Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.09.1996, Page 12

Víkurfréttir - 19.09.1996, Page 12
t Eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi Guðni Magnússon, málarameistari Hlévangi, áður Suðurgötu 35, Keflavík lést sunnudaginn 15. september sl. Útförin fer framfrá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 24. september kl. 14. Hansína Kristjánsdóttir Vignir Guðnason, Guðríður Árnadóttir Birgir Guðnason, Harpa Þorvaidsdóttir Eiríkur Guðnason, Þorgerður Guðfinnsdóttir Steinunn Guðnadóttir, Neville Young Árnheiður Guðnadóttir, Jónas H. Jónsson Ellert Eiríksson, Guðbjörg Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Æskulýðsnefnd Gerðahrepps auglýsir eftir starfskrafti til að vinna kvöldvinnu í Félagsmiðstöð nefndarinnar. Lágmarksaldur 20 ára. Upplýsingar veita: SigurðurJónsson sveitarstj. 422 7108 Árni Árnason form. Æ.G. 422 7949 Æskulýðsnefnd Gerðahrepps > í, Námskeið fyrir nýbúa Courses for new residents Kvöldnámskeið í íslensku fyrir byrjendur og lengra komna, hefjast í Fjölbrautaskóla Suðurnesja mánudaginn 23. september kl. 18:00. Evening courses in lcelandic, for beginners and more advanced, at Fjölbrautaskóli Suðurnesja begin on the 23th of September, time 18:00. Mánari upplýsingar í síma 421 3100 For further information please phone 421 3100 Aðstoðarskólameistari Bongarar aö- stoði lögreglu Á síðasta fundi áfengis- vamarnefndar lagði Ragnar Jónasson fram tillögu þess efnis að lögreglu verði heimilt að ráða sér til að- stoðar 6-8 almenna borgara til þess að halda uppi lögum og reglu í bæjarfélaginu um helgar og að bæjarsjóður greiði kostnað þann sem því fylgir. Einnlg lýsti nefndin yfir stuðningi við hugmyndir Karls Hermannssonar að- stoðaryfirlögregluþjóns lög- reglunnar í Keflavík um að beita foreldra sektum vegna ítrekaðra brota á útivistar- reglum. Skógrækt og uppgræðsla á Suðurnesjum Skólasalfræðingur raðinn Bæjarstjóm Reykjanesbæjar samþykkti á fttndi sínum sl. þriðjudag að ráða Sturlu Kristjánsson t' stöðu skólasálfræðings að tillögu skóla- málastjóra. Eftirtaldir aðilar sóttu um stöðuna. Hartmann Bragason, Sölvína Konráðsdóttir og Sturla Kristjánsson. Gunnar aðstoðarskólastjóri Gunnar Þ. Jónsson hefur verið ráðinn að tillögu skólamálastjóra að- stoðarskólastjóri Myllubakkaskóla næsta skólaár ffá og með 31. ágúst sl. Guðný ráðin til Skólamálaskrifstofu Ákveðið hefur verið að ráða Guðnýju Reynisdóttir til eins árs í stöðu sérfræðings Skólamálaskrifstofu. Eftirtaldir aðilar sóttu unt; Guðný Reynisdóttir. Guðbjartur Gunnars- son og Þórðttr Gunnar Valdemarsson. Aðalheiður Ósk Guðbjömsdótt- ir dró umsögn sína til baka. Aðalfundur Skógræktarfélags Islands var haldinn fyrir skömmu í Hafnar- firði og var aðal- þ e m a fundarins gróður og náttúrufar á Reykja- nesskag- a n u m . Mörg góð erindi voru flutt á fundinum og kom m.a. fram að þegar land byggðist var Reykjanesskaginn gróinn og kjarrivaxinn og hélst svo fram á 18. öld. Þá eykst byggð mjög mikið sem jók svo mjög á hrístekju til eldiviðar og kolagerðar að hrís eyddist upp á Suðurnesjum á stuttum tíma. Ekki er þó talið að verulegur uppblástur hefjist hér fyrr en á síðustu öld sem var vegna vaxandi beitar búpenings. Sú auðn og uppblástur sem nú blasir við ferðamönnum vtða á Reykjanesskaganum er því ekki svo ýkja ganialt fyrirbæri og alls ekki eitthvað náttúru- lögmál. Skógrcekt eftir 1950. Árið 1948 var Hákon Bjama- son ráðunautur fenginn til að