Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.10.1997, Síða 3

Víkurfréttir - 02.10.1997, Síða 3
Uppsveifla á Suðurnesjum: Mikil uppsveifla er fyrirsjáan- leg í atvinnumálum á Suður- nesjum á næstunni og hafa sveitarfélögin rætt hvernig bregðast eigi við aukinni þenslu í kjölfar væntanlegrar magnesíumverksmiðju og aukinna umsvifa hjá Flugleið- um. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar Ellert Eiríksson hefur lýst yfir áhyggjum sínum í sjónvarps- viðtali þar sem hann segir mikilvægt að skoðað verði hvernig sveitarfélögin mæti þessum miklu umsvifum. Að sögn Friðjóns Einarssonar framkvæmdarstjóra Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar hefur skrif- stofan átt samstarf með Fjöl- brautarskóla Suðumesja þar sem rætt hefur verið hvemig Á152km hraða Ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur vestan Voga- afleggjara sl. mánudag. Hann var 152 km hraða þar sem hámarkshraði er 70 km og var hann sviptur ökuleyfi á staðnum til bráðabiigða. Stúlkur teknar fyrir búðarhnupl Þrjár stúlkur á aldrinum 13 til 14 ára voru teknar fyrir búðarhnupl sl. þriðjudag í verslun við Hafnargötu í Keflavík. Stúlkurnar voru færðar á lögreglustöð til yftrheyrslu og málinu vísað til félagsmálayftrvalda. Sameiginlegt umferðarátak Lögregla á suðvesturhominu mun halda sameiginlegt umferðarátak í næstu viku lflct og síðastliðinn vetur. Mun lögreglan beina sjónum sínum að ljósabúnaði, að menn noti stefnuljósin rétt, ástandi ökutækja en að sögn lögreglunnar í Keflavík ber nokkuð á því að ökumenn keyri með aðeins eitt númer og jafnframt mun lögreglan skoða notkun öryggishjálma á reiðhjólum. takast eigi við þessi mál í framtíðinni þar sem krafist verður aukinnar menntunnar. „Við höfum rætt hvemig við komum að þessu máli og í framhaldi fór m.a. verkefnið Símenntun á Suðurnesjum í gang. Samvinna fyrirtækja er þegar farin af stað til þess að mæta hugsanlegum stórfram- kvæmdum á Suðumesjum“. Að sögn Friðjóns hefur at- vinnuleysi minnkað og eru horfur í atvinnumálum já- kvæðar. Hann sagði það þó helst há Suðumesjum að fjöl- breytni í störfum væri ekki nægjanleg. ,,Það er ótvíræð þensla hér á Suðumesjum og þurfum við að gæta okkur á henni. T.d. er meiri eftirspurn eftir leiguí- búðum. Eðlileg aukning íbúa í sveitarfélagi á ári er 1 1/2% á ári, ef aukningin er meiri verður ekki eðlileg þróun í sveitarfélaginu og það mynd- ast þensla. Þá þarf að fara í kostnaðarsamar framkvæmdir eins og að byggja skóla o.fl.“ Friðjón telur Suðumesin geta mætt þessari þenslu með sam- vinnu MOA og FS á sviði sí- menntunar og sérstaklega á starfsmenntunarbaut. „Atvinnumiðlun Reykjanes- bæjar er þegar farin að vinna með Iðntæknistofnun að menntun starfsráðgjafa til þess að auka menntun og gera fólki kleift að takast á við ný störf. Eitt skref í þeirri vinnu er verkefni á vegum MOA þar sem unnið er með fólki sem vill fara út í sjálfstæðan at- vinnurekstur1'. HAUST- FERÐ Iðnsveinafélags Suðurnesja verður farin föstudaginn 17. október nk., ef næg þátttaka fæst. Lagt verður afstað kl. 13:30 frá húsi félagsins að Tjarnargötu 7. Skoðuð verða stjórnstöð Landsvirkjunnar, Ráðhús Reykjavíkur og minjasafn Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Nánari upplýsingar og skráning í ferðina fer fram á skrifstofu félagsins í síma 421-2976 og lýkur 10. október. Þátttökugjald er kr. 500.- Félagar fjölmennið! Iðnsveinafélag Sudurnesja. GREIFARNIR í STAPA 1 1 . OKTÓBER Fasteiyna HAFNARGÖTU 27 - KEFLAVÍK C3 Sl) SIMAR421 1420 OG 4214288 Hjallavegur 7, Njarðvík Höfum á söluskrá eftirtaldar fasteignir 3ja herb. íbúð á 2. hæð. Mjög / eigu Sparisjóðsins í Keflavík góðir greiðsluskilm. Útb. aðcins 250 þús. 5.600.000,- Heiðarvcgur 19a, Keflavík 137 ferm. einbýli ásamt 33 ferm. bílskúr. Nýlegar lagnir. Skipti möguleg. Útborgun aðeins 500 þús. 8.500.000,- Heiðarholt 40, Keflavík 2ja herb. ný íbúð á 1. hæð. Mjög hagstæð lán áhvflandi. Mjög góðir greiðsluskilmálar. Útborgun aðcins 250 þús. 4.200.000,- Vesturgata 9, Keflavík 129 ferm. einbýli. Mjög góðir greiðsluskilmálar. Útborgun aðeins 500 þús. 6.900.000,- Holtsgata 7b, Sandgerði 91 ferm. parhús. Nýlegt hús. I alla staði mjög vandað hús. Útborgun aðeins 500 þús. 8.100.000.- Heiðarvegur 10, Kella\ ík 180 ferm. parhús ásamt 35 ferm. bílskúr. Húsið er í góðu ástandi. Mjög góðir greiðslu- skilmálar. Útborgun aðeins 500 þús. Laust strax. Skipti möguleg. 10.200.000,- Kirkjuvegur 14, Keflavík 104 ferm. íbúð á 2. hæð. Vönduð nýleg íbúð. Laus strax. Útborgun aðeins 500 þús. 9.500.000,- Skagabraut 46, Garði 138 ferm. 4ra herb. íbúð á efri hæð með sérinngangi. Mjög hagstæðir greiðsluskilmálar. Útborgun aðcins 300 þús. Laus strax. 5.700.000,- Hringbraut 88, Keflavík 109 ferm. 4ra herb. íbúð á 1. hæð. Nýleg íbúð í góðu ást- andi. Hagstæð Byggingar- sjóðslán áhvílandi með 4,9% vöxtum. Útborgun aðeins 500 þús. Laus strax. 8.300.000,- Víkurfréttir 3

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.