Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.05.1997, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 15.05.1997, Blaðsíða 11
Klippurnar á lofti Lögreglan í Keflavík tók ,,klippurnar“ upp úr skúffunni og hefur hafið klippistörf sín vegna ógreiddra bifreiða- gjalda og þungaskatts fyrir fyrsta tímabil þessa árs. Að sögn Arna Björnssonar hjá Sýslumanninum í Kefla- vík eru vanskilin mikil. Um nokkur hundruð aðilar hafa ekki gert upp gjöldin á tilsett- um tíma og því eiga þeir á hættu að það verði klippt á númer þeirra þar sem til þeirra næst. Lögreglan hefur fengið í hendumar lista með númerum þeirra bifreiða sem ekki hefur verið greitt af. Þessar aðgerðir hófust sl. mánudag og rnunu standa til og með 26. maí. Ámi sagði að þeir biffeiðaeig- endur sem hefðu greitt síðustu daga í bönkurn eða sparisjóð- um ættu að setja kvittunina þar sem lögreglan getur séð hana t.d. í framrúðuna því greiðslutilkynningin getur verið einhverja daga á leið- inni. Atvinna - akstur o.fl. Traust fyrirtæki óskar eftir starfs- manni med meiraprófs- og þun- gavinnuvélaréttindi, til starfa við akstur, viðgerðir o.fl. Umsóknum skal skila til Víkurfrétta fyrir 21. maí nk. merkt „AK-12" Atvinna í sumar Gerðahreppur óskar eftir umsóknum í eftirtalin störf: a) Verkstjórn með unglingavinnu ásamt afleysingum f áhaldahúsi. b) Flokksstjórn í unglinga- vinnu í sumar. c)Aðila til að hafa umsjon með blómabeðum. Umsóknareyðublöð ognánari upplýsingar hjá sveitarstjóra. Umsóknarfrestur er til 20. maí 1997. Sveitarstjóri. Kökubasar við Stapa Kökubasar 6. flokks Keflavíkur í knattspyrnu verður haldinn á morgun föstudag við blómabílinn í Stapa. Hefst hann kl. 13 og verður gnægt úrval af góðum kökum og tertum. Ágóðinn rennur í ferða- sjóð hjá strákunum vegna ferðar þeirra á Pollamótið í Eyjum í sumar. SUMARED ER KOMIDÍSMART! Smart sundbolir og bikini. Góðirlitir. Góðar stærðir. Leðurveski. Mikið úrval. Veski í mörgum litum. Verð frá kr. 2900 Sumarslæður og fleira. Verid velkomin, > Helga, Magga og Stebba. sraaRt Hólmgarði 2 ■ Keflavík - sími 421 5415 Matjurtir í heimilisgarðim Garðyrkjuskóli ríkisins, Reykjum í Ölfusi, verður með námskeið um matjurtir í heimUisgardinum og lífræna ræktun, fáist næg þátttaka, í Fjölbrautaskóla Suðurnesja (stofu 222) laugardaginn 24. maí n.k. frá kl. 13-18. Leidbeinandi verður Gunnþór Guðfinnsson kennari við Garðyrkjuskólann. Hann mun fjalla um allt það helsta sem viðkgmur ræktun á matjurtum í heimilsgarðinum og lífrænni ræktun, safnhaugagerð og fleira. Allir þátttakendur á námskeiðinu fá upplýsingabækling um matjurtir, sem Gunnþór hefur tekið saman. Þátttökugjald er kr. 2.500.- Skráning á námskeiðið fer fram hjá endurmenntunarstjóra Garðyrkjuskólans, Magnúsi Hlyn Hreiðarssyni, í síma 483-4061 eða á skrifstofu skólans í síma 483-4340 alla virka daga frá kl. 08-16. UTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í verkið „BIRGÐAGEYMSLA, SVARTSENGI - ENDURBÆTUR Á ÞAKI, HS96009". Verkið felst í því að taka núverandi álklæðningu ofan af þaki birgðageymslu Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi, endurnýja einangrun, útbúa loftraufar og ganga frá að nýju með núverandi álklæðningu, Stærð á þaki er 345 m2. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. september 1997. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, Njarðvík gegn 5.000 kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 27. maí 1997 kl. 13:30. HITAVEITA SUDURNESJA Víkuifréttir 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.