Morgunblaðið - 12.04.2016, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ | 21
annar komi eftir veginum sem gæti
verið tilbúinn að aðstoða. Umfram
allt á fólk ekki að yfirgefa slysstaðinn
og láta eins og ekkert hafi ískorist.“
Reyna að hafa uppi á eigandanum
Í viku hverri berst lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu tilkynning, eða
eftir atvikum nokkrar tilkynningar,
um ketti sem ekið hefur veirð á, en
tiltölulega fátítt er að ekið sé á
hunda. Guðbrandur Sigurðsson er
aðalvarðstjóri umferðardeildar LRH
og segir hann lögregluna reyna að
koma alltaf á staðinn ef tilkynnt er að
ekið hafi verið á dýr, ef aðstæður
heimila. Lifi dýrið slysið af er reynt
að koma því undir hendur dýralækn-
is, ef um húsdýr eða gæludýr er að
ræða, eða aflífa á staðnum eftir atvik-
um. Er leitað að örmerki, marki eða
merkingum á hálsól og eigandi dýrs-
ins látinn vita af slysinu ef þess er
nokkur kostur.
Guðbrandur segir umdæmi lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu ná
yfir stórt svæði þar sem finna má
bæði gæludýr, húsdýr og villt dýr á
vegum. Auk kattanna sem spóka sig
hér og þar um byggðina nefnir Guð-
brandur sem dæmi gæsa- og anda-
varp í Kollafirði og við Reykjavík-
urtjörn og geta þar stundum verið
fuglahópar á vegum. Slysin geta líka
gerst í eða við hesthúsahverfin, við
reiðleiðir og þar sem hrossum er
haldið í haga en gleymist að loka hlið-
um eða girðingar gefa sig. Þá gengur
sauðfé stundum laust á Mosfellsheiði
eða inni í Hvalfirði.
Umferðin er víða þung og hröð og
þurfa ökumenn að hugsa hratt ef dýr
birtist fyrir framan bílinn. „Það er
eðlilegt viðbragð að vilja snarhemla
eða sveigja frá dýrinu, en ökumaður
verður að geta metið aðstæður hratt
og forðast að gera eitthvað sem vald-
ið getur meiri hættu á slysum á fólki.
Ökumaðurinn þarf að sýna ábyrgð
ef hann ekur á dýr og hafa samband
við Neyðarlínuna, 112, án tafar. „Það
getur þó gerst að ökumaðurinn verði
ekki dýrsins var og aki áfram einskis
vísari. Verða þá aðrir vegfarendur
sem vitni verða að slysinu að bregð-
ast við sem skyldi, huga að dýrinu og
tilkynna slysið.“
Miskunnsami Samverjinn
er ekki rukkaður
Að sögn Katrínar Harðardóttur
þarf ökumaður sem kemur til dýra-
læknis með sært dýr ekki að hafa
áhyggjur af að verða sendur reikn-
ingur fyrir læknisþjónustuna. Ef um
gæludýr er að ræða og hægt er að
finna eiganda dýrsins þá ber hann
kostnaðinn, en ef eigandi finnst ekki
er það viðkomandi sveitarfélag sem
borgar. Katrín er dýralæknir hjá
Dýraspítalanum í Víðidal og segir
hún að á vorin verði aukning í því að
ekið sé á ketti, enda sá tími sem kis-
urnar fara á ról eftir veturinn. Einnig
kemur uppsveifla á haustin þegar
tekur að dimma.
Hún segir sjaldgæfara að kettir lifi
það af að verða fyrir bíl en hundarn-
ir, verandi stærri, fari oft betur út úr
slysunum og oftast hægt að koma
þeim aftur til heilsu. „Þar til næst í
eiganda reynum við að koma dýrinu í
stöðugt ástand og lina þjáningar
þess, en ekki er ráðist í kostn-
aðarsamar aðgerðir og aðra dýra-
læknismeðferð nema fyrst hafi tekist
að fá samþykki eigandans. Skiptir
hér miklu að dýrið sé vel merkt.“
Ef slysið hendir utan venjulegs
dagvinnutíma þarf að hafa samband
við vaktsíma dýralæknastofanna,
860-2211. Eru dýralæknastofurnar
og -spítalarnir ekki opin á kvöldin og
nóttunni eða á helgidögum en alltaf
læknir á bakvakt.
Ökumenn og aðrir vegfarendur
þurfa að muna, segir Katrín, að
smærri dýr eins og kettir geti hlaup-
ið í skjól þó á þau sé ekið og drepist
þar. Verði að leita vandlega að dýr-
inu sem ekið var á, s.s. undir runnum
og bílum. „Ef dýrið er lifandi og ekki
hægt að bíða eftir komu lögreglu á
staðinn er ágætt að klæðast góðum
hönskum og jafnvel breiða teppi eða
jakka yfir dýrið ef ske kynni að það
reyni að klóra eða bíta frá sér, setja
svo í skottið eða aftursætið eftir því
hvernig bíllinn er og aka rakleiðis til
dýralæknis. Ef dýrið er stórt og
þungt getur dýralæknir komið á
staðinn og ákvörðun um aðhlynningu
eða aflífun er tekin á vettvangi.“
ai@mbl.is
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Kisi spókar sig í miðbænum og kann vonandi að vara sig á bílunum. Al-
gengara er að ekið sé á ketti á vorin og á haustin en á öðrum árstímum.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Hermann Karlsson segir oft hægt að fá aðstoð frá öðrum vegfarendum.
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is
AUDI A6 2.0 TDI
nýskr. 05/2012, ekinn 50 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, leður, eins og nýr. Verð 6.490.000.
VERÐ 5.990.000 kr. Raðnr. 254089
M.BENZ C 220 BLUETEC AVANTGARDE
10/2014, ekinn 9 Þ.km, dísel, sjálfskiptur 7 gíra, mjög vel búinn aukahlutum.
TILBOÐ 6.977.000. Raðnr. 254705
KIA SPORTAGE LUXURY 4WD
nýskr. 01/2015, ekinn 51 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, leður o.fl.Verð 5.350.000.
Skipti á ódýrari. Raðnr. 286865
AUDI A6 2.0 TDI S-LINE
nýskr. 08/2014, ekinn 16 Þ.km, disel, sjálfskiptur, mjög vel búinn og flottur!
Verð 8.490.000.OKKAR BESTA VERÐ 7.777.000 kr. Raðnr.254356
BMW 520D XDRIVE M-PACK F10
nýskr. 04/2015, ekinn 5 Þ.km, dísel, sjálfskiptur.
TILBOÐSVERÐ AÐEINS 8.750.000 kr. Raðnr.254416
BMW 520D TOURING F11
03/2011, ekinn 175 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, buffaloleður o.fl.
Verð 4.777.000. Raðnr.254001