Víkurfréttir - 04.09.1997, Side 15
Jafnt í bikarúrslitaleik Keflavíkur og IBV:
1
Tökum þáí
næsta leik
-sagði Gestur Gylfason sem skoraði
jöfnunarmarkið á síðustu sekúndunum
„Maður á svona eitt skot á ári
sem fer inn - og þarna var það.
Ég sá boltann í höndunum á
markverðinum og sneri mér þá
við og lamdi í grasið. Svo komu
strákarnir til mín og ég heyrði
ógurleg fagnaðarlæti. Það var
yndislegt", sagði Gestur Gylfa-
son, sem skoraði jöfnunarmark
Keflvíkinga gegn ÍBV í 120
mínútna úrslitaleik Coca Cola
bikarkeppninnar á Laugardals-
velli sl. sunnudag.
A sjöunda þúsund manns mættu á
völlinn í blíðviðri og hvöttu sína
menn eins og þeir best gátu.
Stemmningin var stórkostleg og
hún smitaði Keflvíkinga í byrjun
leiks því þeir voru sprækir og
léku mun betri fótbolta en Eyja-
menn sem virtust utan við sig
fyrstu mínútumar.
Uppúr þessum fjörleik Keflvík-
inga á upphafsmínútunum fékk
Haukur Ingi Guðnason sann-
kallað dauðafæri strax á 2. mín-
útu. Hann hitti boltann illa og
hann fór framhjá. Eyjamenn
siuppu við skrekkinn og litlu
munaði að skyndisókna-uppskrift
Keflvíkinga heppnaðist strax.
Stuttu sfðar fékk Haukur Ingi
stungusendingu en Zoran Milj-
kovic náði að trufla Hauk með j
peysutogi þannig að Keflvíking- |
urinn ungi missti boltann frá sér.
Þetta sést vel á mynd á bis. 13.
Svo hart gekk Zoran sem reyndar
er einn besti vamarmaður lands-
ins, í peysutoginu og tuddaskap
að hann uppskar eitt gult spjald en
hefði átt að fá annað. Eyjamenn
áttu þrjú skot að marki Keflvíkur í
fyrri hálfleik og hættulegasta fær-
ið var þegar Steingn'mur Jóhann-
esson brunaði upp vinstri kantinn
í átt að Keflavíkurmarkinu með
Elsku pabbi (eilífðartáningur)
til hamingju með 40 árin, 6.
september. Þúsund kossar.
Grisiingamir þrír.
Tvítugar orðnar hnátur tvær,
töluvert em þær tyrir sportið.
Ef þið viljið gleðja þær,
þá leggið inná (Ferða)Vísakortið.
Til hamingju með tvítugsafmælið
þann 9. september elsku frænkur.
Þorsteinn Ingi, Thelma Lind og
Hilmir Karl.
Sunddeild
Keflavíkur
Sundæfingar - innrítun
Dagana 8. og 9. september fer fram innritun
nýrra idkenda á sundæfingar hjá Sunddeild
Keflavíkur. Börn á aldrinum
6-12 ára eru hvött til að koma og kynnast
starfseminni sem verður með fjölbreyttum
hætti. Börnin verða að mæta með sundföt
svo hægt verði að sjá í hvaða hóp þau fara.
Foreldrar eru vinsamlegast beðnir að mæta
með börnunum. Þjálfarar í vetur verða
Eðvarð Þór Eðvarðsson og
Ragnheiður Runólfsdóttir.
Innritun fer fram í gömlu sundhöllinni
sem hér segir:
Krakkar í 1. og 2. bekk mánudag 8. sept. kl. 17.
Krakkarí 3. til 6. bekk þriðjudag 9. sept. kl. 17.
Börn sem voru í C-D-E og F hópum síðasta
vetur eru einnig beðin um að mæta í innriun.
Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður í síma
421-4686.
anki
jamu
Keflavík og KR skildu jöfn í
knattspymu gærkvöldsins.
Lokastaðan var l-l og skoraði
Eysteinn Hauksson mark Kefla-
víkur úr vítaspymu.
Grindavík gerði einnig jafntefli
gegn Fram í fyrrakvöld, 2-2 en
Grindvíkingar voru 2-0 undir
þegar fimm mínútur voru til
leiksloka. Ámi Slefán og Zoran
skomðu mörk Grindavíkur.
samherja hinunt megin við Krist-
in Guðbrandsson sem var á milli
þehra. Kidda tókst að bægja hætt-
unni frá eins og frábærum vamar-
manni sæmir. Vel gert hjá Kidda
sem er orðinn með betri vamar-
mönnum landsins.
