Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.05.1997, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 07.05.1997, Blaðsíða 2
FRÉTTAVAKT 898 ZZZZ \ Sjálfstæðisfélagið /k/ Njarðvíkingur % AðaHundur Aðalfundur Ráðning skólastjóra vinnuskólans rædd í bæjarstjórn: PÓUTÍSK? apríl segir m.a. ,Að lokum vil ég lýsa undrun minni á hegðan bæjarfulltrúa Framsóknarflokks- ins sem hafa séð það vænlegra að beygja sig undir vilja sjálfstæðis- manna frekar en að standa við hlið á fulltrúa sínum í nefndinni og ákvörðun hans. Þetta er sér í lagi einkennilegt í ljósi þess að fyrmefndur nefndarmaður er for- maður tómstundaráðs". Bókaði minnihluti um málið á fundi bæjarstjómar þar sem segir m.a. „Við samþykktum hins vegar á síðasta fundi bæjarstjómar að vísa málinu til bæjarráðs og reiknuðum að sjálfsögðu með því að þar yrði máíið tekið til nánari skoðunar og faglegrar afgreiðslu. A daginn kom hins vegar að málið var ekki tekið til skoðunar í bæjarráði. Meirihlutinn lagði ein- faldlega til að Ragnar Örn Pétursson yrði ráðinn. Þrátt fyrir óskir fulltrúa minnihlutans um að fá umsóknir umsækjenda fengust þær ekki. Það er því augljóst að ekki stóð til að taka málið til nánari skoðunar, heldur var ein- ungis verið að búa til leið til að geta beitt pólitísku meirihlutavaldi í bæjarráði". Meirihluti vísaði því alfarið á bug að um pólitíska ráðningu væri að ræða og sagði Ragnar Öm ein- faldlega hafa verið hæfari til starf- ans. Benti Ellert Eiríksson bæjarstjóri jafnframt á þá stað- reynd að nefndir væm ráðgefandi og það á valdi bæjarstjómar að taka ákvarðanir. I máli Jónínu Sanders formanns bæjarráðs kom það fram að rætt hafi verið við íþrótta- og tómstundafulltrúa sem er yfmnaður skólastjóra vinnu- skólans fyrir fund bæjarráðs þann 23. apríl og hafi hann mælt með því að Ragnar Öm fengi starfið. Drífa Sigfúsdóttir forseti bæj- arstjómar sagði að fólk ætti ekki að gjalda fyrir það að taka þátt í pólitísku starfi. Fulltrúar minnihlutans sögðu meirihluta fara út um víðan völl í leit að rökum í málinu og sagði Kristján Gunnarsson (A) það vera einsdæmi að bæjarfulltrúar fái ekki gögn sem þeir óski eftir og velti því fyrir sér hvort það stæðist sveitarstjórnarlög. Ráðning Ragnars Amar var samþykkt með 6 atkvæðum meirihluta á móti fimm atkvæðum minnihluta. Heiðarvegur 23, Ketliivík 3ja herb. íbúð á efri hæð með sérinngangi. Nýtt járn á þaki. Góðir greiðsluskilmálar. Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofunni. Tilboð. Heiðarvegur 24, Kellavík 3ja-4ra herb. neðri hæð. Nýjar vatnslagnir og nýir gluggar. Góður staður. Nánari upp- lýsingar gefnar á skrifstof- unni. Eækkað verð. Tilboð. Suðurgata 26, Keflavík 122 ferm. 4ra herb. efri hæð með sérinngangi. Vönduð íbúð á góðum stað. Allar nánari upplýsingar um sölu- verð og greiðsluskilmála gefnar á skrifstofunni. Birkiteigur 4, Keflavík 2ja herb. íbúð á 2. hæð í góðu ástandi. Nánari upplýsingar á skrifstofunni um söluverð og greiðsluskilmála. Laus strax. Tilboð. Fífumói 1A, N jarðvík 2ja herb. íbúð á 1. hæð í góðu ástandi. fsskápur og þvotta- vél fvlgir. Laus strax. 