Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.1997, Side 19

Víkurfréttir - 20.11.1997, Side 19
Komið að tapleik hjá Grindvíkingum -segir Sigurður Ingimundarson, þjálfari nýbakaðra Eggjabikanneistara Keílavíkur Topplið Grindvíkinga heim- sækir nýkrýnda Eggja- bikarmeistara í kvöld. Keflvíkingar sem léku frábær- lega um síðustu helgi þurfa að taka á öllu sínu ætli þeir sér að knésetja lið Grindvíkinga sem hefur styrkst mjög með endurkomu Kostas. Kostas sem verið hefur í keppnisferð evrópsks úrvalsliðs um Bandaríkin er tilbúinn í slaginn og sagðist hlakka mjög til leiksins. Hann hafi skemmt sér vel í lienni Anteríku og hugurinn stefndi þangað að tímabilinu loknu. Þangað til væri ætlunin að Itjálpa Grindvíkingum, sem hann er þakklátur fyrir aðs- toðina gegn fyrra liði sínu, að vinna alla þá titla sem eftir eru í pottinum. Kvaðst hann reik- na með jöfnum og spennandi leik gegn Keflvíkingum en enginn vafi léki á um úrslitin, öruggur Grindavíkursigur. D.J. Wilson, sem margir telja besta erlenda leikmanninn unt árabil, hlakkar einnig til leiksins og segir Keflvíkinga leika körfuknattleik eins og hann kann best við. Þeir leiki hratt og af miklum krafti, skjóti mikið af 3 stiga skotum og leiki góða vörn. Hann, eins og herbergisfélaginn Kostas, er samt ekki í neinum vafa um útkomuna. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, sagði vera kominn tíma á Grind- víkingana. Það væri ein- faldlega komið að tapleik hjá liðinu. Hans menn væm fullir sjálfstraust eftir sigurleikina í Eggjabikarnum og ekkert annað en sigur kæmi til greina. Þá sagði Sigurður talsverða pressu hljóta vera á liði Grindvíkinga því lagt hefði verið í miklar fjár- festingar. Erlendu leikmenn- imir Wilson og Kostas kos- tuðu örugglega skildinginn og þyrfti liðið hreinlega að vinna titla til að réttlæta peningaút- streymið. Keflvíkingar enn meistarar Á úrslitastundu leika meistarar best. Síðastliðin laugardag sýndu Keflvíkingar fram á muninn á meisturum og forvitnum. Sigurður Ingimundarson og liðsmenn hans tóku unga og óreynda Sauðkræklinga (við emm bara að skoða!!) í bakaríið í úrslita- leik Eggjabikarsins 111-73. Vitað var að Guðjón Skúla og Falur Harðar myndu spila vel en að allir leikmenn liðsins myndu spila svo til lýtalaust heilan úrslitaleik er frábært. Dana Dingle tók „Njarðvfkur- banann" Torrey John úr umferð ásamt því að skora og frákasta í akkorði. Gunnar Einarsson kveikti í Keflvíkingum í upphafi leiks og Kristján Guðlaugsson sá til þess að ekki dofnaði í aminum í seinni hálfleik. Stóm mennimir Birgir og Fannar skiluðu sínu fullkomlega og mættu Hinrik og Navanjo læra af baráttugleði þeirra. Sigurður þjálfari, Guðjón og Falur vom þó mennirnir á bak við sigur Keflvíkinga. Guðjón skoraði körfur alls staðar af vell- inum og Falur steig ekki feilspor allan leikinn. Sigurður átti náðugan dag á bekknum enda gekk allt upp sem fyrir leik- menn var lagt. Stigahæstir hjá Keflavík vom Guðjón með 26 stig, Dingle 24, Kristján 22 og Falur 17. Stigahæstur Stólana varTorrey með 16. í undanúrslitum lögðu Keflvíkingar KR 90:80 og Tindastóll vann Njarðvík eftir framlengdan leik 102:90. Falur og Gudjón fagna enn einum titlinum, þeim sjöunda afsíðustu átta mögulegum. Að neðan má sjá Dana Dingle sem átti stórleik og hafði í huga texta í lagi Bubba boxara Morthens, „Þetta er ekki leiðin heim....". Samið Kostas Stjóm kkd. Grindavíkur náði í vikunni samningum við gríska 4. deildarliðið Filippos Verias vegna Konstantíns Tsartsaris. Filippos Verias, sem hefur tapað öllum leikjum yfirstand- andi keppnistímabils, leigir Grindvíkingum leikmanninn út tímabilið. Að sögn Hermanns Karls- sonar, framkvæmdastjóra kkd. UMFG, eru öll fjárútlát lítillar deildar erfið. Hann sagði stuðningsmannahóp liðsins hafa þrýst á að reynd yrði samningaleiðin, það hefði verið gert og samist hefði um brot af upphaflegri kröfu Grikkjanna sem var 5 milljónir. Fjáröflunardans- leikur UMFG á laugardaginn Stuðningsmannaklúbbur Grindvíkinga"Grindjánamir" stendur fyrir Ijáröflunar- dansleik í Festi næstkomandi laugardag. Boðið verður upp á mat, skemmtiatriði og hljómsveit sem leikur fyrir dansi. Sjómannastofan, Víkurlón og fríður hópur mætra grindvískra kvenna sér um matargerðina en skemmti- atriðin og hljómsveitin verða í höndum innanbæjarmanna. Matargestir greiða kr. 2000 fyrir forréttindin en dansleik- urinn hefst á miðnætti og kostarkr. 1000. r#c PEPSI adidas I KVÖLD fimmtudag 20. nóv. kl. 20 DHL- deildin karlar KEFLAVÍK - GRINDAVÍK Laugardaginn 22. nóv. kl. 16. Kvennakarfa KEFLAVÍK - KR V íkurfréttir 19

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.