Morgunblaðið - 12.04.2016, Page 19

Morgunblaðið - 12.04.2016, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ | 19 Þróun rafbíla og alls sem þeim viðkemur hefur verið afar hröð síðustu misserin, því mælir enginn mót. Á það við um hönnun þeirra og smíði, aflrásir og rafgeyma. Fátt hefur þó verið um að hægt hafi verið að hlaða rafbílana þráðlaust. Nú hillir undir breytingar í þessu efni. Nissan hefur sýnt lausn á rafmagns-flaggskipi sínu, Leaf, en hingað til hefur hún þó ekki verið aðgengileg fyrir neytendur. Fram er komið fyrirtæki í Bandaríkjunum að nafni Evatran sem býður upp á búnað til þráðlausrar rafhleðslu rafbíla. Sá hængur er hér á að það eru eingöngu tæknimenn Evatr- an sem setja búnaðinn upp. Fyrir íslenskan rafbílseiganda yrði því býsna kostnaðarsamt að óbreyttu að koma sér upp þráðlausri hleðslu; kaupa búnað í bíl sinn og bílskúr og fljúga með tæknimann til landsins og frá. Líklegt að fleiri fylgi með Með tilkomu Evatran þykir þó mega ætla nokkuð víst að rafbílasmiðir eins og Nissan og Tesla taki sér tak og framleiði og bjóði upp á eigin lausnir. Miklu varðar fyrir þá að bregðast fljótt við ætli þeir sér ekki að verða undir í samkeppninni. Að sögn bandarískra bílavefja býður Evatran nú þegar upp á lausnir fyrir Nissan Leaf, Chevrolet Volt og Cadillac ELR. Í næsta mánuði bætist svo Tesla Model S í þann hóp. Þó aðeins bílarnir með drif á afturhjólum en Evatran er sagt vinna hörðum höndum að því að koma hið fyrsta með búnað einnig fyrir fjórhjóladrifinn Model S, Model X, Roadster og hinn verðandi Model 3. Kostnaður við búnaðinn, til dæmis í Noregi, liggur að jafn- virði á bilinu 165 til 240 þúsund íslenskar krónur. Á það við um aðra bíla en Tesla, verðið fyrir þá bíla liggur ekki fyrir. Þráðlausa rafhleðslan byggist á 50 ampera straumi og má koma henni fyrir bæði í bílskúr og utanhúss. Kerfið kallar ekki á neinar breytingar á hugbúnaði bílanna. agas@mbl.is Þróun í hleðslu rafbíla – Hillir undir þráðlausa hleðslu Vonir standa til að rafkaplar verði brátt úr sögunni á hleðslustöðvum rafbíla og heima í bílskúr og bílarnir hlaðnir þráðlaust. Stanslaust – og þráðlaust – stuð Augabrúnirnar – og líkamshár al- mennt – risu á bílaáhugafólki þeg- ar ofurbílaframleiðandinn Pagani kynnti óargadýr að nafni Huayra árið 2012. Hraðamet féllu unn- vörpum í kjölfarið og bíllinn þótti almennt með því albrjálaðasta sem hægt var að kaupa, ætti fólk á ann- að borð milljónir dollara til bíla- kaupa. 0,65 hestafl á hvert kíló Rétt eins og Pagani Huayra toppaði forverann, Pagani Zonda (að flestra mati alltént, þó sumir séu alltaf hrifnastir af þeim gamla sem kom fram á sjónarsviðið 2005) þá er Pagani Huayra BC klárlega bíll sem toppar 2012 árgerðina. Á það bæði við um bílinn sjálfan og svo verðmiðann. 2016 árgerðin af Pagani Huayra BC er 789 hestafla tæki sem auk aflsins vigtar ótrú- lega lítið, eða aðeins 1,218 kíló, þökk sé yfirbyggingu úr nýrri gerð koltrefja. Það gefur hlutfallið 0,65 hestafl á hvert kíló! Ekki þarf því að koma á óvart að Huayra BC fer upp í 100 km/klst. á sléttum 3 sekúndum. Ekki hefur verið gefið út op- inberlega hversu mörg eintök verða smíðuð alls en þeir 20 bílar sem þegar hafa verið framleiddir eru allir seldir. Ekki virðist verðið hamla eftirspurn en eintakið fer á 2,6 milljónir dollara, eða sem nem- ur um 322 milljónum króna. Það þarf væna innborgun til ef mein- ingin er að dreifa restinni á hefð- bundið 72 mánaða bílalán. jonagnar@mbl.is Nærri 800 hestafla vél þýðir að stíga þarf varlega á bensíngjöfina. Huayra virðist bara verða vígalegri þegar allar hurðir og húdd eru opnuð. Lengi getur gott gengið af göflunum Betrumbættur Huayra á litlar 320 milljónir Maður er nefndur Paolo Tesio. Hann útskrifaðist frá Tórínóhá- skóla árið 1973 með gráðu í bíla-, samgöngu- og iðnhönnun og hefur einna helst unnið sér til frægðar að hafa endurhannað og betrumbætt eintök af hinu goðsagnakennda og geysivinsæla vélhjóli, Ducati Mons- ter. Frægð hans er talsverð og þeg- ar nýjasta hugmynd hans, Ducati Monster of Ice, er skoðuð blasir við hvers vegna. Hjólið er ekkert minna en rosalegt. „Meiri snjó, meiri snjó …“ Í tilkynningu frá Ducati segir að Tesio þekki Ducati Monster-hjólin út og inn og hafi því ekki rennt blint í sjóinn þegar kom að því að sérútbúa eitt slíkt fyrir vetrarhörk- ur og frostkaldar aðstæður. Víst er að Vetur konungur hugsar sig Með Ducati Monster of Ice geta jólasveinarnir heldur betur komist hratt til byggða þó snjói. Hversu ógurleg geta Ducati-mótorhjól orðið? Snjóskrímslið bíður þess að tækla veturinn tvisvar um standi hann andspænis þessu tryllitæki því Monster of Ice er heil 160 hestöfl. Til að halda því gangandi – og í jafnvægi á ísnum – er afturdekkið töluvert umfangs- meira og hafi lesendur ekki tekið eftir því þá er hjólið á frekar vold- ugum nagladekkjum. Hjólið er enn á hugmyndastigi en maður lifandi, hvað þetta er fín hugmynd. jonagnar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.