Morgunblaðið - 12.04.2016, Blaðsíða 2
Bandaríski rafbílasmiðurinn Tesla
frumsýndi nýjan bíl, Model 3, um
mánaðamótin. Var sólarhringur
ekki liðin er borist höfðu pantanir í
180.000 eintök en hver og einn
þurfti að staðfesta pöntun sína með
1.000 dollara gjaldi.
Og það var ekkert lát á eft-
irspurninni fyrstu dagana því
næsta dag, 2. apríl, stóðu pant-
anirnar í 276.000, sem er meiri
fjöldi en samanlagður fjöldi allra
bíla sem Tesla hefur smíðað til
þessa. Af þessum pöntunum bárust
117.000 áður en bíllinn var sviptur
hulum á frumsýningunni í Kali-
forníu 31. mars síðastliðinn.
Þarf fyrirtækið nú ekkert annað
að gera en hefja smíðina með 276
milljóna dollara startgjaldinu sem
fylgdi öllum pöntununum.
Tesla áformar að hefja raðsmíði
á Model 3 þegar vel er liðið á næsta
ár, 2017. Áætlað er að hann komi á
götuna seint á árinu. Er þetta
fjórða bílamódelið sem Tesla hefur
framleiðslu á. Forstjórinn Elon
Musk segir að þarna sé kominn sá
viðráðanlegi rafbíll sem hann hefur
frá upphafi ætlað að framleiða og
ætlað er að stuðla að sjálfbærum
samgöngum.
Model 3 er sagður ná 100 km/
klst. hraða úr kyrrstöðu á innan við
sex sekúndum í grunnútgáfu sinni
og draga rúmlega 400 kílómetra á
einni rafhleðslu. Það getur hann
með fimm fullorðna, sem sagt er að
fara muni vel um innanborðs. Stað-
hæfði Musk að innanrými Tesla-
bílsins væri meira en í nokkrum bíl
af sömu stærðargráðu. Það væri að
þakka því að engin brunavél væri í
bílnum. Og vegna þess eru fram-
sætin í Model 3 framar en fólk á að
venjast. Þar með eykst rými einnig
fyrir farþega í aftursætum.
Ódýrasta útgáfan af Model 3 mun
kosta um 35.000 dollara í Banda-
ríkjunum, jafnvirði rúmlega fjög-
urra milljóna íslenskra króna.
Menn sjá Model 3 fyrir sér sem
keppinaut bíla á borð við BMW 3-
seríuna, Mercedes-Benz C-Class og
Audi A4.
agas@mbl.is
Rafbíll fær góðar viðtökur vestanhafs
276.000 pöntuðu sér Tesla
Model 3 á þremur dögum
Tesla Model 3 höfðar til mun
stærri kaupendahóps en fyrri
rafbílamódel fyrirtækisins.
2 | MORGUNBLAÐIÐ
Bílaumboðið Askja stóð sig betur
en önnur umboð fyrir Daimler AG,
móðurfélag Mercedes-Benz, á
markaðssvæði sínu í fyrra í sölu
atvinnubíla. Þetta þótti Daimler
rétt að halda upp á með því að
veita Öskju sérstök verðlaun fyrir
frammistöðuna.
Á viðkomandui markaðssvæði
Daimler eru yfir 130 mismunandi
markaðir. Verðlaunin fékk Askja
fyrir góða markaðshlutdeild í sölu
á þremur mismunandi flokkum at-
vinnubíla; litlum, millistórum og
stórum sendibílum. Ulrik Krener
frá Daimler AG, framleiðanda
Mercedes-Benz bíla, afhenti Öskju
verðlaunin 1. apríl síðastliðinn í
höfuðstöðvum Öskju að Krókhálsi
11.
„Við erum ákaflega stolt og
ánægð með þessi verðlaun. Þetta
er mikill heiður fyrir Öskju og
starfsfólk fyrirtækisins. Við höfum
lagt mikinn kraft og metnað í at-
vinnubíladeildina okkar und-
anfarin ár og það hefur skilað sér
vel. Deildin hefur vaxið mikið
samhliða auknum umsvifum í at-
vinnulífinu hér á landi á undan-
förnum árum. Söludeild atvinnu-
bíla flutti á síðasta ári í nýtt og
glæsilegt húsnæði að Fosshálsi 1
og við stefnum að því að efla sölu-
deildina enn frekar til að mæta
þörfum viðskiptavina,“ segir Jón
Trausti Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Öskju, í tilefni viðurkenning-
arinnar.
Hlutdeild Öskju í sendibílum á
Íslandi hefur verið mjög góð og í
ákveðnum flokkum er hlutdeild
Mercedes-Benz Sprinter hæst á
heimsvísu hér á landi.
„Allir atvinnumenn þekkja
Mercedes-Benz atvinnubílana og
vita hvað þeir standa fyrir hvað
varðar gæði, þægindi, endingu og
hagkvæman rekstur. Vinsældir
þeirra hér á landi koma okkur því
ekkert á óvart. Atvinnubílarnir frá
Mercedes-Benz eru fjölbreyttir og
uppfylla ólíkustu þarfir við ýmsar
aðstæður. Það eru spennandi
tímar fram undan hjá okkur með
atvinnubílanna og við munum ekk-
ert slá af til að standa okkur í
samkeppninni,“ segir Jón Trausti
enn fremur.
agas@mbl.is
Standa vel að vígi í þremur stærðarflokkum
Daimler verðlaunar Öskju
fyrir sterka markaðshlutdeild
Starfsfólk atvinnubíladeildar Mercedes-Benz hjá Öskju með verðlaunagripinn frá Daimler AG.
