Víkurfréttir - 29.10.1998, Side 12
Viðtal:
Páll Ketilsson
Myndir:
Hilmar Bragi
't;,.
wðÍÍSsVV
Keflvíkingurinn
Jóhann B. Guðmundsson
sló í gegn í fyrsta
byrjunarliðsleik sínum
með Watford:
mm
„Guddr' fehk gæsahuð
þegar nafn hans var sungiö
„Þetta var ótmleg upplifun og
ekki laust við að maður fengi
gæsahúð þegar maður heyrði
nafn sitt sungið á áhorf-
endapöllunum. Það er auðvit-
að varla hægt að byrja betur”,
sagði Keflvíkingurinn Jóhann
B. Guðmundsson sem fékk
óskabyrjun með enska 1.
deildarliðinu Watford þegar
hann skoraði tvö mörk í
2:2 jafntefli gegn Port Vale í
ensku deildinni sl. laugardag.
Óvæntur séns
„Þessi séns kom óvænt þó
vissulega hafi ég gert mér
vonir um að komast í hópinn.
Eg var búinn að vera í honum
í tvígang á síðustu vikum, og
kom inná síðustu tólf mínút-
urnar í sigurleik okkar gegn
Arnari, Guðna Bergs og fé-
lögum gegn Bolton en þá tá-
brotnaði hægri bakvörður
okkar. í næsta leik var kant-
maðurinn sem ég hef verið að
berjast við um stöðu settur í
bakvarðarstöðuna og ég fór í
hans stöðu á kantinum”, sagði
Jóhann léttur í bragði þegar
við slógum á þráðinn til hans í
Watford. Jóhann hefur frá því
í mars þegar hann kom til
Englands verið í herbergi hjá
enskri konu en átti að fá íbúð
til afnota í gær.
„Guddi - Guddi"
í leiknum gegn Port Vale
skoraði Keflvíkingurinn ungi
bæði mörk Watford.
Fyrra markið skoraði hann
með föstu skoti með vinstri
fæti eftir að boltinn hafði
óvænt komið fyrir fætur hans
inn í ntiðjum teig. I seinna
markinu kom fyrirgjöf inn í
markteig. „Boltinn kom beint
á hausinn á mér. Ég þurfti rétt
aðeins að færa mig og náði að
skalla boltann þokkalega sem
endaði alveg út við stöng og
inn”.
Eftir seinna markið fóru
áhagendur Watford að syngja
nafn Jóhans á pöllunum
„Guddi”, „Guddi”!! en það er
hann kallaður. „Þetta er nokk-
urs konar stytting á Guð-
mundsson”, segir Jóhann og
hlær, „það er hægt að segja að
maður hafi fengið góða gæsa-
húð þegar maður heyrði
|retta".
Jóhann vonast til að geta fylgt
þessari frammistöðu eftir og
gerir sér vonir um að vera í
byrjunarliði Watford í næsta
leik sem er á útivelli gegn
Bury. Jóhann segir að það hafi
verið skemmtileg tilviljun að
faðir hans kom út og fylgdist
með honum í fyrsta sinn með
liðinu.
Maður leiksins
Stuðningsmenn Watford
gerðu meira en að syngja nafn
lians á leiknum. Þeir kusu
hann mann leiksins og það
gerðu einnig allir fjölmiðlar
sem fjölluðu um leikinn. I
dagblaðinu News of the world
er stór mynd af Jóa þar sem
hann fagnar öðru markinu.
Þegar tíðindamaður Víkur-
frétta spurði Jóhann hvort
hann gæti ekki útvegað sér
Ijósmynd af sér í nýja bún-
Ur bikarurlsitajeik
Keflavikur og IBV a
ingnum svaraði hann því til að
faðir hans haft farið í verslun
þar sent ntyndir af leikmönn-
um og ýmislegt tengt liðinu er
selt, haft hann fengið þau svör
að allar myndir af nýju hetj-
unni í Watford haft selst upp.
Jóhann segir að hann verði að
halda sér á jörðinni þó vel hafi
gengið í fyrsta heila leiknum
með liðinu sem stórstjarna
poppsins í Bretlandi, Elton
John, á meirihluta í, en Kefl-
víkingurinn fékk bréf frá hon-
um 11 jótlega eftir að hann kom
til liðsins þar sent hann bauð
hann velkominn og óskaði
honum góðs gengis en Itvað
sagði framkvæmdastjóri liðs-
ins, Graham Taylor við
markahrókinn eftir leikinn?
„Hann hafði nú ekki mörg orð
en sagði; „Well done son”!,
sagði Jóhann en jretta er hægt
er að þýða; „Góður leikur
strákur”! eða eitthvað í þá átt-
ina.
Með ísraelum
og Belga
Jóhann er einn fjögurra út-
lendinga hjá Watford. Hann
kont til liðsins í mars síðast-
liöinn fyrir 85 þús. pund eða
rétt tæpar 100 millj. ísl. króna.
Hjá Watford eru fyrir tveir
leikmenn frá ísrael. annar er
kunnur landsliðsmaður og lék
áður með Liverpool og
Tottenham og heitir Ronnie
Rosenthal. Þá er einn belgfsk-
ur leikmaður hjá liðinu.
Peningarnir
Það skiptir ntiklu ntáli að
komast í 14 manna leik-
mannahópinn hjá Watford
hvað peninga varðar. Þeir fá
bónusana sem geta verið tölu-
verðar upphæðir.
Þrjátíu og fimm atvinnumenn
æfa nteð Watford og það er
hart barist um hverja stöðu í
liðinu. Þessi frammistaða Jó-
hanns sl. laugardag getur því
skipt ntiklu máli fyrir hann.
12
Víkurfréttir