Eyjamenn voru sterkari í seinni
hálfleik. Þeir byrjuðu á þrumu-
skoti sem Bjarki markvörður
varði af snilld út við stöng. Bjarki
átti síðan slakt útspark úr víta-
teignum sem Sigurvin Ólafsson
náði og skaut viðstöðulaust löngu
skoti sem endaði í þversiá. Bæði
lið áttu eftir þetta þokaleg skot og
færi ánjress þó að boltinn færi yfir
marklínuna.
I framlengingunni gerði Jakob
fyrirliði Jónharðsson sín einu
mistök í leiknum þegar hann mis-
skildi sendingu frá Bjarka mark-
verði út á kantinn. Steingrímur
sem Jakob bar búinn að „pakka"
saman í venjulegum leiktíma náði
að gefa fyrir. Bjarki markvörður
náði að handsama boltann eftir
fjör í teignum en þá kom Ingi
Sigurðsson aðvífandi, rak hægra
hnéð í hnakka Bjarka. Ingi spark-
aði boltanum úr höndum Bjarka
og eftir mikla baráttu í markteign-
um náði Leifur Geir Hafsteins-
son að skjóta að koma boltanum
yfir marklínuna, 1:0. Sæmundur
Vígiundsson ráðfærði sig við
línuvörð en dæmdi síðan markið
löglegt. Hreint ótrúlegt og Kefl-
víkingar mótmæltu af krafti.
Slæm mistök hjá Sæmundi sem
greinilega hefur verið illa staðsett-
ur að sjá þetta ekki.
Keflvíkingar gáfust ekki upp og
sóttu stíft að marki ÍBV eftir
þetta. Þegar um mínúta var eftir
fengu Eyjamenn hornspyrnu og
aðeins tveir þeirra fóm inn í vi'ta-
teig Keflavíkur en á undan höfðu
þeir sparkað langt útaf hvað eftir
annað til að tefja. Þá gerðist hið
ótrúlega. Kristinn Guðbrands-
son gaf langa sendingu út á Adolf
Sveinsson sem gaf fyrir markið.
Eyjamaðurinn Guðni Rúnar skall-
aði bollann við fjærstöngina, liann
barst inn í miðjan teig þar sem
Gestur Gylfason sá um að skora
jöfnunarmark Keflvíkinga. Svo
lítil tími var eftir að Eyjamenn rétt
náðu að taka miðju áður en flaut-
að var til leiksloka. Næsti leikur
verður á sama stað 5. okt. nk.
„Strákarnir voru frábærir og sýndu mikinn karakter. Stuðnings-
menn okkar voru líka frábærir og við viljuin þakka fyrir |iað.
Tólfti maðurin skilaði sér og það liafði sitt að segja |ui svo við höf-
um ckki sigraö. Við Keflvíkingar hugsum til framtíðar og ég bið
stuðningsmenn okkar um að sýna strákunum okkar þolinmæði.
Þeir eiga eftir að skila titlum“, sagðir Sigurður Björgvinsson, þjálf-
ari Keflavikur.
„Eg var eitthvað stressaður þarna í byrjun. Ég liitti ekki boltann
en ég skal lofa þér því að ég skora næst“, sagði Haukur Ingi
tiuðnason sem átti tvii góð marktækifæri í byrjun leiks.
„Þetta var kolólöglegt mark. Ingi rak liippina í Imakkann á mérog
þannig missti ég boltann. líg er ánægur með ininn hlut í leiknum,
fann inig vel enda er ekki annað liægt með svona stuðning og
steininningu", sagði Bjarki Guðmundsson, markvörður Kellavík-
ur.
„Sæmundiir dóinari klikkaði rosalega þegar þeir skoruðu inarkið.
Það var eins óliiglegt og það gat verið. Én við gáfumst ekki upp og
það var yndislrgt að jafna. Við tökuni þá næst", sagði Karl Klnn-
bogason, varnarmaður.
„Þetta var skemmtilegt. Jú, mér gekk vel og náði að lialda Stein-
gríini niðri en ég var orðinn ansi þreyttur í lokin. Við vorum orðnir
vonlitlir í lnkin en börðumst áfrain. Það skilaði síðasta markinu",
sagði Jakob Jónharðsson fyrirliði Kellvíkinga.
Hafnasamlag Suðurnesja:
HREINSUNARDAGUR
Hvað liggur á botni Keflavíkurhafnar?
Laugardaginn 6. september munu sportkafarar
standa fyrir hreinsun á botni hafnarinnar í Keflavík.
Allir sportkafarar velkomnir!
Veitt verða verðlaun fyrir þá hluti sem þykja forvitni-
legastir, þyngstir o.s.fv.
Fiskikör með hinum ýmsu krabbadýrum og fleira for-
vitnilegt verður til sýnis við höfnina kl. 12-16.
Allir velkomnir að koma og skoða eða hjálpa til.
Hafnarstjóri.
Víkurfréttir
15