4.300.000.- Samþykkt bæjarráðs Revk- janesbæjar um að ráða Ragnar Örn Pétursson í stöðu skóla- stjóra vinnuskólans í sumar var til umræðu á fundi bæjar- stjórnar sl. þriðjudag og deildu fulltrúar minnihluta hart á þá ákvörðun. Töldu þeir ákvörðunina ekki byggða á faglegum grunni og óeðlilegt að meirihluti bæjarráðs ákveði að ráða þann umsækjanda sem færri atkvæði fékk þegar málið var til afgreiðslu tómstund- aráðs sem mælti með Ragnari Marinóssyni í stöðuna. Meirihluti tómstundaráðs klofnaði í málinu þegar að Guðríður Halldórsdóttir fulltrúi Fram- sóknarflokks lýsti yfir stuðningi við Ragnar Marinósson í starfið og í bókun Gests Páls Reynis- sonar í tómstundaráði þann 25. Fastei pnasalan HAFNARGÖTU 27 - KEFLAVÍK SÍMAR421 1420 OG 4214288 Túngata 3, Sandgerði 4ra herb. neðri hæð 90 ferm. Skipti á stærra húsnæði mögu- leg. 4.200.000.- Skagabraut 46, Garði 2ja-3ja herb. neðri hæð með sérinngangi. Húsið er klætt að utan með stálklæðningu. 3.500.000,- Tjarnargata 28, Keflavík 171 ferm. parhús ásamt 23 ferm. bílskúr. Hagstæð Ián áhvílandi. 10.100.000.- Sjálfstæðisfélagsins Njarðvíkings verður haldinn fimmtudaginn 15. maí nk. kl. 20:30 ísjálfstæðishúsinu Hólagötu 15, Njarðvík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Gestur fundarins verður Kristján Pálsson alþingismaður. Stjórnin. Brekkustígur 33b, Njarðvík Rúmgóð 3ja herb. íbúð á 2. hæð með sérgeymslu og mikilli sam- eign í kjallara. íbúðin er í mjóg góðu ástandi, Laus strax. Ein- staklega góðir greiðsluskilmálar Nánari uppljsingar á skrif- stofunni. Skoðið myndaglugga okkar, þar eru að finna sýnishornaffasteignum, sem eru á söluskrá hjá okkur. Beðið eftir stjórnandanum! Söngsveitin Víkingar hefur staðið í stórræðum síðustu daga. Tónleikar hafa verið haldnir í Samkomuhúsinu í Garði og einnig hafa þeir sungið við önnur tækifæri. Meðal annars kom söngsveitin frant á hátíðarhöldum I. maí í Sæborgu í Garði. Meðfylgjandi mynd var tekin af nokkrum Víkingum úti undir gafli en þar biðu strákamir söngelsku eftir stjómandanum sem var ekki mættur á svæðið. Þeir höfðu svo sem ekert á móti því að bíða aðeins því veðrið var gott og nær óbærilegt að sitja inni í slíku veðri. VF-mvnd: Hilmar Bragi Bárðarson Mikill ahugi fynip stöðu launafulltrúa Alls 15 aðilar sóttu um stöðu launafulltrúa Reykjanesbæjar sem auglýst var til eins árs. Þeir sem sóttu um voru Agústa Guðmundsdóttir, Birgitta Róbertsdóttir, Nína Hildur Magnúsdóttir, Sigríður Jóna Jóhannesdóttir, Gréta Þórðardóttir, Guðlaug Björnsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Jósep Valgeirsson, Kolbrún Gunnarsdóttir, Linda Grétarsdóttir, Sesselja G. Halldórsdóttir, Sigurborg Hafsteinsdóttir, Sigurlaug Hauksdóttir og Svala K. Pálsdóttir. Akveðið var að ráða Agústu Guðmundsdóttur í stöðuna. 2 Víkuifréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.