Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.09.1996, Side 8

Víkurfréttir - 19.09.1996, Side 8
Kjörbúd í rúm fjórtíu úr! Eins og við sögðum frá í síðasta tölublaði hafa orðið gagngerar breytingar í versluninni Sparkaup í Keflavík. Þar var sagt að verslunin hali verið ein af fyrstu kjörbúðum landsins, þ.e. með sjálfsafgreiðslu og slíkt hafi haflst 1974. Þetta er ekki rétt. Sjálfsafgreiðsla hófst í Samkaup við opnun hennar árið 1955 og þótti eflaust mikil breyt- ing á tímum afgreiðslu yfir borðið þar sem búðarfólkið náði í vöru sem viðskiptavinurinn vildi fá. ''ví ■’-i tAlhert Albertsson aðstoðarforstjóri og Finnbogi Björnsson formaður bygginganefndar hampa hér fyrsta grjótinu þar sem stunguspaðinn hafði ekkert í hraunið að gera. VF-mynd/Oddgeir. Hitaveita Suðurnesja/Svarlsengi: Fyrsta skólfustunga tekin að kynningar- og mötuneytishúsi Fyrsta skóflustunga að nýju kynning- ar- og mötuneytishúsi Hitaveitu Suð- urnesja í Svartsengi var tekin á mið- vikudag í sfðustu viku. Það vom þeir Finnbogi Bjömsson, formaður bygg- inganefndar og Albert Albertsson að- stoðarsforstjóri sem tók upp fyrsta hraungrjótið af þvf landssvæði sem nýja húsið verður byggt á en það er austan við orkuverið. Hitaveitan stóð fyrir samkeppni um gerð hússins og komu 43 tillögur. Dómnefnd valdi úr þeim í október á síðasta ári og hlaut tillaga arkitekt- anna Gísla Sæmundssonar og Ragn- ars Olafssonar 1. verðlaun. Framkvæmdir við jarðvinnu fyrir húsi og bílastæðum eru nú að hefjast. Verktaki þess áfanga er Ellert Skúla- son hf., sem var lægstbjóðandi og er samningsupphæðin tæpar 6 millj. kr. Þeim greftri á að vera lokið um miðj- an nóvember eða um það leyti sem húsbyggingin verður boðin út. I febrúar er áætlað að bjóða út lóða- framkvæmdir og stefnt að því að hús- ið verði fullbúið fyrir lok næsta árs. Það verður riímir ellefu hundmð fer- meuar að flatarmáli. Leikskóli að Vesturbraut 13: 44 börn inn fyrir áramót Bæjarstjórn Reykjanesbæjar sam- þykkti á fundi sínum sl. þriðjudag tillögu þess efnis að taka hluta leik- skóla sem fyrirhugaður er að Vest- urbraut 17 í notkun fyrir áramót en við það skapast aðstaða fyrir 44 börn. Samhliða yrðu unnin endan- leg útboðsgögn og síðari hluti áfangans boðinn út upp úr áramót- um. Gert er ráð fyrir því að leikskólinn verði tilbúinn í endanlegri mynd 1 .ágúst 1997 fyrir 64 böm. I FYRSTA SKIPTI Á SUÐURNESJUM - NÝR VALKOSTUR mmrrrrÆrTrrr fmiAn /ifr- \ r Suðurnesjabúum gefst kostur á að kaupa eldsneyti á bílinn sinn í SJÁLFSAFGREIÐSLU hjá okkur á Aðalstöðinni. Þú ekur bara upp að þeim dælum sem merktar eru sjálfsafgreiðsla dælir sjálf/ur á bílinn og færö þar með tvessja krónu afslátt (kr 2«00) af hverjum lítra sem þú kaupir fyrir. Við munum eftir sem áöur þjóna þeim 3 sem vilja láta dæla á bílinn fyrir sig. Þær dælur eru merktar Esso þjónusta. AÐALSTOÐIN _ BENSÍNAFGREIÐSLA Víkuifréttir

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.