Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.05.1996, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 02.05.1996, Blaðsíða 3
♦ Frá nafna-mótmælum fyrir framan bæjarskrifstofurnar i fyrra. Einharéttur Steinþórs Jónssonar á nafninu Reykjanesbœr: Getur ekki bannað okkur að neta nafnið -segir Ellert Eiríksson bœjarstjóri „Það er mitt mat að þetta nýja sveitafélag sem varð til við sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna heiti og eigi nafnið Reykjanes- bær“, sagði Ellert Eiríksson bæjarstjóri í samtali við blaðið sl. þriðjudag um einkarétt Steinþórs Jóns- sonar á nafninu Reykjanes- bær. Steinþór segir viðbrögð fólks við þessu sérkennilega nýja „nafnamáU“ hafa verið mjög góð. Ellert ítrekaði að málið væri til umfjöllunar en hafi ekki verið samþykkt. Framhaldið muni ráðast á næstu tveimur mánuðum sem Einkaleyfa- stofan gefur til athugasemda á einkaréttinum. „Þetta hefur í raun ekki neina aðra þýðingu. Auðvitað geta ákveðnir aðilar sótt um einka- leyfi á hinu og þessu og ætti Einkaleyfastofan að sjá um að það sé athugað hvort nöfn eru þegar f notkun eins og þetta bæjarnafn", sagði Ellert og bætti því við að nafnið hafi birst í B. deild Stjómartíðenda 10. október 1995 og að kosn- ingar um nafnið hafi farið fram 8. apríl 1995. Bæjar- stjórnin samþykkti síðan í maíbyrjun 1995 að óska eftir staðfestingu á nafninu við Fé- lagsmálaráðuneytið. „Stein- þór sækir um nafnið 22. sept- ember á síðasta ári og auglýs- ing hans birtist síðan seinna eða nú í apríl 1996“, sagði Ellert. Steinþór Jónsson hótelstjóri á Hótel Keflavík segir marga hafa hringt í sig út af þessu máli og hafi viðbrögð fólks veriðjákvæð. “Það hefur verið miskilningur í gangi og vil ég af því tilefni ítreka það að ég hef einkarétt á nafninu Reykjanesbær. Ef það gengur eftir geta ekki aðr- ir notað það á sama tíma.“ Steinþór sagði Einkaleyfastof- una hafa sagt að tveir aðilar gætu ekki notað sama nafn. Það gæti orðið mglingslegt. Hann segist ekki hafa heyrt frá bæjarstjóm Reykjanesbæj- ar ennþá og að málið yrði bara að hafa sinn farveg en ít- rekaði að hann væri aðeins að fylgja eftir sannfæringu sinni. „Reykjanesbær er gott nafn en það getur aldrei yfirtekið Keflavík sem er þekktasta nafn okkar Islendinga" sagði hann ennfremur. Ellert sagði vera ákveðið sam- komulag í sveitastjórnarlög- um um nafngiftina og væri hún ákveðin á grundvelli þeirra laga. „Ég sé ekkert at- hugavert við það að Hótel Keflavík noti nafnið við ferðaskrifstofurekstur en það em engar forsendur fyrir því að þeir geti bannað okkur að nota það. Það væri þá ekki nema að bæjarfélagið færi út í svipaðan rekstur og hótelið. Ég vil þó taka það skýrt fram að ég hef ekki skoðað málið út frá lagalegum hliðum og hef í raun ekki fengið neinar upplýsingar urn það“, sagði Ellert. Félagsmálaráðuneytið hefur gert athugasemd við ummæli Steinþórs í Víkurfréttum í síðustu viku varðandi einka- réttinn á nafninu Reykjanes- bær og Steinþór sagði það rétt að ráðuneytið hefði í raun ekkert með málið að gera en það hafi staðfest að hann sótti um nafnið á undan sem þýddi að hann hefði lögin sín megin „Það em lögin sem gilda skýrt og skorinort" sagði Steinþór. Ellert sagði málið snúa að Fé- lagsmálaráðuneytinu þar sem það hafi staðfest umsókn þeirra á sfnum tíma. „Við munum síðan að sjálfsögðu senda Einkaleyfastofunni upplýsingar um málið" sagði bæjarstjórinn að lokum. Lambahamborgara- hryggurfráKjötsel 597 KRONUR KILOID Grillsneiðar frá Kjötsel 540 KRONUR KILOID Hrásalat frá Gæðasalati, 215 gr. 75 KRONUR Hrásalat frá Gæðasalati, 360 gr. 99 KRONUR Ommupizza 400 gr. 298 KRONUR Ross9"pizza 149 KRONUR Vínber, blá eða græn 348 KRONUR KILOID Kiwi 149 KRONUR KILOID Ferskarperur 89 KRONUR KILOID - ■ KYNNING Á FÖSTflDAGWsö|unnl Kvnnum osta fra OsjaG°® atvælum paSt„Tkexfrá Götaborgs- OPIÐ LAUGARDAGA KL. 10-16 SUNNUDAGA KL. 12-18 ihMsamkmip V íkurfréttir 3

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.