Víkurfréttir - 29.10.1998, Blaðsíða 21
Rekj anesbæj ar
Opið bréf til
forráðamanna
Innri Njarðvík
20. október 1998
Kæru bæjarstarfsmenn, týpda
Njarðvík er ennþá týnd. Arið
1994 kom ég til landsins eftir
15 ára búsetu erlendis, og
keypti þá íbúð í elstu
verðbúðinni hjá Brynjólft. Var
þá búið að gera þetta hverfi
að íbúðarhúsnæði í kerfinu.
Þetta átti þá allt að verða
voðalega fínt, olíutankurinn
sem stendur 100 metra frá
húsinu hjá mér átti að fara
innan 2 ára. Gatan átti að
færast frá stofuglugganum hjá
mér og gangstéttir áttu að
leggjast.
Nú 51 mánuði seinna hefur
komið í ljós að það er ekkert
af þessu sem hefur staðist.
Bæjarstarfsmenn malbikuðu
Njarðvíkurbrautina í fyrra.
enn þeir blessaðir kunna ekki
að beygja til hægri samanber
ljósmyndir af götunni sem
fylgja með. Hér fyrir utan
stofugluggan hjá mér keyra
þunga-flutningarbílar alla
daga og þeir sem taka
meirapróf í Keflavík nota
þessa götu sem æfingarsvæði,
og væri ég orðin forrík hefði
ég fengið þúsund kall í hvert
skipti sem þeir bakka fyrir
utan stofugluggan hjá mér.
Nú af þessu sést þar sem
notkunin er svona mikil, að
sennilega væri þörf á. að
annaðhvort að malbika þessa
götu eða að færa hana þangað
sem hún á að fara.
Nú mér er tjáð af gömlum
Njarðvíkingum sem hafa búið
hér allt sitt líf, að þegar
Njarðvík heirði ekki undir
Keflavík liafi Njarðvíkur-
brautin verið skreytt alla leið
niður að frystihúsi.
Undanfarin ár hafa verið 3
ræfils jólastjömur fyrir ofan
bæ. í fyrra taldi ég frá
Stapafelli og inn að Hagkaup
yfir 40 jólabjöllur og stjömur.
Þegar ég hringdi til þeirra
starfsmanna bæjarins sem sáu
um þessi mál fékk ég þá
skýringu að það væri bara
skreytt þar sem það væru
verslanir.
Nú það er vonandi gott mál,
það er gistiheimili hérna við
hliðina sem selur gistingu.
Þær selja einnig Gos og sæl-
gæti til sinna viðskiptavina.
Nú hér em tvö fyrirtæki sem
selja fisk, og ætti því
Jólaskreytingin að vera
auðfengin ef hún gengur út á
sölumennsku.
Mér finnst sannast að segja að
þið kæru forráðamenn
bæjarins ættuð bara að drífa í
því að laga þessa hluti ef þið
viljið fá eitt einasta atkvæði
frá okkur í Innri Njarðvík í
næstu kosningum.
Virðingarfvllst:
Guðmunda Guðrún
Björgvinsdóttir
Njarðvíkurbraut 56
260 Innri Njarðvík
Fröken október var
ögn hlýlegri en veðrið
sem heilsaði okkur í lok
sumars. Vetrarvertíðin
hófst á dekkjaverkstæð-
unum á föstudaginn.
Guðmundur Einarsson og
hans menn á dekkjaverk-
stæði BG í Grófinni höfðu
í nógu að snúast. Vart
hafðist undan við að
negla hjólbarða, en allir
fengu þó dekk sem vildu
enda tókþað vartmeira
en 15 mínútur að skipta
yfir á skaflaskífurnar...!
Kosn i ngaskrifstofa
Vi Glí'jjjííí'í; jjír^umir
opnar í Skothúsinu, Keflavík
laugardaginn 31. okt. kl. 15
Opið kvöld fyrir konur í Skothúsinu
miðvikudaginn 4. nóv. Nánar auglýst síðar.
Skrifstofan er opin virka daga kl. 17-22.
Laugardaga kl. 12-19.
Sunnudaga kl. 13-17.
Alltaf heitt á könnunni.
Veljum kraftmikinn
^forystumann í 1. sæti
Víkuifréttir
17