Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.01.1997, Page 9

Víkurfréttir - 03.01.1997, Page 9
ÁRSINS ÁRSINS Suðurnesjamenn kættust mjög þegar vora tók, því það stefndi í gott sumar. Þær óskir rættust og í Itönd fór eitt besta sumar á Suðurnesjum- í ára- raðir. Sundstaðimir fylltust af fólki hvern sólardaginn á fætur öðrunt og fólk notaði hvert tækifæri til að fækka fötum og fá fallegan lit á kroppinn eins og sést hér til hliðar af mynd úr lóninu. Þær skipta örugglega orðið hundruðum mannlífsmynd- irnar sem birtar hafa verið í Víkurfréttum árið 1996. Þessi niynd hefur aldrei birst en hún sýnir bætt samskipti þjóðanna. ÁRSINS Fyrsta skóflustungan að nýju safnaðarheimili við Keflavík- urkrikju var tekin á árinu 1996. Þar með lauk fyrsta kafla í mikilli franthaldssögu um það hvort safnaðarheimili yrði byggt eða ekki. Himininn grét þennan dag þegar Matthildur Óskarsdóttir tók skóflustunguna. Stuðn- ingsmenn safnaðarheimilisins sögðu himininn gráta af gleði. Andstæðingar byggingarinnar voru viðstaddir en skýldu sér undir húsvegg... Það var voðalegur klaufi sem braust inn í Áhaldahús Reykjanesbæjar á árinu og var klukkustundum saman að brjóta upp skjalaskáp. Þjófur- inn hefði getað sparað sér ómakið með því að rusla ekki svona mikið til því lykillinn af skápnum var fyrir allra augum á borði fyrir framan skápinn... ÁRSINS Ráðist var inn á heimili eldri hjóna í Keflavík og húsbónd- anurn veittir talsverðir áverkar. „Þarna ertu helv... þitt, nú er nóg komið," var það sem húsráðandi fékk að heyra áður en hann fékk högg á andlitið. Lögreglan mætti á svæðið og tók fingraför og hefur nú upplýst rnálið... Það fór betur en á horfðist þegar eldri bresk kona nauðlenti flugvél sinni á Vogastapa um 400 metra frá byggðinni í Innri- Njarðvík. Konan var flutt á Sjúkrahús Suðumesja og reyndist ekki alvarlega slösuð. Kraftaverk kont í veg fyrir að konan létist í flugslysinu því annar hreyftll vélarinnar skarst í gegnum búk flugvélarinnar og staðnæmdist nokkra sentimetra fyrir aftan flugstjórasætið. Mörg vitni voru að slysinu sem varð á sólfögmm sunnudegi í mars. en9'nn 0 n*'V ÁRSINS Nýja bakaríið er án efa bakan ársins 1996. Þeir Ólafur og Hafsteinn bakarameistarar tóku upp á ýmsu á árinu. Þeir gjörbreyttu bakaríinu, fengu hvern snillinginn á fætur öðrunt í heimsókn, bökuðu risastóra tertu ofan í þúsundir munna á afmælishátíð Stöðvar 2 og Bylgjunnar í skrúð- garðinum í Keflavík. Þeir gerðu síðan útslagðið með því að auglýsa á dönsku í heilsíðu auglýsingu. Það besta er að svakalega margir skildu aug- lýsinguna. Hver segir að danska sé leiðinleg? VINSÆLAR Á NETINU! VíkurJ'rúltir njóla niikilla vinsœlda á intanwlinu. Hi'inisóknir til okkar á sídasla ári skipta Inisnndnni. Vió l>ökknni góð viðbrögð og höldnin áfrani af kraj’ti. MSSSSSSí ÁRSINS Kanadískar stúlkur komust í fréttimar á Suðumesjum og víðar á árinu. Barþjónn sem horfði tii hafs kom auga á myndarlegar snótir sem strippluðust í fjöruborðinu á Evuklæðunum einum. Þama voru á ferð kanadískar flugfreyjur sem gistu í Keflavík og vildu smá til- breytingu. Aðrar kanadískar stúlkur gerðu meiri usla og það hjá bamavemdamefndar- konum eftir að hafa sést á síðum Víkurfrétta á Evu- klæðum að skemmta körlum í Sandgerði... (irviö\ln|)j(iuusia %|tarlsji»Áaniui KsmuiMURIMM ÁRSINS Landburður af þorski var á vormánuðum og komu bát- arnir lunningafullir af fiski viku eftir viku. Þar var þorsk- urinn sem einna helst fyllti bátana og unnið var dag og nótt við frystingu og söltun. Loðnuvertíðin gekk einnig vel og flotinn tók nokkrum breytingum á árinu. Loðnu- skip stækkuðu og bygging nýrrar loðnuverksmiðju í Helguvík gengur vel. Búist er við enn stærri vertíð í ár... ÁRSINS Það var líf og fjör í fótboltan- um á síðasta sumri. Ótrúleg björgunarafrek voru unnin í fyrstu deildinni. Grindavík bjargaði sér fyrir hom á síð- ustu sekúndu deildarkeppn- innar og staðan var ekki góð hjá Keflvíkingum. Sandgerð- ingar unnu síðan Víðismenn í úrslitaleik um hvort liðið færi upp í 2. deild. Alltaf fjör í boltanum... ÁRSINS Fréttir um hugsanlega mag- nesíumverksmiðju við Hafnir eru vonarglæta ársins fyrir Suðurnesjamenn. Bygging verksmiðjunnar yrði mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf á svæðinu... ÞETTA GERÐIST LÍKAÁRIÐ1996 Gamla Kvennó í Grindavík var gert að menningar- miðstöð og þar sýndu lista- menn ókeypis á árinu. Tilkynnt var að Reykjanesbrautin yrði raflýst og verkinu yrði lokið fyrir áramót. Starfsmaður Miðness hf. í Sandgerði slapp ótrúlega vel eftir 7-8 metra fall ofan af þaki og niður á steypt gólf. Hann úlnliðsbrotnaði. Ungum dreng var bjargað frá drukknun í drullupolli í Sandgerði í aprfl. Steinþór Jónsson hótel- stjóri fékk einkaleyfi á nafninu Reykjanesbær. Knattspymufélagið Víðir í Garði fagnaði 60 ára afmæli nteð mikiili veislu í Iþróttahúsinu í Garði. Innsiglingin til Grindavíkur var prófuð í líkani og hafnarbætur kosta um 700 milljónir. Arabískt kóngafólk gisti í Keflavík og tlugvél sjeiksins var sögð eins og úr ævintýri utn Alladín. Karen Sævarsdóttir vann sinn áttunda íslands- meistaratitil í golfí í Vestmannaeyjum. Ambjöm hætti sent he^i- gæslulæknir í Keflavík. Kaupfélag Suðumesja seldi rekstur Jám og Skips en opnaði verslun á ísafírði í desember. Víkurfréttir 9

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.