Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.05.1997, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 07.05.1997, Blaðsíða 15
n r Byggja 20.000 púmmetra mjölgeymslu í Helguvík S.R. mjöl hefur úkveðið að byggja við fiskimjölsverk- sniiðjuna í Helguvík og hefur fengið samþykkt byggingar- nefndar Revkjanesbæjar fyrir viðbyggingu sem er 20.463,5 rúmmetrar að stærð. Verksmiðjuna hefur vantað geymslurými fyrir hráefni og hafa mjölsekkirnir verið geymdir í dráttarbrautinni gömlu í Keflavík. Um skeið var fyrirhugað að geyma mjölið á tönkum en nú hefur verið fallið frá því og verður fyrrnefnd skemma byggð í staðin. Búist er við að framkvæmdir hefjist í sumar. L J LeiðPétting í 17. tbl. var haft eftir Ellerti Einkssyni bæjarstóra Reykjanesbæjar áfun di bæjarstjómar þann 15. apnl sl. að ráðning Ragnars Amar Péturs- sonar hafi einfaldlega verið vegna „pólitískrar stöðu umsækj- enda“. Þetta er rangt haft eftir og er beðist velvirðingar á því en hið rétta er að á fundinum kom Reynir Ólafsson (A) með fyrirspurn til bæjarstjóra þar sem hann spurði hvort það væri einhver sérstök ástæða til þess að verið væri að vísa málinu í bæjarráð og benti í því sam- bandi á ráðningu í starf forstöðumanns Ungó í Holtaskóla þar sem einnig vom tveir umsækjendur um stöðuna. Spurði hann í grini hvort annar aðilinn þyrfti að vera sjálfstæðismaður til þess að málinu væri vísað í bæjarráð. Ellert svaraði gríni Reynis á þann veg að hann þyrfti að kynna sér pólitískan lit þessara umsækjenda og samþykkti hann þá tillögu að vísa umræddu máli einnig í bæjarráð. Heiðpuð á bapáttudegi vepkalýðsins! Þrír aðilar voru lieiðraðir fyrir störf sín að verkalýðsmálum á 1. maí. Það voru þau Sonja Kristensen, Valgeir Sighvatsson og Inginbjörg Jónsdóltir. I látíðarhöld dagsins voru vel sóti og margt til skemmtunar. Kvennakór Suðurnesja siing nokkur lög og ávörp voru fluti. Ræðuntaður dagsins var Sævar Gunnarsson fomiaður Sjómannasambands Islands. Skipasmíðastöð Njarðvíkur: Hyggst byggja skipakví Skipasmíðastöð Njarðvíkur hefur óskað eftir leyfl bygg- ingarnefndar Reykjanes- bæjar til að byggja skipakví á lóð sinni. Telja forráðamenn skipas- míðastöðvarinnar að með kvínni megi jafna árstíðar- bundnar sveiflur sem verða í starfseminni og nýta það hagræði sem af skjólinu hlýst. Kvíin verður byggð ofan á eitt af nýverandi skipastæðum þar sem allar almennar skipaviðgerðir eru framkvæmdar í dag. Stærð kvíarinnar miðast við að inn í hana komist öll þau skip sem á annað borð komast upp í dráttarbraut fyrirtækisins og er gert ráð fyrir að tvö skip geti verið samtímis inni f kvínni. Skipin koma til með að standa á vögnum inn í kvínni sem dregnir verða af lyfturum og eða af spilum sem í dag eru notuð við hliðarfærslu á skipum. Vortónleikar Karlakórs Keflavíkun SÖNGGLEÐI Það tekur stundunt á að búa á Islandi vflr vetrartímann, ekki síst nú á tímum þegar við erum mjög meðvituð um að það er lítið mál að stíga upp í flugvél og láta hana flvt- ja sig á nokkrum klukkutí- mum í allt annað og lilýrra Ioftslag. En við iátuni okkur hafa það, eins og sagt er, þraukum