Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.09.1996, Page 18

Víkurfréttir - 19.09.1996, Page 18
Hansína Þóra Gísladóttir Hringbraut 94, Keflavík verður sjötug laugardaginn 21. sept. Hún tekur á móti gestum í KK-salnutn við Vesturbraut frá kl. 17-21 á afmælisdaginn. SjSmmmm tofem Vér Borðapantanir í síma 426-8570 Víkingurinn mefi holu í höggi Björn Vtktngur Skulason kyltingur í Golfklúbbi Suður- nesja gerði sér lítið fyrir í holumeistaramóti Suðurnesja og fór holu í höggi. Hann var að leika gegn Kristni Oskars- syni og náði þessu drauma- höggi á 8. holu í Leirunni fyrir skömmu. Talsverður vindur var á móti og notaði Bjöm 4. járn, hitt’ann þráðbeinann, boltinn lenti rétt við stöng og hoppaði síðan beint í holu. Þessi golf-víkingur bætti skrautfjöður í sinn golfhatt nokkrum dögum síðar þegar hann sigraði Hitaveitustjórann Júlíus Jónsson í úrslitum Holumeistaramótsins á síð- ustu holu. Aðalfundur foreldra og kennara- félags Njarðvíkurskóla Aöalfundur foreldra og kennarafélags Njarðvíkurskóla verður haldinn í sal skólans þriðjudaginn 24. sept. kl. 20:30 Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Kaffi og tónlist Önnur mál Foreldrar fjölmennið, börnin í forgang OPINN FUNDUR með Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra í Framsóknarhúsinu Hafnargötu 62, Keflavík þriðjudaginn 24. sept. kl. 20:00. Fundarefni: Heilbrigðismálin Allir velkomnir! Stjórn fulltrúaráðs Framsóknar- félaganna í Reykjanesbæ Fleiri nemendur í FS Kennsla er nú hafin í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja og hefur nemendafjöldi aukist um 100 frá síðasta vetri. Eru nem- endur í dagsskóla nú 762. Allar verknámsdeildir em full- setnar nema grunndeild tré- iðna og hefur orðið sprenging í fjölda nemenda í öldunga- deild en þar em 35 fleiri en á síðustu önn. Öldungadeild hefur farið ört vaxandi og em þar nú kenndir 35 áfangar. Verið er að undir- búa ýmis námskeið sem aug- lýst verða í bytjun október og að sögn Oddnýjar Harðardótt- ur, aðstoðarskólameistara verður ömgglega boðið upp á ýmis tölvunámskeið og mun síðan koma í ljós hvaða nám- skeið verða þar fleiri. Einnig skipuleggur skólinn námskeið fyrir fyrirtæki og félagasam- tök. Nýr námsvísir fjölbrautaskóla kom út í ágúst sl. Fjöldi fram- haldsskóla stendur að gerð hans og hefur hann verið end- urskoðaður reglulega ffá 1978. Reykjanesmótið - úrslit Haukar-Keflavík 86-102 (46-51) Stigahæstir: Damon Johnson 23, Guðjón Skúla 20. Albert 16. Hjá Haukum Shawn Smith 30. Njarðvík-Grindavfk 99-92 (49-45) Stig - UMFN: Torrey John 25, Jóhannes Kr. 16, Krist- inn E. 15. UMFG: Marel 22, Pétur G. 20, Helgi Guðf. 17. Haukar-UMFG 71-73(35- 32) Stig - Haukar: Shawn Smith 17. UMFG: Helgi J. Guðf. 22, John Jackson 21. Mael 13. Keflavík-UMFN 87-80 (50- 41) Stig - Keflavík: Damon Johnson 31, Guðjón Skúla 15. UMFN: Torrey John, Friðrik R. 23. Spaðarair teknir fram Vetrarstarfið hjá Badmintondeild Ketlavíkur er nú óðum að hefjast að nýju og em félagsmenn hvattir til þess að taka fram spaðana. Fjöldi iðkenda jókst mikið á síðasta ári og em þeir á öllum aldri. Nýjir iðkendur em boðnir velkomnir og hefjast æfingar á mánu- daginn næstkontandi 16. september. Þjálfari verður Ami Þór Hallgrímsson en hann hefur þjálfað hjá deildinni undanfarin ár. Grindavík: Réttapdagar á laugardag Laugardaginn 21. september nk. verður réttað í Þórkötlustaðanétt í Grindavík. Rekið verður í rétt upp úr kl. 14.00 og byrjað að draga kl. 15.00. Ymislegt verður gert sér til skemmtunar við réttina og verður spiluð harmonikkutónlist auk þess sem veitingar verða seldar á staðnum. Undanfarið hefur verið unnið að endurbótum á Þórkötlustaðan'éttinni en hún var byggð skömmu eftir síðustu aldamót og er ein af fáum stein- réttum sem enn standa hér á landi. Þessi skutla varð 17 ára í síð- ustu viku og hana langar að skutla þér. Til hamingju Thelma mín Þín besta Til hamingju með afmælið á morgun 20. sept. Fjölskyldan Þessar bráðhressu "slaufusyst- ur” verða 40 ára 22. sept. n.k. Þær ætla að taka á móti mjúk- um og hörðum pökkum á af- mælisdaginn, hjartanlega til hamingju með daginn. Rauðu slaufumar í dag er Kristján Aron 7 ára og næstum orðin fluglæs og skrifandi. Amma, afi, Dalrós, Smári Páll, Sirrý og Villi Þetta er hann Hjalti ungur en nú em bæði árin og hárin farin að flúgja. Til hamingju með fjögur núllin. Fjölskylda og vinir Rúnar Þór minn! Til hamingju með 9 ára af- mælið þitt, þann 17. sept. sl. mamma. pabbi og Siggi V íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.