Víkurfréttir - 22.02.1996, Page 17
hvað ég vildi. Söngnámið hóf
ég strax um haustið hjá Eli'sa-
betu F. Eiríksdóttur í Söng-
skólanum í Reykjavík og
lauk burtfaraiprófí þaðan s.l.
vor undir handleiðslu Þuríðar
Pálsdóttur. Reyndar er ég að
ljúka seinni hluta prófsins,
sem eru einsöngstónleikar, í
kvöld (fnnmtudaginn 18. jan-
úar innsk. blm).
Er ekki erfitt að vera við nám
í útlöndum en skilja hluta
fjölskyldunnar eftir heima?
„Auðvitað er það mjög erfitt.
Eg verð einnig vör við að
fólki finnst þetta skrýtið, sér-
staklega af því að ég er kona.
Það er langt þangað til að
konur geta í rauninni leyft sér
að gera allt jafnt á við karla.
Ef ég væri karl og konan sæti
eftir heima með bömin horfði
málið örðu vísi við. En ég er
svo heppin að eiga yndisleg-
an eiginmann sem er alveg
einstakur auk þess sem
mamma og foreldrar Gunn-
ars, Jóhanna Sæmundsdóttir
og Valdimar Gunnarsson
hafa reynst okkur ómetanleg
hjálp".
Hvemig gengur námið í Vín?
„Mjög vel. Eg er í söngtfm-
um hjá frábæmm söngkenn-
ara, Sebastian Vittucci, en
sæki alls konar önnur fög í
Tónlistarskóla Vínarborgar.
Þar er ég í ópemdeildinni og
mun syngja hlutverk Niku-
lausar í óperunni Ævintýri
Hoffmanns f apríl.
Eru margir góðir söngnem-
endur í skólanum ?
.Já og alls staðar úr heimin-
um, frá Kóreu, Japan, Þýska-
landi og víðar. Annars kom
mér á óvart hvað ég stóð í
rauninni vel í samanburði við
hina nemendurna þegar ég
kom út, sem sagði ntér að ég
hef fengið mjög góða mennt-
un hér heima. „
Hvaðan kemur söngáhuginn?
„Frá föður mínu Aðalsteini
Höskuldssyni, sem nú er lát-
inn. Hann var mikill söng-
maður af Guðs náð og hafði
yndislega rödd. Hann fór í
einn söngtíma um ævina og
fannst ekki mikið til koma,
fussaði og sveiaði. Hann
þurfti enga kennslu. Það er
mikið af slíkum náttúru-
söngvurum á Islandi og má
fullyrða að einn slíkur leynist
í hverri sveit. Sænskur vinur
minn sem er söngkennari
fullyrðir að nonænar raddir
séu svo bjartar og sérstakar
að í rauninni séu þær ein-
stakar. Við höfum þetta í
blóðinu ef svo má segja.
Og framtíðaráformin ?
„Eg set nú ekki stefnuna á
toppinn í þeim skilningi. Eg
hef alltaf verið mjög jarð-
bundin og lít á þessa vera
mfna úti sem nauðsynlegan
tíma til þess að safna reynslu
og kunnáttu áður en ég kem
heim aftur. Eg vona að ég fái
tækifæri til þess að syngja hér
heima og starfa í eðlilegu
umhverfi þar sem tónlistin er
viðurkennd sem fullgilt fag.
Kannski mun ég snúa mér að
kennslu en ég útiloka ekki
störf erlendis ef þau bjóðast.
Eg kemst ekki í gegnum dag-
inn án þess að syngja. Eg
held að fólk verði að hafa
mikla og góða reynslu svo
það geti miðlað öðrum af ein-
hveiju gagni. Eg veit nú samt
ekki hvernig þetta fer. Mig
langar að fara meira út í
ljóða- og oratorfunám en
hvort þetta fyrirkomulag á
fjölskyldulífinu gengur upp á
eftir að koma í ljós. Hugsan-
lega mun ég stunda námið
með því að búa hér heima en
sækja námskeið erlendis og
fara þá nokkmm sinnum út á
ári. Framtíðin verður að leiða
það í ljós “ sagði Sigríður að
lokum og kvaddi blm. enda
burtfaraiprófstónleikamir eft-
ir nokkrar klukkustundir og
að ýmsu að hyggja.
Hleðslur
fá nýtt
hlutverk
Gamlar steinhleðslur við
Hafnargötuna sem fyrir
nokkru lentu undir mold og
torfi fá nýtt hlutverk. Nú er
unnið að því að grafa þær upp
og síðan verða þær notaðar í
gamla bænum í Keflavík.
Mikið hagræði er í þvf að
grafa hleðslurnar upp í stað
þess að höggva til nýtt gijót.
V íkurfréttir
17