Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.08.1997, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 21.08.1997, Blaðsíða 10
ATVÍNNA Óskum að ráða starfskraft til afgreiðslustarfa, ekki yngri en 20 ára. Vaktavinna. Umsóknareyðublöð á staðnum. FitjagriU Fitjum - Njarövík Auglýsingasími Víkurfrétta er 4214717 Fax 4212777 Grunnskólar Reykjanesbæjar Upphaf skólastarfs 1997-1998 Skólastarf hefst með starfsmanna- fundum í skólunum þriðjudaginn 26. ágúst kl. 09:00. Nemendur eiga að koma í skólana mánudaginn 1. september sem hér segir: Njarð víkurskóli kl. 09:00 5. bekkur, 6. bekkur, 7. bekkur kl. 10:00 3. bekkur,8. bekkur,9. bekkur kl. 11:00 2. bekkur, 4. bekkur, 10. bekkur Holtaskóli kl. 09:00 10. bekkur kl. 11:009. bekkur kl. 13:008. bekkur kl. 15:00 7. bekkur Myllubakkaskóli (íþróttahús) kl. 08:30 6. bekkur kl. 09:30 5. bekkur kl. 10:30 4. bekkur kl. 11:30 3. bekkur kl. 13:00 2. bekkur kl. 14:00 1. bekkur Innritun nýrra nemenda fer fram í skólunum daglega kl. 10-12 og 13-15. Forrádamenn yngri barna eru hvatt- ir til að koma med börnum sínum til skólasetningar. Kennsla hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 2. september. Skólamálastjóri. HRAFNKELL ÓSKARSSON SKRIFAR: Herferðarsögur... Sunnudaginn 10. ágúst birtist í Ríkissjónvarpinu viðtal við undirritaðan um ástæður þess að ég sagði upp störfúm á Sjúkrahúsi Suðumesja.Tveim dögum síðar var viðtal við framkvæmdastjóra SHS í sama fjölmiðli, og í Suðumesja- fréttum er síðan grein eftir fyrrverandi framkvæmdastjóra og núverandi stjómarmann í stjóm SHS með feitletraðri fyrirsögn: Herferð gegn Heilsugæslu og Sjúkrahúsi Suðurnesja? Þar sem mönnum virðist ganga illa að muna út á hvað fréttin gekk og hvað ég sagði þá birti ég einfaldlega eigin ummæli frá orði til orðs; Fréttin hefst á inngangi frétta- manns um að mikið los virðist á starfsfólki SHS og HSS, en helmingur lækna SHS hati látið af störfum, einn læknir af HSS sé í ársleyfi og annar að hætta. Viðtalið við mig er svona : Fréttamaður: ..enafhverju ákvað fráfarandi yfirlæknir að yfirgefa stofnunina ? Hrafnkell: það er engin ein ástæða, það er margt sent spilar saman.En það sem skipti mestu máli er það að ég lysti því hér yfir að það væri ekki hægt að taka faglega ábyrgð á rekstrinum, eða ég gæti það ekki eins og hann væri og það gerðist síðan ekki neitt í framhaldi af þessu.það leið heilt ár án þess að þeir sem hér stjórna gerðu nokkuð í málunum,eða reyndu að breyta, og þá gat ég raunar ekki tekið aðra ákvörðun en að hætta. Fréttamaður: Ríkir eitthvað áhugaleysi hjá stjómendum sjúkrahússins? Hrafnkell: Ég myndi kalla það duglevsi aðalIega.Ég held að það sé miklu nær. Við þurfum auðvitað að sækja til ráðunevtisins um æði margt og þar er niðurskurðar- hnífurinn á lofti eins og hefur alltaf verið.