Víkurfréttir - 07.12.1995, Síða 24
22
7. DESEMBER 1995
VÍKURFKÉTTm
♦ Birgir Giiðnasou, Harpa
eiginkona lians og
fjölski/hlan öll saiitnn
kontiit á góðri stundii í
afmælisveislunni.
VF-inynd/pket.
Tvö þrítugsafmæli
Tvö stórfyrirtæki í Keflavík og Grindavfk héldu upp á þrítugsafmæli sín um
sfðustu lielgi, annars vegar BG Bílakringlan i' Keflavík og hins vegar
Útgerðafélagið Vfsir hf. í Grindavfk. Var mikið fjör á báðunt stöðum en BG-teitið
var haldið í snókersalnum í Grófinni en Vísis-veislan var í Veitingahúsinu við
Bláa lónið í Grindavík. Voru meðfylgjandi myndir teknar við þessi tækifæri en
við birtum fleiri myndir úr þessum afmælisveislum íjólablaðinu í næstu viku.
♦ Hluti Vísis-fjölskyld-
unnar. Páll H. Pálsson og
ciginkona hans Margrét
Siglwatsdóttir og sonur
þeirra Pctiir og eigiiikona
haits, Ágiísta Óskarsdóttir.
Aðalfundur GS:
Fjölga þarf félögum
Tæplega finim þúsund
manns léku golf í júní,
júlí og ágúst síðastliðið suniar
á Hólmsvelli í Leiru. Þetta
koni frant á aðalfundi Golf-
klúbbs Suðurnesja 26. nóv. sl.
Þrátt fyrir jiað fækkaði félög-
um unt 10% á árinu.
Róbert Svavarsson var end-
urkjörinn formaður klúbbsins
og sagði hann það vera eitt af
mörgum verkefnum GS að
vinna að fjölgun félaga í GS.
Óneitanlega hefði óhagstætt
veðurfar haft neikvæð áhrif á
meðlimafjölgun á nýliðnu
sumri en engu að síður þyrfti
að huga enn frekar að ýmsu
málurn til að laða að nýtt fólk í
klúbbinn.
Á fundinum voru samþykkt-
ar breytingar á tveimur braut-
um Hólmsvallar í Leiru, sjö-
undu og þeirri áttundu sam-
kvæmi teikningum Hannesar
Þorsteinssonar, golfvallararki-
tekts. Hannes var beðinn, eftir
mikla umræðu á aðalfundi
1994 að koma með úttekt á
þessum tveimur holum og hug-
myndir um framtíðargerð
þeirra. Hann lagði til að þeim
yrði breytt á nýjan leik, þ.e. að
7. holan yrði par 4 og sú átt-
unda par 3. En Hannes gerði
meira því hann lagði fram
teikningu að framtíðarskipulagi
Hólmsvallar. Þar kom hann
fram með breytingar á nokkr-
um holum á vellinum. Þessi
skipulagsteikning hans verður
kynnt betur á félagsfundi á
næsta ári þar sem farið verður í
saumana á henni áður en hún
verður lögð fram til samþykkt-
ar. í bréft frá Hannesi sem lesið
var á fundinum kom fram að
hann hafi rætt við tjölda kylf-
inga, bæði heimamenn og aðra
um hin ýmsu atriði vallarins
áður en hann lauk við gerð
þessarar teikningar. Hann hrós-
aði Hólmsvelli í hástert og telur
hann einn besta völl landsins
en taldi upp nokkur atriði sem
hann vill breyta. Þá voru einnig
kynntar fleiri framtíðartillögur,
s.s. bygging vélahúss sem haf-
ist verður handa við á næsta
ári, bygging nýs æfingasvæðis
sem verður með yfirbyggðum
skýlum og loks nokkrum
skemmtilegum breytingum á
golfskálnum.
Rekstur klúbbsins er í ágætu
horfi. Þó var minni rekstraraf-
gangur á árinu en áætlað var,
sem kemur fram í fækkun fé-
laga og minni vallargjöldum.
Félagar í GS eru nú 270. Veðr-
ið spilar inn í báða þessa þætti,
sem eins og fyrr segir var ekki
hagstætt í sumar fyrir golfleik.
