Morgunblaðið - 12.04.2016, Síða 30

Morgunblaðið - 12.04.2016, Síða 30
30 | MORGUNBLAÐIÐ Meðal þess sem alþjóðlega grein- ingafyrirtækið JD Power hefur tekið sér fyrir hendur er að mæla ánægju bíleigenda eftir því hvaða dekkjamerki er undir bílunum. Í ljós kom að sé bíllinn búinn Mic- helindekkjum eru allar líkur á að viðkomandi bíleigandi sé ein- staklega ánægður með þau. Ánægja reiknuð út frá fjórum þáttum Eigendur bíla með þessum frönsku dekkjum reyndust sem sagt ánægðastir með hjólbarða sína, samkvæmt niðurstöðum dekkjakönnunar JD Power. Hún er framkvæmd árlega og mælir ánægju í fjórum bílaflokkum; lúx- usbílum, fjölskyldubílum, sportbíl- um og pallbílum og jeppum. Ánægjan er reiknuð út frá fjór- um þáttum, dekkjasliti, þýðleika dekkjanna, útliti og rásfestu og meðfærileika. Ítalski dekkjaframleiðandinn Pi- relli, sem sér keppnisliðunum í formúlu-1 fyrir dekkjum, kom best út í flokki sportbíla, en þar á eftir komu Michelin og Goodyear. Þá varð Pirelli í öðru sæti í hinum flokkunum þremur. Ánægja mældist einnig talsverð hjá notendum bandarísku dekkj- anna Goodyear sem urðu í þriðja sæti í flokki fjölskyldubíla. Í þriðja sæti í flokki pallbíla og jeppa varð annar bandarískur framleiðandi, BFGoodrich. Beina markaðsstarfinu að unga fólkinu í umferðinni Önnur áhugaverð niðurstaða úr rannsókninni í ár er, að ungt fólk sýnir gamalkunnum og þekktari dekkjamerkjum minni hollustu en allir aðrir aldurshópar. Eru þeir líklegri en aðrir til að íhuga kaup á minni merkjum og nýrri, svo sem Cooper, Hankook og Pirelli. Ástæð- an er sögð sú, að þessi merki beini auglýsingum sínum meir að yngri neytendum. „Þessir kaupendur spyrja ekki bara um verðið og merkið, þeir leita að gildi vörunnar í mmæli. Finnist þeim verðmæti í boði eru þeir viljugir að verja meiri peningum í þau og íhuga önnur merki,“ segir talsmaður JD Power. agas@mbl.is Hvaða dekk í umferð gleðja mest? Michelin-menn ánægðastir Eigendur bíla með Michelin- dekkjum undir eru ánægðastir allra í umferðinni. Allir bílar sem teknir hafa verið í útblástursmælingar í framhaldi af hneyksli, sem kennt er við Volkswagen, féllu á nýja prófinu. Prófin voru gerð á vegum svo- nefndrar Royal-nefndar, sem kennd er við franska umhverf- isráðherrann Segolene Royal, sem krafðist prófana í Frakk- landi í framhaldi af VW- hneykslinu. Sitt er nú hvað, tilraunastofa og akstur í umferð Segir nefndin að enginn bílanna hafi í raunverulegri um- ferð sýnt sömu niðurstöður og í tilraunastofu. Útkoman hafi í öll- um tilvikum verið lakari. Volkswagen hefur viðurkennt að hafa komið fyrir forritum í tölvukerfi dísilbíla í þeim til- gangi að villa um fyrir meng- unarmælibúnaði. Með því gat fyrirtækið haldið áfram að selja bíla sem brutu í raun gegn reglum Evrópusambandsins (ESB). Prófuð voru 52 bílamódel, þar á meðal 15 frá PSA (Peugeot og Citroën), 13 frá Renault, fimm frá Volkswagen og fjórir frá Ford. Að sögn viðskiptablaðsins Les Echos var í sumum tilvikum gríðarlegur munur á útkomu eins og sama bílsins í tilraunastofu annars vegar og við raun- aðstæður í umferðinni hins vegar. Reyndist losun nituroxíðs og skyldra eiturefna fimm sinnum meiri utan tilraunastofunnar í til- viki 21 bíls. Frá og með janúar 2017 taka gildi nýjar kröfur ESB um há- markslosun gróðurhúsalofts frá bílum. Útfærslu mælingaprófana í tilraunastofum verður breytt frá þeim tíma og bætt við prófunum