það er ekkert nýtt og það vissi ntaður svo sem og var tilbúinn til að takast á við aftur, ef það væri einhver stuðningur hérna á heima- vígstöðvunum.En mér hefur því miður fundist það vera mjög takmarkað. (Hér er klippt aftur yfir á frétta- stofuna) Fréttamaður: Hrafnkell leggur áherslu á að það verði að liggja fyrir ákveðin stefna á stofnun sem þessari, sem starfsfólk geti unnið eftir. Hann bendir á að vissulega hafi allt tal um niðurskurð slæm áhrif, sér í lagi þegar mikill tími fari í spamað- aráform sem ekki verði af. Slíku séu þau hins vegar orðin löngu vön. Of mikill tími fari í umræðu um samvinnu , spamað og framtíðaráform sem ekkert verði úr. Fréttastofan náði ekki í Jóhann Einvarðsson fram- kvæmdastjóra vegna málsins í dag, og Anna Margrét Guð- mundsdóttir, stjómarfor- maður.vill ekki tjá sig um málið á þessu stigi. (Frétt lýkur) Nokkrar athugasemdir: Eyjólfur segir viðtalið við mig greinilega pantað. Ég eftirlæt Sjónvarpinu að hafa áhyggjur af að Eyjólfur trúi því, að menn geti hringt og pantað sér fréttir eftir þörfum í virtasta fjölmiðli landsins. Ég ætla ekkert að móðgast af þessu, heldur líta á það sem hrós að hann trúi því að ég sé svona áhrifamikill. Sannleikurinn er svona; Jóhanna Vigdfs hringdi í mig um hádegisbilið þennan dag, var á leið á flugvöllinn vegna fréttar um Atlanta þotu er lenti í vandræðum. Spurði hvort ég væri tilbúinn að tjá mig um eigin uppsögn. Hvers vegna henni fannst fréttnæmt að ég væri að hætta verða menn að spyrja hana. Ég bendi á, að ekki er fjallað urn ástæður uppsagna annara en rnína eigin í fréttinni og heilsu- gæslan kemur lítið við sögu og því má spyrja sig af hverju lögð sé slík áhersla á stöðuna þar í svömm framkvæmdastjóra og stjómar. Reyndar kom fram í inngangi fréttamanns að einn læknir væri í ársleyfi og annar hefði sagt upp, sem er alveg rétt. Fyrir utan það sem ég sagði sjálfur er haft eftir mér í lok fréttar ummæli um slæm áhrif niðurskurðartals og áfomia sem ekkert verði úr (sjá ofar) og þetta stend ég að sjálfsögðu við. þó það komi mér e.t.v. ekki við þá ætla ég að benda á tvennt. Stjómin lýsir furðu á að ekki hafi verið rætt við stjómendur SHS samdægurs, en í fréttinni kom ffam að Anna Margrét hafi ekki viljað tjá sig um málið. Hvort ætii sé nú rétt? Og hverjir hafa hætt á SHS af læknunum (fullyrðum ekki um ástæður) Sigurjón bæklunarlæknir var í 12,5 % stöðu, hætti í vetur. Olafur kvensjúkdómalæknir sagði upp hluta af stöðu sinni og minnkaði því viðveru úr 4 dögum í 3 .Einar svæfinga- læknir í 100 % stöðu og ég í 75% stöðu sögðum upp í vor. þeir sem ekki hafa minnkað við sig eða hætt em Konráð í 50% við SHS, Stefán í 25 %, Ambjöm fór úr 12,5 í 25 % er Sigurjón hætti og Þórir sem var í 50 % en er nú í yfirlæknis- stöðunni 75 eða 100 %. þá kemur röntgenlæknir sem verk- taki tvo morgna í viku. Nú er ykkar að leggja dóm. Er gagnrýni sú er ég lét frá mér um stjómendur „herferð gegn sjúkrahúsinu“ eða er verið að búa til storm í vatnsglasi til þess að hræða mig og aðra frá gagn- rýni ? Hrafnkell Óskarsson fSérstakt holræsagjald Eins og fram kom á álagningarseðli fasteignargjalda í janúar sl. er nú í fyrsta skipti innheimt sérstakt holræsagjald til hreinsunar á fráveituvatni. Gjaldið er kr. 6.000.- sem greiðist í tvennu lagi, 25. ágúst og 25. september. Þetta gjald rennur óskert til framkvæmda við ný fráveitu- mannvirki sem verið er að hanna þessa stundina. I framtíðinni verður því öllu fráveituvatni safnað saman í dælustöðvar og dælt á haf út. Allar nánari upplýsingar veitir fjár- málastjóri í síma 421-6700. 10 V íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.