Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.04.1997, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 17.04.1997, Blaðsíða 11
allt hringsnerist í höfðinu. Ég bað prestinn að skila kveðju og vildi fara í jarðar- förina en fékk ekki. Presturinn ráðlagði það, enda hefði það verið mjög eifitt fyrir að- standendur Sigurjóns. Núna hef ég fengið leyfi til að fara með mömmu að gröfinni og kveðja hann þar. Eg bíð bara eftir því tækifæri. ^Bagnr-'CEtmtmt Allir gódir Við mamma erum nýbúin að hittast eftir þennan atburð og ég held hún hafi fyrirgefið mér. Hún veit að þetta var ekki viljaverk, ég hef aldrei ætlað að gera neinurn mein. Hvað sjálfan mig varðar á ég mjög erfitt að sætta mig við gjörðir mínar en ég er búinn að leita mikið til trúarinnar og hef fengið mikla hjálp. Það hafa allir verið mér góðir. Lögreglan í Keflavík gerði allt til að létta mér lífið og þegar ég kom hingað, tóku á móti mér fangaverðir, læknar, sál- fræðingar, fangelsispresturinn og samfangar. Þeir hafa allir gert mér mjög gott. Ég er búinn að vera hér í Hegningarhúsinu síðan 8. janúar og er á góðri uppleið. Séra Hreinn [Hákonarson] hefur bent mér á að fyrirgefningin sé það sterkasta sem manninum er gefið. Sigurjón veit það best af öllum í dag hvað kom fyrir og ég veit að hann er búinn að fyrirgefa mér það sem ég gerði. Það eina sem ég get gert núna er að bíða eftir Eg fór í mjög þungt skap vegna ákveðinna atburða og hugsana, fann þunglyndið blossa upp og afréð að stytta mér aldur. dómnum og vona það besta. Ég ætla að nýta mér þennan tíma til að læra, byggja mig upp og finna sjálfan mig í fyrsrta skipti. Ég hætti í 10. bekk í skóla en núna hefur Njarðvíkurskóli gefið mér námsbækur og fólk sendir mér bréf og styrkir mig áfram. Starfsfólkið á fyrrum vinnu- stað mínum er líka að vinna í að hægt verði að kaupa tölvu fyrir mig. Mig langar að þakka öllu því fólki sem veitt hefur mér stuðning. Forsetinn hvatti mig Það skiptir mig líka rniklu máli að ég skrifaði Olafi Ragnari forseta bréf og sagði honum sögu mína. Hann skrifaði mér á móti og hvatti mig með þeim orðum að ef ég vildi tjá mínar tilfiinningar frekar, væri mér velkomið að skrifa honum aftur. Ég bjóst aldrei við að fá svar frá honum en þama sá maður greinilega hvemig maður Ólafúr er.“ Búið er að framlengja gæslu- varðhald Sigurgeirs til 31. maí en það er aðeins toppurinn á ísjakanum, hans bíða ár bak við rimla og slá. „Ég byggi á því að ég fái 16 ára dóm og allt undir því gerir mig ánægðan. Ég er ákærður fyrir manndráp en spár rnanna eru mismunandi. En það er sama hve langur afplánunartíminn verður. Hann mun nýtast mér vel.“ Viðtal: Björn Þorláksson Ljósmynd: Einar Ólason Vettvangur atburðarins í Sandgerði á nýársnótt. „Sigurjón veit það best af öllum í dag hvað kom fyrir og ég veit að hann er búinn að fyrirgefa mér það sem ég gerði. Það eina sem ég get gert núna er að bíða eftir dómnum og vona það besta." Ljósmynd: hbb Vissir þúL ...að tínti sumardekkja ^ erfrá 15. apríl tU&ber Of BFCoodrích ^ dekkjum f ®r handhafi þnnarar au?líjiiip 1.000 kafilátt afumfdfiofkllanimnfu. HJOLBARÐAVERKSTÆÐI GRÓFIN 7-8 • SÍMI 421 4242 SÖLUMADUR Á FERDA SKRIFS TOFU Okkur vantar sölumann á söluskrif- stofu okkar í Keflavík. Æskilegt er ad vidkomandi hafi reynslu í ferdaþjónustu, þekkingu á Amadeus bókunarkerfinu og fargjaldaútreikningi. Umsóknir óskast sendar á söluskrif- stofu Úrvals-Útsýnar, Hafnargötu 15, Reykjanesbæ fyrir 23. apríl. /, URVALUTSYN ’EIMI FLUGLEIÐIR Feroamarkadur á Sudurnesjum ATVINNA Starfskraftur 25 ára eda eldri óskast í hlutastarf, við afgreiðslu og fleira í sérverslun. Þarf að geta unnið sjálf- stætt. Um framtíðarstarf getur verið að ræða fyrir réttan aðila. Umsækjendur leggi inn nafn, aldur og upplýsingar um fyrri störf, á skrifstofu Víkurfrétta fyrir 25. apríl, merkt „ Sérverslun ATVINNA Starfskraftur óskast til afleysinga íjúní, júlí og ágúst. Reynsla æskileg. Upplýsingar á stadnum eda í síma 426-8770 fyrir 1. maí. & Apótek Grindavíkur Hlévangur HANDAVINNUSÝNING Handavinnusýning verður haldin að Hlévangi á sumardaginn fyrsta, 24. apríl n.k. kl. 14-17. Allir velkomnir. Forstöðumaður félagsstarfs. V íkurfréttir ]]

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.