Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.05.1997, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 07.05.1997, Blaðsíða 6
Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum: Garðvangur Handavinnusýning Handavinnusýning heimilisfólks verður haldin að Garðvangi í Garði, sunnudaginn 11. maí 1997 kl. 14-17. Allir velkomnir. Forstöðumaður félagsstarfs. Sandgerðisbær: íbúðir aldraðra í Sandgerði Til leigu eða sölu tvær 3ja herbergja íbúðir Umsóknir berist húsnæðisnefnd Tjarnargötu 4, 245 Sandgerði fyrir 16. maí n.k. Nánari upplýsingar í síma 423-7555. Húsnæðisnefnd Sandgerðisbæjar. Fréttavakt 898 8223 Slökkvilið Varnarliðsins á Keflavfkurflugvelli óskar að ráða fólk til sumarafleysinga Umsækjendur séu á aldrinum 20-28 ára og hafi iðnmenntun sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sam- bærilega menntun og reynslu. Meirapróf bifreiðastjóra skilyrði. Umsóknum fylgi sveinsbréf eða staðfesting á annarri menntun eða reynslu. Umsækjendur skulu vera heilsu- hraustir, reglusamir og standist próf í ensku þar sem mjög góðrar enskukunnáttu er krafist. Umsóknir berist til Ráðningardeild- ar Varnarmálaskrifstofu, Brekkustíg 39, Reykjanesbæ, sími 421-1973, eigi síðar en 13. maí 1997. Tónlistarskóli Njarðvíkur: Hljómsveitartónleikar Laugardaginn 10. niaí kl. 17.00 stendur Tónlistarskóli Njarðvíkur f'vrir hljómsveit- artónleikum í Ytri-Njarð- víkurkirkju. Fram koma bæði yngri og eldri lúðra- sveit skólans og Jass-combo. Tónleikarnir hefjast á leik yngri lúðrasveitarinnar undir stjórn Davids Nooteboom. Þar á eftir leikur eldri iúðra- sveitin undir stjóm Haraldar Ama Haraldssonar og síðast á tónleikunum er Jass-combo sem er lítil jasshljómsveit. Henni stjórnar Hilmar Jensson sem leikur jafnframt á bassa í hljómsveitinni. Yngri deild lúðrasveitarinnar er nýbúin að taka þátt í lúðrasveitamóti á Keflavík- urflugvelli og lék þar með lúðrasveitum af „vellinum“, úr Keflavík, Sandgerði og Garði. Lúðrasveitin er svo á förum á Landsmót Samtaka íslenska skólalúðrasveita sem haldið verður í Reykjavík 29. til 31. maí n.k. Tónlistarskólinn íKeflavík: Vortónleikan Föstudagskvöldið 9. maí hefst röð vortónleika Tónlistar- skólans í Keflavík með tón- leikum barna- og unglinga- kóra skólans. Tónleikarnir fara fram á sal skólans og hefjast kl. 20.00. A tónleikunum kemur einnig fram hljómsveit skipuð yngri nemendum. Stjómendur kóranna eru Sigrún Sævarsdóttir og Aki Asgeirsson og Jón Björgvinsson stjórnar hljómsveitinni. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Sigríður Bílddal námsráðgjafi: Fornámsbraut í Fjölbrautaskólanum Frá haustinu 1993 hefur verið rekin fomámsbraut í FS. Brautin er heilsvetrarnám, ætluð nemendum sem hafa lægri einkunn en 5 í þremur eða fjórum samræmdum greinum. Markmiðið með kennslunni er að auka fæmi í íslensku, ensku, stærðfræði og dönsku auk þess að leggja áherslu á vinnubrögð. Mikil áhersla er lögð á samstarf við heimilin. Foreldrafundur er á hvorri önn og aðra hverja viku hefur skólinn samband heim en foreldrar hafa sam- band hina vikuna. Nemendur sem hefja nám í fornámi eru boðaðir í viðtal að vori ásamt foreldrum. Þar er vandlega farið yfir skipulag námsins og til hvers er ætlast af nemendum og foreldrum. Septembermánuður er aðlög- unartími fyrir alla aðila. í lok hans verður nemandi að taka ákvörðun um hvort hann ætlar að stunda nám sitt af kost- gæfni yfir veturinn og foreldr- ar hvort þeir eru tilbúnir að styðja nemandann og fylgjast með heimanámi. Ef svo er, er gerður skriflegur samningur á milli nemenda, foreldra og skóla. Á haustönn er megináhersla lögð á íslensku, dönsku. ensku og stærðfræði. Aðrar greinar eru námsáhugi, vinnu- brögð og íþróttir. A vorönn eru íslenska, danska, enska, stærðfræði, ritvinnsla, leiklist og íþróttir. Sú nýbreytni var tekin upp á þessu skólaári að leyfa nemendum að þreyta próf í 102, fyrsta áfanga framhaldsnáms, í íslensku, dönsku, ensku og stærðfræði. Þetta þýðir að í stað þess að vera í einingalau.su námi í bóklegum greinum þá á nemandinn kost á því að safna einingum í fornáminu. Nemandi, sem er tilbúinn til að leggja á sig þá vinnu sem þarf, á kost á að ljúka 16 einingum á vetrinum sem er algengur einingafjöldi á íyrstu önn í framhaldsskóla. Reynslan hefur sýnt að þegar nemendur hafa verið tilbúnir til að leggja á sig vinnu við nám og foreldrar stutt dyggi- lega við bakið á þeim, þá hefur árangur verið rnjög góður. Sigríður Bílddal náinsráðgjafi Fjölbrautaskóla Suðurnesja Skóli Casablanca leitar að hæfileika- ríku (ólki Skóli Casablanca er nú á ferð um landið i leit eftir ungu hæflleikaríku fólki til að fara til New York á næsta ári og taka þátt í keppni ungs fólks á vegum M.A.A.I. en skólinn hefur staðið fyrir slíkuin ferðum unginenna sl. fimin ár. Fjölmörg ungmenni hafa farið með skólanuin og eru nú starfandi módel víðs- vegar erlendis. Ljós- myndari að nafni Israel mun koma til landsins og mynda hópinn sem fer út til New York á næsta ári. Hæfniskröfur eru að við- komandi sé 1,70 cm á hæð, reglusamur og vilji og ánægja sé fyrir hendi. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt eru boðnir vel- komnir í Fjörheima í Njarðvík sunnudaginn 11. maí kl. 18.00 - 19.00. Útisport tekur við Reiðhjóla- verkstæði M.J. Nýjir rekstraraðilar hafa tekið við Keiðhjóla- verkstæði M.J. sem liefur þjónað Suðurnes- jamönnum í áratugi. Hefur verslunin fengið nafnið Útisport <>g eru eigendur Svavar .1. Gunnarsson og Sigríður H. Georgsdóttir. Að sögn Svavars verður verslunin rekin áfram með svipuðu sniði til að byrja með en smám saman verður reynt að auka þjónustuna. Verslunin selur reiðhjól og alla aukahluti auk þess sem hún tekur að sér hjólaviðgerðir. Smáauglýsingar Víkurfrétta kosta kr. 500.- ogbirtast ókeypis á internetinu! 6 Víkuifréttif

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.