Víkurfréttir - 14.08.1997, Side 10
Fjórir nýjir veitingastaðir og fullkomin líkamsræktarstöð opna á næstunni:
Ólafur Sálemann veitinga-
maður og Steinþúr Jónsson
inni i húsnæði Kína., take a
u way". Á minni myndinni eru
IþeirAlfreð Möllerrek-
straraðili Lífsstíls og
Steinþór.
Framkvæmdir á lohastigi
Nú standa yfir lokafram-
kvæmdir á Hótel Kellavík
sem stefnir aö því aö opna
fjóra nýja veitingastaði í
húsnæðinu ásamt full-
kominni líkamsræktarstöö.
Veitingastaðirnir eru sjávar-
réttarstaðurinn Sólsetrið sem
jafnframt mun þjóna sem
veitingastofa fyrir hótelgesti,
Kínverskur „takeaway",
Subway og kaffi Iðnó sem
verður rekið í hinum unt-
deilda Iðnó glerskála.Hús-
næði Hótelsins hefur tekið
stækkaskiptum og verða um
þúsund fermetrar lagðir undir
hinn nýja rekstur. Að sögn
Steinþórs Jónssonar hótel-
stjóra eru staðirnir hluti af
heildarmynd hótelsins sem
býður nú upp á fjölbreytta
þjónustu fyrir gesti.
„Hugmyndin er sú að bjóða
fólki á Suðurnesin þar sem
það getur gist og farið síðan á
sólbaðstofuna í nudd eða lík-
amsrækt og fengið sér kaffi
og léttan bita í hádeginu. Við
ætlum að reyna þetta og sjá
hvemig það kemur út“, sagði
Steinþór.
Hótel Keflavík opnaði nýja
álmu í april sl. auk þess sem
húsnæðið var stækkað á síð-
asta ári. Býður það nú gist-
ingu á 67 herbergjum með
gistiheimilinu sem er gegnt
hótelinu.
Framkvæmdir hafa gengið
vel að undanfömu og munu
staðimir opna í lok vikunnar.
Formleg opnun verður síðan
föstudaginn 22. ágúst þar sem
fólki mun gefast kostur á að
skoða hótelið og breytingam-
ar.
M-augardagur 1G. ágúst
DsgsMsrá:
10:30-11:30. Veiðikeppni í Seltjörn. Verdlaun verda veitt fyrir
stærsta fiskinn. Þátttakendur 7 ára og yngri verða ad vera í fylgd með
fullordnum. Ókeypis veidileyfi en greitt fyrir þann fisk sem veiddur er.
Rútuferd frá SBK og Bidskýlinu Njardvík kl. 10.00. og til baka ad veiði
lokinni kl. 12.00.
10:30-12:30. Púttkeppni á púttvellinum í Njarðvík fyrir 5-50 ára.
Keppt er í aldursflokkum. (Ath. keppni fyrir 51 árs og eldri á sun-
nudeginum).
13:00-14:00. Kassabílarallý við púttvöllinn í Njarðvik fyrir börn að
12 ára aldri. Allir heimasmiðaðir bílar fá þátttöku. Tveir keppendur eru
í liði, annar ýtir en hinn stýrir. Keppt er um fljótasta kassabílinn, einnig
er verðlaun fyrir skemmtilegasta útlitið á kassabíl.
14:00-15:00. Göngurferð um gamla bæinn í Keflavík með
leiðsögumanni. Lagt af stað frá Kjarna. Leiðsögumaður er Sturlaugur
Björnsson.
15:00-16:00. Dorgkeppni í Keflavíkurhöfn fyrir börn að 12 ára aldri.
Keppt er um stærsta fiskinn, minnsta fiskinn, mesta aflann og
furðurlegustu veiðina. Þátttakendur 7 ára og yngri verða að vera í
fylgd með fullorðnum.
16» og 17» ágúst 1997
Sunnuttagur 17. águst
Dagsúrá:
10:00-11:00. Hjólreiðaferð um Reykjanesbæ fyrir alla fjölskylduna.
Haldið frá Kjarnanum og Duusleið hjóluð (8 km.) Farastjóri er Sigríður
Guðbjörnsdóttir (Siddý).
10:30-12:00. Púttkeppni á púttvellinum í Keflavík fyrir 51 ára og
eldri. Keppt er í tveimur aldursflokkum.
13:00-17:00. Sumarskemmtun Fjölskyldunnar í
Skrúðgarðinum í Keflavík.
13:00 Hópaanaa frá Kjarnanum ifytgd keppenda Hálandaleikanna og
sterkustu mönnum Suðurnesja. Fígúrur frá Leikfélagi Keflavíkur slást í
hópinn. Gengið um Hafnargötu og Tjamargötu að Skrúðgarðinum.
13:30. ReiðhiólkeDDni fyrir börn 12 ára og yngri þar sem ýmsar léttar
þrautir eru leystar. Sterkustu menn landsins sjá um keppnina og veita
verlaun.
14:00. Hálandaleikar. Reykanesbæingar takast á við tröllin. Rúnar
júlíusson og vinningshljómsveitir frá Rokkstokk troða upp. Grillaðar \
pylsur í boði Kjötsel ofl.
Sýning á verkum skólabarna verður opin í Bókasafni Reykjanesbæjar
frá 16. ágúst á opnunartíma safnsins. Allir velkomnir.
Tómstundaráð
Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykanesbæjar (MOA)
10
Víkurfréttir