Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.05.1997, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 15.05.1997, Blaðsíða 4
STURLAUGS OLAFSSONAR Úða gegn roðamaur og óþrifum á plöntum. Eyði illgresi úr grasflötum. Eyði gróðri úr stéttum og innkeyrslum. Leiðandi þjónusta. f Upplýsingar í símum 421-2794 og 893-7145 UDA SAMDÆGURS t^EF ÓSKAD ER... Eignarhaldsfélag Suðurnesja hf. Aðalfundur Af óviðráðanlegum orsökum verður að fresta aðalfundi Eignarhaldsfélags Suðurnesja hf. um viku. Aðalfundurinn verður haldinn fimmtudaginn 22. maí n.k. kl. 17 á Flughótelinu, Keflavík. Dagskrá: Aðalfundarstörf samkvæmt 4. gr. samþykkta félagsins: 7. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins sídastliðið reikningsár. 2. Endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðastliðið reikningsár. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar eða taps félagsins á síðastliðnu reikningsári. 4. Kosning stjórnar. 5. Kosning endurskoðenda. 6. Ákvörðun um þóknun til stjórnar og endurskoðenda fyrir næsta kjörtímabil. 7. Önnur mál, löglega upp borin. Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Vesturbraut Wa, Keflavík, viku fyrir aðalfund. Fundargögn verða afhent við innganginn. Keflavík 12. maí 1997. Stjórn Eignarhaldsfélags Suðunesja hf. Hrafnkell Óskarsson yfirlæknir hefur sagtupp stöðu sinni við Sjúkrahús Suðurnesja. Hann segir í viðtali viðVíkurfréttir: uaflarori uúé lii tetðs alvarlep Hrafnkell Óskarsson vfir- læknir Sjúkrahúss Suður- nesja hefur sagt upp stöðu sinni frá og með 21. júní nk. og er ástæðan m.a. óánægja með læknamönnun sem liann telur ónóga. Uppsögn Hrafnkels hefur vak- ið mikil viðbrögð og hefur stjóm S.H.S. og H.S.S. borist undirskriftarlistar ifá 78 starfs- mönnum Sjúkrahúss Suður- nesja þar sem starfsmenn lýsa furðu sinni á að framkvæmd- arstjóra sé falið að auglýsa 100% stöðu yfirlæknis við sjúkrahúsið. Kemur frant í skýrslu Hrafn- kels sem hann flutti á aðal- fundi S.H.S. og H.S.S. 5. maí sl. að fjársvelti hafi staðið stofnuninni fyrir þrifum um langt árabil. Þrátt fyrir að lengi hafi verið rætt um nauðsyn þess að yfirlæknir stofnunar- innar væri í fullri stöðu og hann óskað eftir því haft hon- um verið sendur samningur um 75% stöðu áfram og því hafi hann sagt upp störfum. Að sögn Hrafnkels var fyrr- nefndur samningur dropinn sem fyllti mælinn þótt hann væri alls ekki aðalatriðið í þessu máli. „Vamaðarorð mín frá síðasta aðalfundi þar sem ég m.a. gagnrýni ónóga læknamönnun og aðstöðuleysi hafa einfaldlega ekki verið tekin alvarlega. Eg ætlast kannski ekki til að ráðuneytið taki mig alvarlega en ég ætlast til þess af heimamönnum. Eg stend við það sem ég sagði þá og því verð ég að segja upp því að mínu mati hefur í raun ekkert breyst", sagði Hrafn- kell. „A síðasta aðalfundi Sjúkrahússins gaf stjórnar- maður það í skyn að mig væri að bresta úthald í baráttunni. Það er alveg flarri lagi og þótt ég sé hættur að vinna hjá Sjúkrahúsi Suðumesja mun ég halda áfram að berjast fyrir það og veita mönnum hér að- hald.“ Stjóm S.H.S. og H.S.S. hefur sent starfsmönnum bréf vegna undirskriftalistans þar sem segir að alltaf hafí verið geng- ið út frá því að staða yftrlækn- is yrði 100%. Að sögn Önnu Margrétar Guðmundsdóttur formanns S.H.S. og H.S.S. hefur stjómin unnið að því frá upphafi að laga rekstrarstöðu sjúkrahússins og heilsugæsl- unnar en fyrir þremur árum sfðan var hallinn við þær stofnanir 50 milljónir. Því hafi allur tíminn farið í það að reyna að fá fjárveitingar frá ífkinu. Hún sagði að sú vinna hafi skilað árangri og tugir milljóna komnar í rekstur S.H.S. og H.S.S. Anna Mar- grét sagði aðstöðuleysi sjúkra- hússins og heilsugæslunnar al- kunnugt og ekki nýtt í stöð- unni. „Aðstaðan batnar ekki fyrr en D-álman er komin og nú er búið að ganga frá undir- skrift um stækkun á heilsu- gæslunni og sjúkrahusinu um 3000 fermetra. Nú gefst því tækifæri til þess að skoða með hvaða hætti læknamönnun ætti að vera við stofnunina en við höfum oft sagt að hún sé vanmönnuð. Því var ákveðið að setja á stofn starfshóp sem hefur verið að vinna að því um nokkurra vikna skeið að skoða læknamönnun sjúkra- hússins og með hvaða hætti henni væri best fyrirkomið". I starfshópnum eru ásamt Önnu Margréti: framkvæmda- stjóri, yfirlæknir, hjúkmnarfor- stjóri og skrifstofustjóri. Að sögn Önnu Margrétar mun vinna starfshópsins halda áfram þrátt fyrir uppsögn Hrafnkels. Aðspurður um vinnu starfs- hópsins sagðist Hrafnkell efa hversu formlegir þeir fundir vom og hvaðan umboð væri fengið. Hann sagðist hafa unn- ið úr þeim hugmyndum sem þar komu fram sem fagaðili og muni hann fylgjast náið með því hvort þær hugmyndir verði notaðar í framtfðinni. Þó ítrekaði hann það að margar ólíkar hugmyndir hefðu kom- ið þar ffam um hvemig staðið skyldi að læknamönnun og ekkert hafi gefið honum full- vissu um að farið yrði eftir þeim tillögum sem hann setti fram. „Annars hefði ég ekki haft ástæðu til þess að segja upp“, sagði Hrafnkell að lok- um. J lfí|/||D SÍMINN SEM ALDREI SEFUR! lfílfBID VIIVUK ___ ___ '_ ___ ____ VIKUK fréttir FRETTAVAKT ALLAN S0LARHRIN6INN 898 ZZZZ fréttir 4 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.