkynna hverskonar „pappír'* hann væri. Þeir héldu yfirlestrinum áfram og segir pilturinn að þá hafi farið að þykkna í sér, þar sem hann hafi einungis ætíað að ná í launin sín. Brást annar forráðamanna fyrirtækisins þannig við að hann rak piltinn út af skrifstofunni þar sem samtalið átti sér stað. Pilturinn neitaði að fara án iaunanna. Þá þreif annar mannanna með báðum höndum í brjóstið á piltinum. Þegar hann reyndi að verjast veitti maðurinn honum högg í kviðinn og bakið. Af urðu stympingar í smástund að sögn piltsins. Náði maðurinn taki á handlegg piltsins og sneri honum óþyrmilega aftur fyrir bak og lagði hann síðan í gólfið, lá þar ofan á honum og barði hann. „Ég spurði hanti þá hvort hann væri klikkaður. Hann svaraði á móti með því að hóta því að slíta af mér höf- uðið", sagði pilturinn. Eftir þetta stóðu þeir á fætur. Pilturinn hótaði manninum barsmíðum og kæru. Kom þá fljótlega hinn forráðamaður fyrirtækisins og fór að ræða við piltinn. Hinn hvarf inn á skrifstofu sína. Fljótlega kom lögreglan á staðinn og fór pilt- urinn með henni út og heim. Eftir að hafa sagt föður sfn- um atburðarásina fór hann með honum á skrifstofu ígulkera. Urðu snarpar orðahnippingar milli föðursins og annars for- ráðamanna fyrirtækisins sem neitaði að afhenda piltinum kaupið. Kallaði hann á lögregl- una öðru sinni og urðu feðg- arnir að yfirgefa staðinn. Faðirinn, Sigurjón Hreiðars- son, sagði í samtali við blaðið að hann hafi tilkynnt verka- lýðsfélaginu um atburðinn sem jafnframt var beðið að taka að sér innheimtu launanna. Eftir átökin var pilturinn með eymsli í öxl og kvið en sjáan- legir áverkar voru ekki. Faðir hans segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort þeir kæri fyrirtækið. Það greiddi laun piltsins daginn eftir atvik- ið. „Við fórum á staðinn og ræddum við fonáðamenn fyrir- tækisins. Svona samskipti eiga ekki að geta átt sér stað í dag. Þeir leysa ekki málin með handalögmálum", sagði Guð- mundur Finnsson, skrifstofu- stjóri Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur og nágrenn- is. Guðmundur sagði að frá því fyrirtækið hóf rekstur hafi ver- ið mikið um samskiptavanda- mál milli forráðamanna Is- lenskra ígulkera og margra starfsmanna sem hafa komið til vinnu þar. Fyrrnefnt atvik væri ekki það fyrsta sem hafi komið inn á borð verkalýðsfélagsins. Hefur fyrirtækinu sem stofn- að var fyrir tveimur árum hald- ist illa á starfsfólki á meðan fiskvinnsluhús við hlið þess sem greiðir sambærileg laun hefur haldið sama fólki f mörg ár. Blaðið náði ekki sambandi við forráðamenn íslenskra íg- ulkera vegna þessa máls. PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA HAFNAR6ÖTU15 - SÍMI 421 AA40 Kjólar frá 2.990.- Dragtir frá 9.980.- Jakkaföt frá 8.990.- Herrabuxur frá 3.990.- Skyrtur frá 1.990.- Peysur frá 1.990.- Úlpur frá 3.990.-

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.