Morgunblaðið - 12.04.2016, Page 18

Morgunblaðið - 12.04.2016, Page 18
18 | MORGUNBLAÐIÐ Hin árlega bílasýning í New York er nýlega afstaðin, fór fram í síðustu viku marsmánaðar. Hún státar af því, að meðal sýningargripa hafi nánast allir bílar sem til sölu eru í Bandaríkj- unum verið samankomnir undir einu þaki í Jacob Javits-ráðstefnumiðstöð- inni á Manhattan. Sýningin var haldin árið 1900 í fyrsta sinn og var það fyrsta bílasýn- ingin sem haldin er í Bandaríkjunum. Er hún í dag betur sótt af gestum en nokkur önnur sýning vestanhafs. Ný- ir bílar voru þar frumsýndir og einnig nýir hugmyndabílar bæði banda- rískra bílsmiða og evrópskra og as- ískra. Þóttu margir þeirra vísa til þess sem í vændum væri á næstu ár- um í framleiðslu fjölskyldubíla. „Kynæsandi plötumálmur“ Á sýningunni í ár þótti fást staðfest að enn sé mikil eftirspurn eftir nýjum bílum á stórsvæði New York. Reynd- ar var að þessu sinni ekki eins mikið um nýjungar og í fyrra – er Porsche, McLaren, Jaguar, Cadillac og fleiri frumsýndu nýja bíla. Nóg var þó af bílum til að dást að. Þar var saman komin blanda af lúxusbílum, kraft- miklum köggum og hefðbundnum fjölskyldubílum. Kraftur, geta og leðurklæddur lúx- us voru sterkustu einkenni sýning- arinnar. Nýir lúxusbílar og afkasta- miklir kaggar settu þar mikinn svip. Í umsögn um sýninguna segir vikuritið Fortune að í New York hafi verið til sýnis mikið af kynæsandi plötumálmi. Maserati sýndi þar nýja jeppann Levante í fyrsta sinn á bandarískri grund. Mercedes sýndi þrjú ný AMG- módel sem hugsuð eru fyrir Banda- ríkjamarkað; bílana C63 Cabriolet, GLC43 og E43. Hugmyndabílar og hasarkaggar Nissan mætti til leiks með nýja út- færslu af orkubúntinu GT-R með 565 hestafla vél undir húddinu. Subaru stærði sig af nýrri Impreza, bæði sem stallbak og hlaðbak. Hin nýja lúx- usdeild Hyundai sýndi Genesis- hugmyndabílinn, tvennra dyra coupe og Infiniti mætti til leiks með QX70 Limited. Bandarískir bílsmiðir tefldu fram öflugu bílavali einnig. Chevrolet kynnti til sögunnar 640 hestafla Cam- aro ZL1, sem kitla mun marga. Buick svipti hulunni af nýrri og uppfærðri útgáfu af Encore. Jeep sýndi tvær nokkurs konar lúxusútgáfur af Grand Cherokee, gerðirnar Trailhawk (meira fyrir akstur utan venjulegra vega) og Summit, leðurklæddan lúx- usbíl. Áhugaverðasti bandaríski bíllinn var þó nýr Lincoln Navigator- hugmyndabíll sem sagður var það undurfagur og töfrandi – og stór – að hann yrði fullfær um að keppa við Range Rover og aðra álíka lúxus- jeppa um hylli kaupenda. Navigator hefur lengi verið eitt af lykilmódelum Lincoln og dregið að sér unga neyt- endur og auðuga kaupendur. agas@mbl.is Alþjóðlega bílasýningin í New York nýafstaðin Verkefnastjórinn Nobuhiro Yamamoto (t.v.), og forstjóri Mazda í N-Ameríku, Masahiro Moro, taka við verðlaununum. Trailhawk-útgáfan af Jeep Grand Cherokee er hér kynnt með tilþrifum í Javits Center á bílasýningunni í New York. Kraftur, geta og leðurklæddur lúxus AFP 2017-árgerðin af Chevrolet Camaro ZL1 sést hér í öllu sínu veldi en hann skartar V8-vél sem býr yfir afli upp á 640 hestöfl. Bíllinn er væntanlegur í almenna sölu í desember næstkomandi. Bíll sem margir hugsa hlýtt til, Dodge Viper, minnti á sig í New York en bíllinn fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir. Blaðamaður virðir hér fyrir sér felulitaðan Nissan GT-R Nismo en bíllinn er búinn vél sem skilar 565 hestöflum. Forstjóri Maserati, Harald Webster, stillir sér upp við Levante, fyrsta jeppann sem fyrirtækið framleiðir. Hugmyndabíllinn Toyota C-HR sést hér í New York og vakti hann viðlíka athygli og hann gerði á sýningunni í Genf. Bodil Eriksson, markaðsstjóri Volvo í Bandaríkjunum, ræðir hér við blaðamenn um hinn nýja Volvo S90 sem verður kynntur nánar á næstu mánuðum. Forstjóri Ford Motors, Mark Fields, stillir sér kampakátur upp í Lincoln Navigator en hugmyndabílnum er ætlað að keppa við Range Rover innan nokkurra missera. Nissan frumsýndi hinn nýja og volduga Titan-pallbíll í New York. Tilkynnt var við sama tækifæri að bíllinn væri búinn 5,6-lítra V8 vél sem skilar honum 390 hestöflum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.