við raunverulegar aðstæður í um- ferðinni. agas@mbl.is Fleiri eru sestir í útblásturssúpuna Allir bílarnir féllu á nýja prófinu Mælingar á losun skaðlegra efna út í andrúmsloftið gefa allt aðrar niðurstöður í tilraunastofu en í umferðinni. Japanski bílsmiðurinn Isuzu fagnar aldarafmæli á þessu ári og ætlar að gera það með stæl. Eru hundr- að ár frá því hann hóf framleiðslu bíla í skýli í Tókýó. Í tilefni tímamótanna verður smíðaður sérstakur afmælispallbíll, sem fengið hefur viðeigandi nafn er skírskotar til tímamótanna, D-Max Centurion. Aðeins í takmörkuðu upplagi Til að gera bílinn enn verðmætari verður upplag hans takmarkað. Þannig er kvóti Breta aðeins eitt- hundrað eintök. Í D-Max Centurion verður talsvert borið. Í einföld- ustu útgáfu mun eintakið kosta – án virðisaukaskatts – sem svarar 5,5 milljónum króna á meginlandi Evr- ópu. Stendur hann til boða með alls kyns aukabúnaði og getur þá farið á allt að þriðjungi hærri upphæð. Bíllinn verður á 19 tommu svörtum og silfruðum álfelgum með Pirelli Scorpion Zero dekkjum. Tals- vert er lagt upp úr útliti yfirbyggingarinnar og er margt gert í smáatriðum til að hún verði sem mest grípandi. Ekkert til sparað innandyra Innanrýmið verður leðurklætt og á mælaborðinu er átta tommu Alpine snertiskjár þungamiðjan, en þar í er að finna bæði leiðsögukerfi og gagnaskjái, að ekki sé talað um hljómkerfi. Í þaki verður DVD-spilari með 10 tommu skjá. Í afmælisbílnum verður 2,5 lítra dísilvél með for- þjöppu er skilar 161 hestafli og 400 Nm togi. Fylgir honum ábyrgð sem gildir til fimm ára eða þar til hann hefur lagt 200.000 kílómetra að baki. agas@mbl.is Pallbíll í tilefni stórafmælisins Mikið verður í Isuzu D-Max Centurion lagt enda tilefni til að fagna. Hann mun fást í takmörkuðu upplagi. Isuzu smíðar aldarafmælisbíl Þýsk stjórnvöld hafa lokið við rann- sókn á útblásturshneykslinu sem upp komst í fyrrahaust. Niðurstaðan er að eini bílsmiðurinn sem brúkaði búnað til að svindla á meng- unarmælingum var Volkswagen. Þetta eru niðurstöður þýsku vega- samgöngustofnunarinnar (KBA) sem tók fjölda dísilbíla til rann- sóknar og prófunar. Skýrsla um rannsóknina verður ekki gerð op- inber fyrr en í lok apríl, en þýska blaðið Handelsblatt hefur eftir ótil- greindum aðila nátengdum rann- sókninni hverjar niðurstöðurnar voru; að einungis Volkswagen hafi falið búnað í tölvukerfum bíla sinna til að svindla á útblástursprófunum. Lyktir rannsóknarinnar hrekja fyrri fullyrðingar þess efnis, að fleiri framleiðendur hafi leikið sama leik og Volkswagen, svo sem Renault hinn franski og BMW hinn þýski. Volkswagen er nú í miðjum klíð- um að innkalla um 11 milljónir bíla um heim allan sem gera verður um- bætur á vegna svikabúnaðarins. Inn- an samsteypunnar hefur spenna far- ið vaxandi þar sem starfsfólk hefur krafist trygginga fyrir starfsöryggi, en þeir óttast um örlög Volkswagen vegna gríðarlega kostnaðarsamra dómsmála sem höfðuð hafa verið á hendur fyrirtækinu bæði í Banda- ríkjunum sem víða annars staðar. agas@mbl.is Útblásturshneykslið rannsakað til hlítar Bara VW svindlaði Volkswagen er eini bílsmiðurinn sem hafði rangt við á mengunarprófi. AUDI Q7 quattro Árgerð 2012, ekinn 65 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 8 gírar. Verð 8.450.000. Rnr.100101. Kletthálsi 1 | 110 RVK | Sími | 415 1150 | mbbilar.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.