Morgunblaðið - 12.04.2016, Side 20

Morgunblaðið - 12.04.2016, Side 20
20 | MORGUNBLAÐIÐ H ermann Karlsson, varð- stjóri hjá lögreglustjór- anum á Norðurlandi eystra, segir það einkum á sumrin sem villt dýr og búfénaður verður fyrir bílum. Algengast er að á borð lögreglunnar úti á landi rati til- vik þar sem ekið hefur verið á sauðfé en einstaka sinnum á nautgripi og hross, eða hreindýr þegar komið er austur á land. „Það fyrsta sem öku- maður þarf að athuga er hvort dýrið hefur drepist við höggið eða er enn lifandi, og mótast framhaldið af því. Ef dýrið er sýnilega sært og slasað þarf að láta vita af því án tafar og hafa samband við 112. Símtalinu er svo miðlað til lögreglu sem gerir ráð- stafanir og oftast komum við á stað- inn,“ segir Hermann. Lögreglan hefur almennt aðgang að skotvopnum sem nota má til að af- lífa smærri dýr á staðnum, en dýra- læknir er oftast kallaður til ef um stærri skepnur er að ræða. „Ef slysið hendir fjarri lögreglustöð eða dýra- lækni getur verið ráðlegast að leita annarar aðstoðar, t.d. á næsta bæ, svo dýrið þurfi ekki að þjást lengi. Bændur eru vanir ýmsu og ættu sumir að geta aflífað dýrið á mann- úðlegan og fumlausan hátt.“ Ætti alltaf að láta lögreglu vita Sauðfé og smærri dýr segir Her- mann að drepist oftast strax við árekstur, en stærri dýrin geti þolað höggið betur og verið á lífi þó þau meiðist illa. „Það ætti að tilkynna lögreglu um slysið hvort sem dýrið er dautt eður ei, og ef um er að ræða dýr sem einhver á, s.s. lamb, viljum við að ökumaðurinn reyni að koma til okkar upplýsingunum sem finna má á eyrnamarki dýrsins svo við getum fundið eigandann og látið vita af tjón- inu.“ Ekki má gleyma að gera viðeig- andi varúðarráðstafanir. Ef stöðva þarf bílinn á vegi er vissara að koma fyrir endurskinsþríhyrningi í hæfi- legri fjarlægð og kveikja á hættu- ljósum. „Ættu þeir sem eru á vett- vangi slyssins líka að gæta sín á að ef ekið hefur verið á t.d. lamb eða folald gæti móðirin verið nærri og reynt að bægja fólki frá afkvæminu, eða sært dýrið reynt að verja sig.“ Brýnir Hermann fyrir lesendum að axla ábyrgð ef þeir aka á dýr. Það geta verið erfið spor að huga að dýr- inu en lagaleg og siðferðisleg skylda ökumanns er skýr. „Fólk á aðstöðva eins fljótt og hægt er, huga að dýrinu og láta vita í gegnum Neyðarlínuna. Sumum finnst þeir ekki geta ráðið við slys af þessu tagi en þá þarf oftast ekki að bíða lengi eftir að einhver Það versta sem hægt er að gera er að aka af vettavangi Ef þú skyldir aka á dýr Morgunblaðið/Ómar Sauðfé getur verið óútreiknanlegt og gengur laust við vegi á sumum stöðum. Ef langt er í næstu lögreglustöð eða dýralækni getur verið hjálp að fá á næsta bæ ef ekið er á dýr. Morgunblaðið/ Birkir Fannar Ha Það er leiðinlegt að aka á dýr og getur verið erfitt. Á ökumönnum hvílir sú skylda að huga að dýrinu og grípa til viðeigandi ráðstafana. Morgunblaðið/Billi Katrín Harðardóttir segir kostn- aðinn á ábyrgð eiganda dýrs. Guðbrandur Sigurðsson segir lögregluna alltaf reyna að koma á staðinn. Lögin eru skýr um það að ökumanni ber skylda til að grípa til viðeigandi ráðstafana ef dýr verður fyrir bílnum. Raunveruleik- inn getur þó verið flóknari og erfitt að vita hvað á til bragðs að taka ef fugl eða fjórfætlingur drepst eða særist við árekstur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.