Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.12.1995, Side 25

Víkurfréttir - 07.12.1995, Side 25
WfíURFRÉTTIR 7. DESEMBER 1995 23 Tveir tapleikir hjá Keflvíkingum að var ákaflega sárt að tapa þessum leikjum og sérstaklega þar sem misstum niður álitlega stöðu í þeim báðum, sagði Jón Kr. Gísla- son þjálfari og leikmaður Keflvíkinga í samtali við Vík- urfréttir uni tvo tapleiki Keflvíkinga í síðustu viku. Keflvíkingar töpuðu fyrst mjög óvænt fyrir Breiða- bliksmönnum í Kópavogi 80:79 fyrir viku og í kjölfarið kom svo tapleikur gegn Haukum í Keflavík á sunnu- dagskvöldið sem endaði 108:102 fyrir Hauka eftir framlengdan leik. í báðum þessum leikjum höfðu Kefl- víkingar vænlega töðu í hálf- leik en í þeim síðari fór flest úrskeiðis og Ijóst er að Kefla- víkurliðið þarf að taka sér tak ef þeir ætla að verða með í baráttunni um íslands- meistaratitilinn. Keflvíkingar léku vel í fyrri hálfleik gegn Haukum og skor- uðu þá 60 stig gegn 47 stigum Hauka sem segir sína sögu. þar af voru níu 3ja stiga körfur. En í þeim síðari fór smám saman að halla undan og á lokasek- úndunum jöfnuðu Haukarnir með mikilli baráttu. í fram- lengingunni gerðu Keflvíkingar sig seka um of mörg mistök sem kostuðu þá sigurinn í leiknum og var þetta fyrsta tap þeirra á heimavelli í vetur. „Við eigum þrjá erfiða leiki eftir fram til áramóta þar sem við verðum að ná hagsæðum úrslitum," sagði Jón Kr. Gísla- son. Næsti leikur okkar er gegn ÍR-ingum í Reykjavík og það verður áreiðanlega hörðu viðureign þvf þeir virðast vera í svipuðum styrkleikaflokki og við. Síðast töpuðum við fyrir þeim eftir framlengingu en við ætlum okkur að gera betur núna. þar á eftir leikum við gegn Njarðvíkingum heima og síðasi leikurinn verður gegn Tindastóli á útivelli og eins og sést þá eru þetta allt úrslitaleik- i ir um sæti,“ sagði Jón Kr. enn- fremur. Stig Keflvfkinga gegn Hauk- um: Guðjón Skúlason 23, Lenear Burns 19, Falur Harðar- son 16, Sigurður Ingimundar- son 13, Albert Óskarsson 13, Gunnar Einarsson 11, Jón Kr. Gfslason 7. I Kópavogi var leikur Kefl- víkinga svipaður og gegn Haukum þeir höfðu 17 stig yfir í hálfleik 52:35, en í þeim síð- ari skoruðu þeir aðeins 27 stig! Ótrúlegt hjá liði sem hefur yfír að ráða jafn snjöllum leik- mönnum og Keflavík. Stigin: Falur Harðarson 23, Guðjón Skúlason 21, Lenear Burns 17, Sigurður Ingimund- arson 16, Albert Óskarsson 2. Kvennakarfa: Kaninn kominn Bandaríski leikmaðurinn sem von var á til kvenna- liðs Keflavíkur er komin. Hún heitir Veronica Cook og hefur leikið með Kentucky háskólanum sl. fjögur ár. Cook er 22 ára og mun byrja leik með Keflavíkurliðinu uni leið og öll tilskilin leyfi fást. Njarðvíkurstúlkur léku við Tindastól á heimavelli sínum sl. laugardag. Leikurinn var mjög kaflaskiptur og í fyrri hálfleik leit út fyrir öruggan sigur gestanna. Njarðvíkur- stelpur fóru á kostum í seinni hálfleik og skoruðu 56 stig á meðan Tindastólsstelpur skor- uðu bara 16 og urðu lokatölur 84-64 fyrir Njarðvík. Suzette Sargent var stigahæst hjá Njarðvík með 25 stig. Grindavík bar sigurorð af Val, 41-58, að Hlíðarenda. Leikurinn var jafn lengi vel, en Sígur hjá Reyni Reynismenn gera það gott í körfunni þessa dagana og um síðustu helgi unnu þeir frækinn sigur á Leikni, 71-83. Með þess- um sigri hafa Reynismenn svo sannarlega blandað sér í barált- una um úrslitasæti í 1. deildinni. Reynismenn eru nú í fjórða sæti deildarinnar, hafa sigrað í fjórum leikjum, en tapað ftmm. Grindavíkurstúlkur keyrðu fram úr í síðari hálfleik og tryggðu sér þar með sigurinn. Penny Peppas var stigahæst í liði UMFG með 22 stig. Staðan Suðumesjaliðanna í deildinni hefur lítið breyst, en rétt er að taka fram að stórleik- ur Breiðabliks og Keflavíkur átti að fara fram í gærkvöldi eftir að blaðið var farið f prent- un. Nk. þriðjudag, 12.desem- ber verður leikið í 8 liða úr- slitum bikarkeppninnar. Um stórleik er að ræða þar sem mætast lið Grindavíkur og Keflavíkur. Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu í Grindavík og hefst kl. 20. Rétt er að hvetja alla stuðn- ingsmenn þessara liða til að fjölmenna því leikurinn verður örugglega æsispenn- andi! Keflvíkingar ppúðastin Kellvíkingar hlutu Drago styttuna svokölluðu fyrir að vera prúðasta lið- ið í l.deild í knattspymu sl. sumar. Styttan var afhent á 50. ársþingi KSÍ um síðustu helgi og hlutu Keflvík- ingar 32 stig í kjörinu. Þess má einnig geta að dregið var um töfluröð í Islandsmótinu og mun fyrsti leikur Keflvíkinga á næstu leiktíð verða heima, gegn KR. Njarðvíkingar aftur á sigurbraut Eftir tvo tapleiki í röð hjá Njarðvíkingum sem voru báðir gegn Haukum réttu þeir út kútnum með tveim sigurleikjum f vikunni og eru þeir því enn aðeins tveim stigum á eftir Hafnarfjarðar- liðinu. Fyrst léku þeir gegn IR-ingum í Ljónagryfjunni og unnu þar sannfærandi sig- ur 93:80 og síðan sigruðu þeir Blika 102:79 í Kópavogi á sunnudagskvöldið. Leikurinn gegn IR-ingum var afar þyðingamikill þar sem bæði liðin voru á svipuðum slóðum í riðlinum. Fyrri hálf- leikur var jafn og munurinn að- eins eitt stig í hálfeik 45:44, en í þeim síðari snéri Teitur Ör- lygsson blaðinu við fyrir Njarðvíkinga með frábærum leik hann setti þá 21 stig og þar af voru 5 3ja stiga körfur. það munar um minna. „Þetta var ágæru leikur af okkar hálfu og sigurinn kærkominn eftir ófar- irnar gegn Haukum,“ sagði Hrannar Hólm þjálfari Njarð- víkinga eftir leikinn. „Njarð- víkingar geta leikið vel það sýndi sig að þessu sinni, en við afar slakir í vörninni í síðari hálfleik og vorum þá eins og sagt er á hælunum," sagði John Rhodes þjálfari og leikmaður ÍR. Stig Njarðvíkinga: Teitur Örlygsson 28, Rondey Robin- son 20, Páll Kristinsson 10, Gunnar Örlygsson 8, Rúnar Arnason 8, Friðrik Ragnarsson 7, Jóhannes Kristbjörnsson 7, Sverrir þór Sverrisson 3, Krist- inn Einarsson 2. I Kópavogi gerðu Njarðvík- ingar nánast út um leikinn í fyrri hálfleik með afar kröftug- um leik og náðu þá upp 20 stiga forskoti 56:36. í síðari hálfleik fór leikurinn úr bönd- unum en lokatölur urðu 102:79. Stig Njarðvíkinga: Rondey Robinson 24, Páll Kristinsson 17, Kristinn Einarsson 16, Jó- hannes Kristbjörnsson 12, Gunnar Örlygsson 8, Jón Júlíus Arnason, Sverrir þór Sverris- son 6, Teitur Örlygsson 5, Friðrik Ragnarsson 4, Örvar Kristjánsson 2. Fpekap slappt í vestupbænum Grindvíkingar báru sigutorð af KR í frekar tfðindalitlum leik á Seltjarnarnesi sl. sunnu- dagskvöld. KR leiddi leikinn framan af, en Grindvíkingar jöfnuðu rétt fyrir leikhlé. Stað- an í leikhléi var jöfn 37-37. Liðin skiptust á um forystuna í byrjun síðari hálfleiks, svo náðu KR-ingar forskoti en mis- stu taktinn og Grindvíkingar sigldu framúr. Lokatölur leiks- ins urðu 74-67. Margir reynd- ustu leikmenn UMFG sýndu ekki sitt rétta andlit og segja má að ungu mennirnir hafi bjargað deginum. Helgi Guð- finnsson og Páll Axel Vi 1 - bergsson áttu góðan leik og var Helgi stigahæstur Grindvík- inga með 20 stig, en Guð- mundur Bragason kom næstur með 17. UMFG lagði Val Grindvíkingar sigruðu einn- ig í viðureign sinni við Vals- menn á Hlíðarenda á fimmtu- dag í síðustu viku. Lokatölur urðu 89-110 fyrir Bikarmeist- arana. Leikurinn varð að hálf- gerðu einvígi útlendinganna sem endaði með þvf að nýi Valsmaðurinn Bayless skoraði 39 stig en Hermann Myers skoraði 30. Einvígi liðanna fór hins vegar á annan veg því Grindvíkingar tryggðu sér sig- ur á Iokakafla leiksins. Stiga- hæstir voru Myers með 30 stig eins og fyrr segir, Guðmundur Braga var drjúgur að venju og skoraði 26 stig, Hjörtur Harðar skoraði 14 og Helgi Jónas 13. Grindvíkingar eru með örugga forystu í B-riðli og virðist fátt ætla koma í veg fyrir að þeir verði á toppi hans f vor. ♦ Guðmundur Brngason skor- nði 43 stig fyrir UMFG í síð- ustu tveimur sigurleikjum Grindavíkurliðsins sem er langefst í B-riðli DHL-deildar- innar í körfu. PfíNTIÐ SNITTCIR TÍMVMW’' \\\\\\l jolw MATARLYST ■mjm XELS SIMI 421 4797

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.