Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.09.1996, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 19.09.1996, Blaðsíða 6
FRETTIR Útgefandi: Vikurfróttir ehf. kt. 710183-0319 Afgreidsla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15, Keflavik, simar 421 4717 og 421 5717 fax 421 12777 • Ritstjóri og ábyrgdarmadur: Páll Ketilsson, heimas: 421 3707 og GSM 893 3717 Bill: 853 3717 • Fróttastjóri: Hilmar Bragi Bárdarson, heimas: 422 7064 Bíll: 854 2917 • Auglýsingadoild: Inga Brynja Magnúsdóttir • Blaðamadur: Dagný Gísladóttir, heimas: 421 1404 • Afgreidsla: Stefanía Jónsdóttir og Aldis Jónsdóttir • Vikurfróttum er droift ókoypis um öll Sudurnes. • Fróttaþjónusta fyrir Stöð 2 og Bylgjuna a Sudurnosjum. • Fróttaþjónusta fyrir Dag-Tímann á Sudurnesjum. Eftirprentun, hljódritun, notkun Ijósmynda og annad er óheimilt, nema heimildar sé getid. • Útlit, auglýsingahönnun, litgroining og umbrot: Vikurfréttir ehf. • Filmuvinna og prentun: Stapaprent ehf., Grófin 13c Keflavík, sími 421 4388 Stafræn útgáfa Víkurfrétta: http://www.ok.is/vikurfr Netfang/rafpóstur: vikurfr@ok.is Leiðarinn Barátta íferðaþjónustu Sumarið er nú senn á enda og er ekki hægt að segja annað en að veð- urguðirnir hafi verið okkur hér á suð-vesturhomi landsins hliðhollir, reyndar allt þetta ár. Mörg bæjarfélög, stór og smá hafa gerðu sig áber- andi í fjölmiðlum með einhvers konar húllumhæi. Það gerðu þau með því að setja upp og auglýsa margs konar hátíðir, sem ýmist stóðu yfir í eina eða fleiri helgar eða hreinlega í allt sumar. Boðið var upp á skemmtanir og menningarafþreyingu sem gestir og bæjarbúar gátu sótt. Ljóst er að bæjarfélög leggja orðið áherslu á að vera í umræðunni og áberandi til að lokka til sín sem flesta sumarleyfisfara enda hefur það sýnt sig að ferðamenn, og þá frekar íslenskir skilja eftir sig talsvert fé þegar þeir koma í heimsókn. Ekki er hægt að segja að Suðurnesjamenn hafi farið mikinn í þessum málum. Reykjanesbær, eitt af fimm stærstu bæjarfélögum landsins gæti til að mynda gert miklum mun betur í þessum málum enda ætti ekki að vera vandkvæðum bundið að setja upp og fylgja eftir einhvers konar sumarvaka með tilheyrandi aðdráttarafli. Bæjarfélagið komst þó í fram- línuna þegar Byigjan og Stöð 2 koinu í heimsókn og voru með útsend- ingar héðan. Fjölskyldudagar í Reykjanesbæ voru haldnh' á sama tíma og tókust mjög vel. Þá má ekki heldur gleyma ágætri tilraun Grindvík- inga um hvítasunnuna með „Sjóaranum síkáta". Það kostar peninga ef menn vilja ná frekari landvinningum í ferðaþjón- ustu. Þó svo auðvelt sé að gagnrýna bæjar- og sveitarfélög á svæðinu er Ijóst að ekki er hægt að setja ábyrgðina eingöngu á þau . Fyrirtæki og aðilar í ferðaþjónustu og rekstri henni tengdri hljóta að þurfa að sama skapi að „taka upp budduna" og leggja til í þessa fjárfestingu til fram- fara. Sama hvort hátíðirnar heita „Sumar á Selfossi", Humarhátíð á Hornafirði eða Listasumar á Akureyri svo eitthvað sé nefnt þá er ljóst að aðilar þuifa að taka höndum saman svo gera megi betur. Páll Ketilsson. Flugleiðir Flugleiðir óska eftir verðhugmyndum í að hreinsa og ganga frá heyrnartólum Verkið felst í að: 1. Leysa úr víraflækjum 2. Setja svampa á heyrnartólin 3. Athuga virkni 4. Pakka í plastpoka og loka Áætlað magn á ári eru u.þ.b. 600.000 sexhundruðþúsund heyrnartól. Verðhugmyndir skulu miðast við að varan sé sótt í þjónustubyggingu í Flugleiða og skilað þangað aftur að verki loknu. Frekari upplýsingar gefur Edda Björk Bogadóttir deildarstjóri þjónustu- deildar Flugleiða Flugstöð Leifs Eiríkssonar - sími 425 0320 Myllubakkaskóli: llutningup grunnskólanna gengið vel fyrir sig -segir Vilhjálmur Ketilsson, skólastjóri Skólastarfið er hafið í Myllubakkaskóla og hefur Reykjanesbær nú tekið við rekstri skólans vegna tlutn- ings grunnskóla fi'á riki til sveitarfélaga. Að sögn Vilhjálms Ketilssonar, skólastjóra