Þrír Mercedes-Benz Actros stór-
flutningabílar lögðu upp frá bæki-
stöðvum Daimler í Stuttgart í
Þýskalandi í byrjun síðustu viku og
tóku stefnuna á Rotterdam í Hol-
landi. Sem væri ekki í frásögur fær-
andi nema sakir þess að bílstjóri
var ekki í þeim, heldur óku bílarnir
sjálfir frá Þýskalandi til Hollands.
Langferð án ökumanna
Aksturinn er liður í hollensku
verkefni sem snýr að vöruflutn-
ingum og flutningasamgöngum í
Evrópu. Meðal annars er haldin
ráðstefna þar sem nýjustu stefnur
og straumar í vöruflutningum á
vegum eru rædd, allt undir yf-
irskriftinni „Netherlands European
Truck Platooning Challenge 2016“.
Til að vekja enn frekari athygli á
viðfangsefninu hófu sex fylkingar
flutningabíla, tveir bílar í hverri,
akstur til Rotterdam í byrjun apríl.
Lagt var upp frá flutningabíla-
smiðjum í Belgíu, Danmörku, Finn-
landi, Hollandi, Svíþjóð og Þýska-
landi. Tóku bílsmiðirnir DAF,
Daimler, Iveco, MAN, Scania og
Volvo þátt. Kom fylkingin síðan til
áfangastaðar í Rotterdam í miðri
síðustu viku.
Áskorun sú sem framleiðendur
flutningabíla standa frammi fyrir
er að bæta lestir flutningabíla þvert
á landamæri. Með sjálfakstri trukk-
anna geta þeir flutt vörur skilvirk-
ar og þar með stuðlað að auknum
hagvexti. Actros-trukkarnir eru
búnir tölvuleiðsögubúnaðinum
Highway Pilot Connect, sem felur í
sér netsamskipti við aðra bíla (V2V)
og er hluti af sjálfaksturstækni
flutningabílsins.
Aukin nánd, minni loftmótstaða
Tækni þessi „leggur“ Actros-
bílunum þremur innbyrðis með raf-
rænum hætti. Aka þeir því um veg-
ina eins og bílalest. Heldur bún-
aðurinn 15 metra bili á milli þeirra í
stað þess að 50 metrar verða að
vera á milli þegar ökumaður er
undir stýri flutningabíls. Þessi
aukna nánd dregur úr loftmótstöðu
og skilar sér í 10% minni eldsneyt-
isnotkun, að sögn Mercedes-Benz.
Til viðbótar styttist þriggja bíla
lestin úr um 150 metrum í 80 og því
er aukið rými á vegunum fyrir aðra
bíla. Loks er viðbragðstími sjálf-
ökubúnaðarins sagður aðeins 0,3
sekúndur meðan meðalmaður þarf
1,4 sekúndur til að bregðast við að-
stæðum á vegunum. Með öðrum
orðum væru samgöngur öruggari
með tilkomu sjálfekinna flutn-
ingabíla.
agas@mbl.is
Til öryggis sitja menn undir stýri Actros-trukkanna þótt bílarnir aki sjálf-
ir. Hér eru þeir á leið til Hollands í þéttri lest.
Mannlausir trukkar á ferð um Evrópu
Ferlíki á þjóðvegum sem keyra sig sjálf
atvinnutækis í notkun hjá verktaka-
fyrirtækjum og iðnaðarmönnum,
segir ennfremur í tilkynningunni.
Sætin sótt í smiðju NASA
Meðal annars var leitað í smiðju
NASA við hönnun sætanna. Einnig
Er Navar búinn LCD-skjá í sjálfum
baksýnisspeglinum og er Nissan
fyrstur bílaframleiðenda til að
bjóða þann kost. Þá er fjöðr-
unarkerfið í nýjum Navara hið
fyrsta sinnar tegundar sem boðið er
í þessum stærðarflokki pallbíla á
Evrópumarkaði.
Nýr Nissan Navara verður frum-
sýndur hjá BL í aprílmánuði.
jonagnar@mbl.is
Bílablaðamenn á meginlandi Evr-
ópu kusu hinn nýja og endurhann-
aða Nissan NP300-pallbíl ársins
2016 (the International Pickup Aw-
ard 2016) á alþjóðlegri hátíð sem
haldin var í Lyon í Frakklandi í nóv-
ember. Framleiðsla á nýja vinnu-
hestinum hófst í bílaverksmiðju
Nissan í Barcelona seint á síðasta
ári og er von á honum í sýningarsal-
inn hjá BL í byrjun apríl. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá BL.
Þrír í úrslitum dómnefndar
Val dómnefndar blaðamanna
stóð á milli Nissan NP300 Navara,
Mitsubishi L200 og Ford Ranger.
Góðir aksturseiginleikar með nýrri
sjálfstæðri afturfjöðrun ásamt öfl-
ugri vél, miklum togkrafti og burð-
argetu voru meðal þeirra kosta sem
skiluðu Navara í sigursætið í vali
blaðamanna. Einnig tiltók dóm-
nefndin „flottar línur“ og „þægindi
í farþegarými“ í umsögn sinni um
Navara.
Pallbílarnir sem komu til greina
undirgengust ítarlegar prófanir
þar sem kostir og gallar voru vegn-
ir og metnir, m.a. með tilliti til
kaupverðs og notkunargildis. Við
hönnun á nýja bílnum var mark-
miðið í senn að bjóða sambærileg
þægindi og bestu sportjepparnir
gera án þess þó að fórna eig-
inleikum hans sem vinnuþjarks og
Pallbíll ársins 2016 frumsýndur
Brimborg kynnir nýjan Nissan Navara
Bílablaðamenn völdu Nissan Navara pallbíll ársins 2016 í lok síðasta árs.
Bíllinn verður frumsýndur hjá BL nú í mánuðinum.