I máli Einars Guðbergs fram-
kvæmdastjóra kom fram að
fimmtíu manns hefðu leikið
golf að meðaltali hvern dag í
júní, júlí og ágúst í sumar eða
samtals 4870 manns.
Nýja stjórn GS skipa: Róbert
Svavarsson forntaður, aðrir í
stjórn eru Jóna Gunnarsdóttir,
Elías Kristjánsson, Þórður
Karlsson, Sæmundur Hinriks-
son, Sigurður Lúðvíksson og
Sturlaugur Ólafsson.
Stjórn Heimis, félags
ungra sjálfstæðismann:
Fagnar
ákvörðun
baqar-
yflrvalda
Sljórn Heimis, félags ungra
sjálfstæðismanna í Reykjanes-
bæ, fagnar þeirri ákvörðun
bæjaryfirvalda að auka ekki
álögur á bæjarbúa á árinu 1996.
Jafnframt skorar stjórn fé-
lagsins á bæjarráð og bæjar-
stjórn að gæta þess við gerð
fjárhagsáætlunar að skuldir
bæjarfélagsins aukist ekki,
heldur þvert á móti lækki á
komandi ári, enda eru lántökur
dagsins í dag, reikningur kom-
andi kynslóðar, segir í ályktun
félagins frá föstudeginum
3. sept. sl.
♦ Á aðalfitndi Golfklúbbs Siiðurnesja á dögunum voru samþykktar
breytingar á sjöundu og áttundu braut Hólmsvallar í Leiru. Að
ofan má sjá framtiðarskipulag golfvallarins t' Leiru. VF/mynd: pket.
Sjúkrahús Suðurnesja:
Islenskt lækna og
hjúkrunarfólk á
hersjúkrahúsið?
Heilbrigðsráðherra hef-
ur stofnað nefnd til að
eiga viðræður við forráða-
menn hersjúkrahússins á
Keflavíkurflugvelli unt að
Sjúkrahús Suðurnesja
þjónusti hersjúkrahúsið.
Hersjúkrahúsið kaupir nú
þegar þjónustu af Sjúkrahúsi
Suðurnesja sem það getur
ekki veitt sjálft. Hrafnkell
Óskarsson, yfirlæknir SHS
er einn Suðurnesjamanna í
fimm manna nefnd sem ráð-
herra hefur ákveðið en ekki
enn skipað. Hann sagði að
hugmyndin sem ræða eigi sé
um það hvort ekki sé hægt að
veita hersjúkrahúsinu alla
þjónsutu sem þeir þurfa á að
halda á því verði sem þeir
greiða sfnu fólki í dag.
Ingibjörg Pálmadóttir Iteil-
brigðisráðherra hefur gefið
það út að náist samningar við
hersjúkrahúsið geti það kom-
ið sem nýr flötur í samninga
um byggingu D-álmu við
Sjúkrahús Suðurnesja.
Steindór á
sex sléttum
í síðustu viku var farið með
nokkra bæjarfulltrúa í rútuferð
um tilvonandi leiðarkerfi al-
menningsvanga bæjarins og var
með í för starfshópur um al-
menningsvagnasamgöngur.
Óhætt er að segja að þar hafi
sjálfur framkvæmdastjórinn
hrist ærlega upp í liðinu því
menn og konur gengu víst náföl
út úr þeirri reisu og var engu
líkara en menn væru enn hálf-
skelkaðir á bæjarstjórnarfund-
inum í fyrrakvöld þegar þetta
mál bar á gónta í glettnum tón.
Þótti mönnum framkvæmda-
stjórinn aka heldur greitt enda
skilaði hann liðinu til baka á
sex mínútum sléttum. Svaraði
fra m sóknarm aðu ri n n fó t fi m i
því til. að ástæðan fyrir þessum
föla' lit farþeganna hefði verið
sú að hann hafði látið þvotta-
manninn hella úr heilum þrif-
brúsa í rútuna, áður en haldið
var í förina og uppgufunin hafi
valdið því að aílir Itafi orðið
svo fölir á eftir. Tóku fundar-
menn lítt undir þessa afsökun
og óskuðu eftir að hann héldi
öllum hjólum niðri á næstunni.