Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.04.1997, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 17.04.1997, Blaðsíða 13
■ Ljósmyndun: Hilmar Bragi Bárðarson ■ Stílisti: Kristín Stefánsdóttir ■ Fyrirsæta: Rakel Ársælsdóttir ■ Förbun: Kristjana GuSný Jörundard. simi 423 7750 ■ Fatnabur: Mangó ■ Þakkir: Shafferhundurinn Mozart og eigandi hans. ■ Tökustabur: EySibýli á Reykjanesi Svíþjóð ef við yrðum þar öllu lengur". Það er kretjandi að vera eini læknirinn í Grindavík og að sögn Jörundar vonast hann til þess að það breytist á næsta ári. ..Það er galli að hér sé aðeins einn læknir og tel ég mikla þörf á öðmm til viðbótar. Hér búa um 2.300 manns sem er of mikið fyrir einn lækni. I starfinu felst mikil móttaka sem hefst hjá mér klukkan níu á morgnana fram til hálf tólf en þá er ég með símatíma til tólf. Síðan tekur við eftir- miðdagsmóttaka ffá eitt til svona fjögur. Eg er einnig á vöktum í Keflavík u.þ.b. einu sinni í viku þar sem Heilsugæslustöð Suðumesja sameinast um vaktina. Þetta er nauðsynlegt þar sem ég yrði annars á vakt allan sólarhringinn, alla vikuna og allan ársins hring og það gengur ekki", segir Jömndur. Hvernig leggst starfið í þig? „Mjög vel, ég er mjög ánægður. Það hefur verið óvenjumikið að gera og á köflum einum of vegna þess að ég kem inn í mið- jan infúensufaraldur. Það hefur verið mikið að gera í janúar en það er að róast núna og er kannski orðið eins og það á að vera. Það var því ekki um annað að ræða en að hella sér út í þetta á fullu". Aðspurður segir hann nokkum mun vera á heilsu- gæsluþjónustu í Svíþjóð og á Islandi. „Það er töluvert mikill munur. Bæði er ntaður vemlega betur tækjum búinn í Svíþjóð og ein- nig er meira starfsfólk í kringum lækni og vísaði maður m.a. oft til hjúkmnarfræðinga en hér fer það beint til læk- nanna. En aðgengi að sérfræðingum í ýmsum greinum er miklu auð- veldara á Islandi en í Svíþjóð. Hér getur maður farið beint til lungnalækna og hjartalækna án tilvísana en það er ekki mögulegt í Svíþjóð og sinnum við því þyngri málum þar en hér". Attu þér einhver áhugamál? „Mitt helsta áhugamál er fjöl- skyldan mín. Við eigum þrjú yndisleg böm og minn frítími fer að mestu í fjölskylduna. Annars hef ég verið mikill bfiaáhugamaður í gegnum tíð- ina og tel ég mikilvægt að hafa eitthvað að sýsla við utan við starfið". Hvernig bílar eru það, jeppar? , Já, bæði jeppar og svo er ég að gera upp gamlan Chevrolet-bfi í Reykjavík. Eg hef verið að vinna að honum í möig ái“, segir Jömndur sem segist ekki vera neinn bflaverkfræðingur utan þess að vera læknir heldur hafi hann einungis rnikinn áhuga á bfium. Sudurnesjamenn áttu fulltrúa á tískusýningu Joe Boxers á haustlinu sinni í flugskýli Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli á laugardaginn. Módelið sem um ræðir er Birgitta Ina Unnarsdóttir úr Garði, fyrrverandi Miss University. Joe Boxer framleiðir m.a. undirfatnað á konur og karla, gallabuxur og íþróttafatnað. Um 160 erlendir gestir, þ.á.m. blaðamenn helstu tísku- tímarita, fulltrúar stærstu sjón- varpsstöðvanna og kaupmenn stórverslana í fataheiminum, voru viðstaddir. Þetta varþví gullið tækiræri fyrir Birgittu, sem þótti standa sig afburða vel en hún er nú að reyna fyrir sér sem fyrirsæta í Milanó. Víkurfréttir 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.