Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.02.1996, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 22.02.1996, Blaðsíða 16
Það er búið að vera mikið líf á Strikinu undanfarnar helg- ar og Keflavíkurnætur hafa svo sannarlega slegið í gegn. Ljóst er að haldnar verða aukasýningar. Um síðustu helgi var María Baldursdóttir gestasöngkona og um næstu helgi mun Rut Reginalds mæta til leiks en hún hefur verið í „fæðingaorlofi" frá Keflavíkurnóttum. Meðfylgjandi myndir eru frá frumsýningarkvöldinu. VF/myndir: Hilmar Bragi EXILE SHOW Exile-hópurinn af Suður- nesjum mætti með enn eina sjóðheitu sýninguna á Strikið sl. föstudags- kvöld. Hápunktur sýning- arinnar var þegar eini karlmaðurinn í hópnum hóf að fækka fötum við mikinn fögnuð stúlkn- anna í salnum. Undirfötin voru hins vegar ekki karl- mannleg. VF/myndir: Hilmar Bragi Verð að syngja eitthvað á hverjum degi segir Sigríður Aðalsteinsdóttir, söngnemandi í Vínarborg Ifjölskrúðugri flóru menningarlífsins í Vínarborg má finna nokkra íslenska tón- listarnemendur. Fyrir ekki margt löngu síðan birt- um við viðtal hér í blaðinu við Bjarna Thor Kristins- son sem stundar söngnám ytra. I sömu erindagjörðum er Sigríður Aðalstcinsdóttir, ung kona úr Keflavík. Sig- ríður söng í Þeytingi, skemmtiþætti á Ríkissjón- varpinu sem tekinn var upp í Reykjanesbæ, og vakti verðskuldaða athygli. Sig- ríður er í sambúð með Gunnari Valdimarssyni húsasmíðameistara og á 3 börn. Tvö þeirra, stúlkurn- ar Helga og Guðný eru með móður sinni ytra en hjá Gunnari hér heima er son- urinn Cristian Bjarki. Móð- ir Sigríðar, Björk Friðriks- dóttir, er einnig út í Vín með Sigríði. „Christian þarf á sérfræði- þjónustu að halda vegna fölt- unar sinnar og hana fáum við ekki jafngóða ytra og hér heinta. Þess vegna er þessu nú svona háttað" sagði Sigríð- ur þegar blm. spurði hana hvernig stæði á því að fjöl- skyldan væri ekki öll í Aust- urríki. En hver er hún þessi kona ? „Eg er fædd og uppalin í Reykjavík og að hluta til hjá bróður mínu Reyni Aðal- steinssyni hestamanni í Borg- arfirði og konu hans Jónínu Hlíðar. Sumaiið 1986 flutti ég til Austurríkis, bjó og starfaði þar um tíma á hestabúgarði hjá bróður mínum. Höskuldi Aðalsteinssyni. Hann hefur starfað þar um árabil og kepp- ir m.a. fyrir Austurríki í hesta- íþróttum. 1988 fluttist ég til Keflavíkur og bjó þá til að bytja með hjá móður minni á Sóltúninu en við Gunnar hóf- um sambúð í ársbyrjun 1991. Þá um haustið fæddist svo Helga dóttir okkar en Guðný fæddist 1993. Ég Iauk stúd- entspróf frá FS í desember 1991 og fannst mjög gaman í Fjölbrautaskólanum. Þar var mjög gott kennaralið og ég á mjög góðar minningar þaðan. Ég er ættuð að vestan en langamma mín, Guðný Sveinsdóttir, bjó hér í Kefla- vík hjá dóttur sinni og ömmu- systur minni Bergþóru Magn- úsdóttur á Hafnargötunni, auk þess sem ég átti hér aðra ömmusytur Svövu Magnús- dóttur. Þessar hefðarkonur heimsótti ég oft setn barn þegar ég bjó í Reykjavík og því má segja að Keflavík hafi alls ekki verið mér framandi þegar ég fluttist hingað ásamt syni mfnum Christian Bjarka frá Austurríki". Hvenær fórstu svo að læra söng ? „Þegar ég kom heim frá Aust- urríki 1988 vissi ég alveg ♦ Sigríður ásamt Huldu Björk Garðarsdóttur en þær sungu saman í kórnum í La Traviata sem íslenska Óper- an setti upp í febrúar 1995 16 V íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.