veturinn og tökum fagnandi á móti vorinu með ölluni sínutn kostum, fuglasöng og björtum nóttum. Einn fvrsti vorboðinn að þessu sinni voru tónleikar söngfuglanna í Karlakór Keflavíkur. Fyrstu tónleikar kórsins í Revkjanesbæ voru 30. apríl, yndislega fallegur og sóiríkur vordagur, tilvalinn til að njóta kraftmikils söngs karlakórsfélaga. Tónleikarnir fóru fram í Njarðvíkurkirkju og var kirkjan fullsetin. Efnisskrá kórsins var nijög fjölbrevtt. Lögin sá stjórnandi kórsins Vilberg Viggósson um að kynna, sem liann gerði á mjög skemmtilegan hátt. Einsöngvari var Steinn Erlingsson. Það fór ekki á milli mála að áheyrendur kunnu vel að meta söng Steins. Var honum ákaft þakkað að loknum söng sínum, en fyrra lagið sem Steinn söng var rússneskt þjóðlag, Sólskinsbarn og síðara lagið Draumnlandið eftir Sigfús Einarsson, endurtók hann bæði lögin vegna ákafra fagnaðarláta. Steinn söng einnig dúett með Ingólfi Olafssyni, við mjög góðar undirtektir. Reyndar var það svo að kórinn var nokkrum sinnum klappaður upp, þegar áheyr- endur voru sérstaklega hrifn- ir af flutningi einstakra laga á dagskránni. í lokin fór svo að áheyrendur voru alls ekki búnir að fá nóg og urðu aukalögin þó nokkur. Mér fundust tónleikarnir hin besta skemmtun, sérstaklega hafði ég ánægju af að hlusta á kórinn flytja lögin úr óperun- um „Faust“ og „Nabucco“. En á heildina litið góður endir á fallegum degi. Þegar út úr kirkjunni var komið, myn- duðu kórfélagarnir heiður- svörð, sem tónleikagestir gengu í gegnum út í nóttina. Þar sem ég gekk í áttina að bílnum mínum fór ég að hevra að kórinn var tekinn til við að syngja að nýju, greini- lega ekki hættir. Það var ekki hægt annað en að vera í góðu skapi þegar ég keyrði á brott frá kirk junni, þvílík var söng- gleðin hjá þeim félögum. Björk Guöjónsdóttir. Júlíus Rafnsson fynverandi framkvæmdastjóri R.A. Pétursson hf. í Njarðvík verður fimmtugur laugar- daginn 10. maí n.k. Hann og kona hans Guðrún Gísladóttir taka á móti gestum í Sjálfstæðishúsinu á Seltjamamesi milli kl. 18 og 22 á afmælisdaginn. Jenný Lovísa Einarsdóttir, Aðalgötu 5 Keflavík, verður 85 ára föstu- daginn 9. maí nk. Hún mun taka á móti gestum á afmælis- daginn í sal Karlakórs Keflavíkur millikl. I6og20. Þessi röndótta mær er dirtý five þann 9. maí. Hún verður í leirpottinum að Kirkjubraut 28, kl. 01:30. Hún tekurá móti, hún tekur á móti, hún tekur endalaust á móti. Afmæliskveðjur og tilkynningar berist í síöasta lagi á mánudögum. | Vínveitingaleyfi | i Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþvkkti á fundi sínum i J sl. þriðjudag veitingu vínveitingaleyfa til þriggja aðila. i Veitingastaðurinn Mainma Mía fær vínveitingaleyfi til | I eins árs. Vínveitingaleyfi Olsen Olsen var framlengt um I [ fjögur ár og gistihúsið Kristína fær léttvínsleyfi. I---------------------------1 Ferðamálasamtök Suðumesja: AÐALFUNDUR Aðalfundur ferðamálasamtakanna verður haldinn í Veitingahúsinu við Bláa lónið laugardaginn 24. maí og hefst kl. 14:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Víkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.