hefur flutn- ingurinn gengið mjög vel fyrir sig og í raun miklu betur en menn áttu von á. „Það er greinilegt að skólamálaskrifstofa og bæjaryfirvöld hafa vandað sig í þessu máli og eiga hrós skilið1’, sagði Vilhjálmur og taldi hann að nentedur rnyndu ekki fmna fyrir breytingum Gengið verður frá lau- naskýrslum kennara þann 1. október og sagði Vilhjálmur útkomuna vera mælikvarða á hvernig til hefði tekist. „Ég held að foreldrai' verði virkari í skólastarfinu í framtíðinni vegna þeirrar nálægðar sem nú er komin. Hafa þeir nú beinan aðgang að skólamálaskrifstofu, skólamálastjóra og jafnvel bæjaryfirvöldum. Þannig tengjast þau beint rekstri skólanna". ÚTILEIKFIMI" Nú er timi útileikfiminnar og virtist sem þessar stúlkur, sem eru nemendur í 8. bekk í Holtaskóla, tækju útiverunni fegins hendi. VF-mynd: Dagný Gísladóttir Reykjanesbœr tekur við rekstri Njarðvíkurskóla: Nálægðin ergóð -segir Gylfi Guðmunds- son, skólastjóri. Skólastarf í Njarðvíkurskóla hófst þann 3. september s.l. og verður það með hefðbundnu sniði. Þó hefur orðið breyting á rekstri grunnskólanna vegna flutnings þeina til sveitarféla- ga og sagði Gylfi Guðmunds- son flutninginn leggjast vel í sig og væri nálægðin góð. „Krakkamir munu engan mun finna en það er gott að hafa þá sem taka ákvarðanir varðandi skólann í nágrenni við okkur", sagði Gylfi. „Nálægðin er af hinu góða og getum við frekar búist við því að fá lausn á okkar rnálum". Lára Guðmundsdóttir er nýráðin aðstoðarskólastjóri og fóru kennarar skólans í náms- ferð til Hollands í ágúst. Það hefur orðið örlítil fækkun í fjölda nemenda og verða þeir 490 í vetur. SKÓLAJVLÁX. Umsjón: Dagný Gísladóttir Tónlistarskólarnir í Reykjanesbæ: Afmælishatiöir og fjölbreytileiki Tónlistarskólarnir í Kefla- vík og Njarðvík verða reknir með svipuðu sniði í vetur en þó ber hæst að báðir fagna stórum starfsaf- mælum. Tónlistarskólinn í Njarðvík fagnar 20 ára starfsafmæli í vetur og haustið 1997 verð- ur Tónlistarskólinn í Kefla- vik 40 ára. Kennsla hefst í dag í Tónlistarskólanum í Njarðvík og sagði Haraldur Arni Haraldsson, skólastjóri að skólinn yrði rekinn með sama sniði og síðasta vetur. Er skólinn ætlaður nemendum frá 6 - 16 ára aldri auk þess sem Suzuki deildin verður rekin áfram. Er hún ætluð bömum allt frá 2 ára aldri. Nemendur eru ívið fleiri en í fyira eða um 100. og verður boðið upp á ýmsar nýjungar. „Við munum bjóða áfram kennslu á rafmagns- og bassa- gítar sem er annað áiið í röð“ sagði Haraldur „Þar er mikil aukning og nú bjóðum við upp á reglulegt nám í stað námskeiðanna sem vom áður. Einnig bjóðum við áfram upp á nám í tölvudeild sem lofar góðu og er hjóðið bara gott í okkur“. Tónlistarskólinn getur enn bætt við sig nemendum á málmblásturshljóðfæri og selló auk nokkurra á klarinett. Tónlistarskólinn í Keflavík er nú fullsetinn en þó er hægt að bæta við söngnemendum. Það em mörg spennandi verkefni framundan hjá skólanum að sögn Kjai'tans Más Kjartans- sonar, skólastjóra. Nú þegar er hafinn undirbúningur að afmælishátíð skólans og hefur verið saminn nýr söngleikur fyrir skólann af því tilefni sem verður fmmsýndur að áii. Að öðru leyti verður skóla- starfíð með hefðbundnu sniði og kennt á öll algengustu hljóðfæri. Má þar nefna strengjahljóðfæri, blásturs- hljóðfæri, slagverkshljóðfæri, jasssamspil, tölvudeild, söng- nám og forskóla fyrir 6-8 ára börn. Hljómsveitarstarf er í miklum blóma og í skólanum eru starfræktir tveir kórar, þrjár lúðrasveitir, léttsveit, strengjasveitir, popphljóm- sveitir og fleira. Strengjasveit Tónlistarskólans er nýkomin úr tónleikaferð til Danmerkur og í júní fór Léttsveitin til Bandaríkjanna. Kennsla fer fram á tveimur stöðum. Að Austurgötu 13 og í útibúi skólans í Myllubakka- skóla. Sagði Kjaitan Már að húsnæðisskortur væri farinn að há starfseminni verulega og væri úrbóta þörf. Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.