Víkurfréttir - 07.12.1995, Page 6
7. DESEMBER 1995
VÍKURFRÉTTm
Útgefandi: Víkurfréttir hf.
Afgreiösla, ritstjórn og augiýsingar: Vallargötu 15,
símar 421-4717, 421-5717. Box 125, 230 Keflavík,
myndsími 421-2777, bílas. 853-3717.
Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson,
heimas. 421-3707, GSM 893-3717.
Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson,
heimas. 422-7064, bílas. 854-2917.
Auglýsingastjóri: Sigríður Gunnarsdóttir,
heimas. 421-1256.
Víkurfréttum er dreift ókeypis um öll Suðurnes.
Fréttaþjónusta fyrir Stöð 2 og Bylgjuna.
Aðiili að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.
Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað
er óheimilt nema heimildar sé getið.
Útlit og auglýsingahönnun: Víkurfréttir hf.
Umbrot, filmuvinna og prentun: Stapaprent hf. Njarðvík.
SBK með skoðanakönnun
Sérleyfisbifreiðir Keflavík-
ur dreifa ineð Víkurfrétt-
um í dag skoðanakönnun um
áætlunarferðir fyrirtækisins.
„Við viljum fá að heyra frá
fólki um ferðaáætlun fyrir-
tækisins milli Keflavíkur og
Reykjavíkur“, sagði Steindór
Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri SBK í samtali við blað-
ið.
Þeir sem taka þatt í könnun-
inni eru beðnir að merkja við
eina ferð á dag frá 6.30 á
morgnana til miðnættis, þ.e.
þann tíma sem viðkomandi
myndi vilja að væri áætlunar-
tími SBK. Steindór sagði að
þetta væri að sjálfsögðu gert í
þeim eina tilgangi að bæta
þjónustu fyrirtækisins.
Aðspurður um aukna ferða-
tíðni sagði Steindór að ákveðið
hefði verið að bæta við kvöld-
ferð í tvo mánuði á næsta ári til
reynslu, í febrúar og mars.
Allsherjaratkvæðagreiðsla
Ákveðið hefur verió að viðhafa allsherjargreiðslu í Verkalýðs- og sjómannafé-
lagi Keflavíkur og nágrennis, um kjör aðalstjórnar og stjórnar sjómannadeildar
ásamt trúnaöarmannaráði, stjórn sjúkra og orlofsheimilasjóðs.
Tillögum skal skila á skrifstofu félagsins í síðasta lagi fyrir klukkan 13:00 föstu-
daginn 15. desember næstkomandi.
Hverri tillögu skal fylgja stuðningsyfirlýsing tilskilins félagafjölda.
Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins.
Kjörstjórn
Hugmyndin er hafa ferðirnar
kl. 22.30 frá Keflavík og 23.30
frá Reykjavík.
„Ég vona bara að fólki taki
þátt í skoðanakönnun okkar svo
við getum haft ferðaáætlun
okkar þannig að hún nýtist við-
skiptavinum okkar sem best“,
sagði Steindór.
Þeir sem skila inn skoðana-
könnunar-blaðinu á Umferða-
miðstöðina í Keflavík geta
unnið 10, 15 eða 20 ferða-kort
frá SBK en dregið verður úr
innsendum blöðum. Þrfr heppn-
ir þátttakendur fá vinning. Þess
má einnig geta að skoðana-
könnunar-blaðinu er dreift í
bílum SBK og fáanlegt á Um-
ferðarmiðstöðinni.
Tónlistarskólinn í Keflavík:
Þrennir
jólatónleikar
á fjórum dögum
Jólatónleikar Tónlistar-
skólans í Keflavík verða
í Iþróttahúsi Keflavíkur
nk. sunnudag 10. des. kl.
15. Hljómsveitir og kórar
flytja fjölbreytta efnisskrá.
A þriðjudag 12. des. verða
tónleikar eldri nemenda skól-
ans í Keflavíkurkirkju og
daginn eftir, miðvikudaginn
13. des. verða sérstakir tón-
leikar söngdeildar í Ytri-
Njarðvíkurkirkju. A efnisskrá
verða einsöngur, samsöngur
og kór.
Aðgangur að öllum tón-
leikunum er ókeypis.