Morgunblaðið - 12.04.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.04.2016, Blaðsíða 26
26 | MORGUNBLAÐIÐ Atvinnubílar frá Mercedes-Benz voru í sviðsljósinu sl. laugardag en þá hélt Bílaumboðið Askja sérstaka at- vinnubílasýningu að Fosshálsi 1 kl. 12-16. Mercedes-Benz er stærsti framleiðandi lúxus- og at- vinnubíla í heiminum, eins og fram kom í tilkynningu frá Öskju, og hafa bílarnir verið vinsælir hér á landi sem og víða um heim. Mercedes-Benz-atvinnubílarnir eru fjölbreyttir og uppfylla ólíkustu þarfir við ýmsar aðstæður. Má þar nefna Citan-, Vito- og Sprinter- sendibílana og glæsilegan V-Class. Þá ber mikið á Atvinnubílar í aðalhlutverki Vinnuþjarkar frá Mercedes-Benz frumsýndir Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölmargir vinnuþjarkar frá ýmsum hliðum atvinnulífsins voru til sýnis hjá Öskju. Bílarnir eru svo sannarlega hver öðrum vígalegri á að líta, og til margs brúkanlegir. Atvinnubílar frá Benz eru fáanlegir í ótal stærðum og gerðum en fáir njóta þó viðlíka virðingar og hinn tímalausi harðjaxl sem kallast G-Class, eða „Gelander“ og er hér í forgrunni. Eflaust draumabíll margra. Þessi þjarkur frá Mercedes Benz ætti að fara nokkuð létt með að sinna sínum skyldum utan alfaraleiða og er á stórum dekkjum. Mercedes kemur víða við í atvinnulífinu og er meðal annars treyst fyrir sjúkraflutningum. Fjölnotabíllinn Citan frá Mercedes-Benz var meðal sýningarbíla, hér í góðum félagsskap G-Class. Sendibíllinn V-Class er meðal þeirra veglegustu í sínum flokki og ekki óalgengt að fræga fólkið velji hann sem farskjóta í staðinn fyrir limósínu. vinnuþjörkunum Actros, Antos, Arocs og Ateco úr trukkadeildinni og einnig glæsilegum Tourismo- hópferðabílum. Á sýningunni voru ennfremur ýmsir sérútbúnir Mercedes-Benz-bílar til sýnis í húsakynnum atvinnu- bíladeildar Öskju. Má þar nefna VIP Sprinter, Jökla- Sprinter, 24 tíma þjónustu Sprinter, Tourismo- hópferðabíl, V-Class með hjólastólaaðgengi, Actros- dráttarbíl og fleiri öfluga bíla. jonagnar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.