Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.09.1996, Qupperneq 3

Víkurfréttir - 19.09.1996, Qupperneq 3
Félagsleg aðstoð eykst Ljóst er að umtalsverð aukning hefur orðið í tjölda þeirra sem sækja félags- lega aðstoð til Reykjanesbæjar. Kemur þetta fram í bókun félagsmálaráðs þar | sem óskað er eftir 5 milljónum í um- framfjárveitingu. Þótti bæjarfulltrúum þetta lýsa stöð- ] unni í samfélaginu mjög vel og kom | fram á fundi þeirra sl. þriðjudag að hið margumtalaða góðæri væri ekki enn sjáanlegt. Anna Margrét Guðmundsdóttir (A) sagði að það væri greinilegt að hópur- inn sem sækir þessa þjónustu væri að breytast og væri það oft fólk í fullri vinnu sem gemr ekki lifað á launum sínum. Oskaði hún eftir því ásamt Jó- hanni Geirdali (G) að gerð yrði grein- ing á því fólki sem fær félagslega að- stoð og þá með samanburði á því hvernig áður var. Jóhann sagði að raunveruleikinn væri sá að tregða Vinnuveitendasambandsins við það að hækka taxta væri að skapa „bótasam- félag“ í landinu. Ákveðið var að hitta félagsmálafull- trúa í bæjarráði og skoða stöðuna áður en umframfjárveitingin fer fyrir endur- gerð fjárhagsáætlunnar fyrir árið 1996. Reykjanesbær: Verktökum verði veitt meira aðhald | Bæjarfulltrúar ræddu málefni verktaka á fundi sínum sl. þriðjudag og veltu fyrir sér ýmsum leiðum til þess að veita verktökum meira aðhald. Er talið að þvf hafí verið ábótavant og að alltof algengt sé að verktakar standi ekki við verkáætlun á tíma. Einnig J hefur borið á að frágangur sé til vansa svo að af stafi slysahætta ekki síst í viðkvæmum verkefnum sbr. fram- kvæmdir við Básveg í nágrenni Hótels Keflavíkur nú í sumar. Sagði Jónína Sanders (D) að þær framkvæmdir væru líkar því og að farið væri að grafa upp alla Hafnaigötuna í miðjum desembermánuði. Ræddu bæjarfulltrúar ýmsar leiðir til úrbóta og var málið tekið fyrir í skipu- lags og tækninefnd sem bókaði m.a. eftirfarandi um málið. „Nefndin fer fram á að verktökum verði sýnt meira aðhald framvegis og að verkáætlun standisf‘. Gluggatjaldaefni fró 200 kr./m Komið og gerið góð koup! Tjarnargötu 17 - Keflavík - sími 421 2061 tKjSJÍa UTSOLU MABKASURINN AB HÓLM6ARÐI2 í FULLUM 6AN6I 6ERIÐ 6ÓÐ KAUP Suðurnesjabúar Velkomin á barnadaga ^ í Apóteki Keflavíkur cfc 23. - 27. september Kynningar og tilboð í gangi alla dagana Kíktu inn og kynntu bér besta úrval afibarnavórum á Suðurnesjum Ath. að hjá okkur færðu alltaf lyfin á lágmarksverði Apótek Keflavíkur þjónusta í 45 ár Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.