kanna vilja landeigenda á Suðurnesjum til friðunar lands gegn ofbeit. Ekki eru undirtektir taldar hafa verið miklar enda landeigendur margir og hagsmunir misjafn- ir. Það verður þó upp úr 1950 að landeigendur í Innri Njarð- vík gefa Skógræktarfélagi Is- lands land undir skógrækt í Sólbrekkum og Vatnsleysu- strandarbændur gefa land við Háabjalla. Allnokkur skógrækt varð á þessurn svæðum á 6. áratugn- um og em þessir reitir nú með allt að 14 metra háum greni- trjám. Síðar hefst skógrækt í Þorbirninum þar sem góður árangur hefur náðst. Það sem hefur þó ávallt haml- að verulegri uppgræðslu á Suðumesjum og staðið í veg- inum fyrir árangri er óheft lausaganga búfjár. Það fer ekki saman óheft beit búfjár og landgræðsla. Það er öllum löngu ljóst og hafa sveitarfé- lögin á Suðumesjum (að einu undanskildu) þvf bannað alla lausagöngu búfjár. Á vegum SSS hefur síðustu árin verið dreift áburði og grasfræi yfir uppblásna Stapaheiðina sem er nú að skila sýnilegum ár- angri. Virkjum úhuga almennings, fáum „Iandnema“. Árið 1993 keypti Njarðvíkur- bær 1600 hektara lands af landeigendum í Innri Njarð- vík og leigði af ríkinu 245 ha. á Stapanum til uppgræðslu og útivistar fyrir Suðurnesja- menn. Inn í þeiin kaupum em Seltjöm og Rauðamelsnámur ásamt miklu af uppblásnu landi sem þarf að græða upp. Stefna Njarðvíkurbæjar var sú að virkja áhuga almennings á svæðinu. Liður í því var að leigja Seltjörnina út til al- menningsnota og hefur núver- andi leigutaka tekist að rækta upp áhuga fyrir veiði með miklum ágætum. Hafin var mikil skógrækt í Sólbrekkum og í kringum Seltjöm og vom gróðursettar þar um 60 þús- und trjaplöntur árin 1993- 1994. Áhugi starfsmannafé- laga vaknaði einnig og leigði starfsmannafélag Aðalverk- taka um 2. ha. örfoka lands vestan Seltjamar árið 1994 og hóf þá þegar uppgræðslu á því svæði. Það má því segja að starfsmannafélag Aðal- verktaka hafi verið fyrsti „landneminrí' á þessu útivist- arsvæði Suðurnesjamanna. Síðan hafa bæst við félög eins og starfsmannafélag Hitaveitu Suðurnesja og fleiri. Það er einmitt þessi landnemastefna sem reynst hefur svo vel og er nærtækast að líta til Heið- merkur í Reykjavík þar sem átthagafélög og starfsmanna- félög hafa lyft grettistaki f uppgræðslu á sfðustu áratug- um. Sama má segja frá Garðabæ og Hafnafirði. Þetta er allt hægt að gera hér á Suð- urnesjum en til þess að það takist þarf landnemunum að fjölga á þessu 1850 hektara útivistarsvæði Suðurnesja- manna. Þar bíður geysilegt landsvæði ræktunar. Suðurnesin í „landnema- búning“. Markmiðið með skógrækt á Suðumesjum er ekki að koma upp nytjaskógum heldur úti- vistarskógum á skjólsælustu stöðunum. Mai'gir telja enn að uppgræðsla og tijárækt á Suð- urnesjum sé vonlaus vegna þess hve hér sé vindsamt. Dæmin sanna þó að fátt er ómögulegt í þessum efnum samanber það sem skógrækt- ar- og landgræðslufólk hefur fengið áorkað á Suðumesjuin eftir 1950. Það sannast einnig á öllum þeim fjölda af falleg- um görðum í þéttbýlinu hér á Suðurnesjum sem bera eig- endum sínum faguit vitni. Ég tel að með samstilltu átaki almennings, sveitarfélaganna, ríkisins og Landgræðslunnar verði hægt á 50 árum að klæða Suðumesin f sama bún- ing og landneminn Steinunn gamla keypti þau í fyrir rúm- uin 1100 árum. Að klæða Suðumesin í „landnemabún- ing“ er verðugt markmið að stefna að, „vilji er allt sem þarf‘. Kristján Pálsson alþingismaður. V íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.